Innlent

Harður á­rekstur á gatna­mótum Suður­lands­vegar og Skeiðavegar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd af Suðurlandsvegi úr safni.
Mynd af Suðurlandsvegi úr safni. Vísir/Vilhelm

Harður árekstur á gatnamótum Suðurlandsvegar og Skeiðavegar um klukkan fjögur í dag.

Þetta staðfestir Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu í Árnessýslu, í samtali við fréttastofu.

Hann segir að fjórir hafi verið fluttir með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun Suðurlands. Talið er að enginn sé alvarlega slasaður.

Lárus tekur fram að ekki hafi þurft að beita klippum í aðgerðum viðbraðgsaðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×