Innlent

Guð­mundur ráðinn að­stoðar­maður þing­flokks Við­reisnar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar Viðreisn

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Hann tekur við af Dagbjarti Gunnari Lúðvíkssyni.

Guðmundur var oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu Alþingiskosningar. Hann mun sinna ýmsum verkefnum fyrir þingflokk Viðreisnar og bæði þingmenn og starfsfólk eru ánægð með að fá Guðmund til starfa.

Guðmundur er fæddur 23. september 1976 á Ísafirði. Hann er með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur undanfarið starfað sjálfstætt sem ráðgjafi en var áður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og Fréttablaðinu.

Viðreisn býður Guðmund velkominn, en vill um leið koma á framfæri þakklæti til Dagbjarts fyrir vel unnin störf, en hann hefur verið þingflokki Viðreisnar innan handar síðastliðin sex ár.

Þetta kemur allt fram í tilkynningu frá Viðreisn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×