Innlent

Hlutur sak­borninga mis­mikill

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Tveir eru enn með stöðu sakbornings í málinu.
Tveir eru enn með stöðu sakbornings í málinu. Vísir/Vilhelm

Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms yfir litháenskum karlmanni sem er grunaður um að hafa valdið dauða samlanda síns í Kiðjabergi í apríl. Maðurinn var því ekki úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Hann er þó enn í haldi en hann afplánar nú eldri fangelsisdómi.

Þetta staðfestir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Hann tekur jafnframt fram að annar maður frá Litháen sæti farbanni vegna málsins. Karlmennirnir hafa báðir stöðu sakbornings í málinu en Jón tekur fram að hlutur hvers og eins sé mismikill. 

Tveir lausir allra mála

Eins og greint hefur verið frá voru fjórir litháenskir menn handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald þann 20. apríl grunaðir um manndráp í sumarhúsi í Kiðjabergi en tveimur þeirra var sleppt úr haldi tveimur dögum síðar og eru lausir allra mála að svo stöddu. 

Spurður hvort að mennirnir hafi sjálfir hringt eftir lögreglu eftir að maðurinn lést segist Jón ekki geta staðfest það. Jón tekur þá fram að rannsókn málsins miði ágætlega áfram þó að ekki sé komið á hreint hvenær ákæra verði gefin út. 

Hann tekur fram að lögreglan bíði enn eftir niðurstöðu úr krufningu og öðrum gögnum er varða málið. „Þetta er allt í rannsókn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×