Viðskipti innlent

Ráðinn nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Lands­neti

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhannes Þorleiksson starfaði sem forstöðumaður rafveitu hjá Veitum frá 2019 til 2024.
Jóhannes Þorleiksson starfaði sem forstöðumaður rafveitu hjá Veitum frá 2019 til 2024. Landsnet

Jóhannes Þorleiksson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra upplýsingagreindar og – tækni hjá Landsneti. Hann mun þar fara fyrir hópi sem ber ábyrgð á þróun gagnadrifinnar þjónustu, upplýsingaöryggi og rekstri upplýsingakerfa Landsnets.

Í tilkynningu segir að Jóhannes sé með M.Sc. gráðu í raforkuverkfræði frá Chalmers Tekniska Högskola í Svíþjóð. 

„Hann starfaði áður sem forstöðumaður rafveitu hjá Veitum frá 2019 til 2024 þar sem hann sat í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Einnig var hann framkvæmdastjóri Norconsult á Íslandi 2017-2019. Jóhannes hefur einnig víðtæka reynslu af ráðgjafastörfum á sviði raforku og kerfisgreiningum ásamt öryggismálum,“ segir í tilkynningunni. 

Fram kemur að ráðning Jóhannesar sé hluti af þeirri vegferð sem Landsnet sé á þar sem nýjar aðferðir séu notaðar til að takast á við breytta tíma. Orkumálin séu breytingum háð og rauntímaupplýsingar sem byggi á víðtækum gagnabönkum séu einn af lykilþáttunum í átt að orkuskiptunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×