Innlent

Stefán Andrew tekur við for­mennsku af Sigurði Erni

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Aðalfundur Lögmannafélagsins fór fram 29. maí. 
Aðalfundur Lögmannafélagsins fór fram 29. maí.  Juris/Vilhelm

Ný stjórn Lögmannafélags Íslands var kjörin í liðinni viku. Stefán Andrew Svensson lögmaður á Juris var kjörinn formaður félagsins og tekur við af Sigurði Erni Hilmarssyni.

Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður á Landslögum og Sigrún Helga Jóhannsdóttir lögmaður hjá VÍS voru að auki kjörnar í stjórn. Fyrir eru Eva Halldórsdóttir lögmaður hjá LLG lögmönnum og Magnús Hrafn Magnússon lögmaður hjá Sigurjónsson & Thor í stjórn.

Kjörnir varamenn í stjórn eru Auður Björg Jónsdóttir lögmaður hjá JA lögmönnum, Gísli Guðni Hall lögmaður hjá Mörkinni og Guðmundur Ingvi Sigurðsson lögmaður hjá LEX lögmannsstofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×