Lífið

Klútabyltingin: Finndu þinn eigin Höllu-klút

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hálsklútar Höllu Tómasdóttur hafa vakið mikla athygli.
Hálsklútar Höllu Tómasdóttur hafa vakið mikla athygli.

Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, er að takast að gera hálsklúta að heitasta klæðnaði dagsins. Halla var fyrst með klút í fyrstu kappræðunum í byrjun maí. Síðan hefur klúturinn orðið eins konar einkennismerki stuðningmanna Höllu sem mættu margir með litla silkiklúta um hálsinn á kosningavöku hennar sem fór fram í Grósku síðastliðið laugardagskvöld. 

Halla var kjörin sjöundi forseti lýðveldisins og tekur við embættinu 1. ágúst næstkomandi. 

Stóra spurningin er hvar landsmenn geta fundið sinn eigin „Höllu-klút.“ Lífið á Vísi fór á stúfana og setti saman lista af fallegum hálsklútum og slæðum sem má skarta á ýmsa vegu:

Silkislæða frá íslenska hönnuðinum Sif Benedicta

Skjáskot/Sif Benedicta

Slæða frá hollenska merkinu Scotch & Soda- sægrænn með mynstri

Skáskot/Ungfrúin góða

Silkislæða frá Strenström 

Skjáskot/Hjá Hrafnhildi.

Ljós satín slæða með gráu mynstri 

Skjáskot/Zara.com

Ljósbleik silkislæða frá Stenström

Skjáskot/ Hjá Hrafnhildi

Tófa silkislæða í dökkbláu frá íslenska merkinu Morra

Skjáskot/Morra

Blómamynstur í slæðu frá Coach 

Skjáskot/Boozt.com

Litrík slæða með rifflaðri áferð frá danska merkinu Beck Söndergaard 

Skáskot/Boozt.com

Lítil satín slæða í ljósum lit með litríku mynstri frá Zara

Skjáskot/Zara.com

Silkislæða frá Adax í burgundy-rauðu með mynd af konu

Skjáskot/Tösku og hanskabúðin





Fleiri fréttir

Sjá meira


×