„Ekkert til að skammast mín fyrir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 15:00 Mykolas Alekna keppti á Demantamótinu í Osló þar sem hann fagnaði sigri með kasti upp á 70,91 metra. Getty/Maja Hitij Heimsmethafinn Mykolas Alekna finnst gagnrýnin á sig ósanngjörn en hann setti heimsmet í kringlukasti í apríl við sérstakar og mjög hagstæðar aðstæður. Alekna kastaði kringlunni 74,35 metra á kastmóti sem fram fór fram á opnum kastvelli í Oklahoma í Bandaríkjunum. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, var meðal þeirra sem gagnrýndi við hvaða aðstæður metið var sett. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Slår tillbaka: ”Har inget att skämmas över” https://t.co/NGsFgWIH7o— Sportbladet (@sportbladet) May 31, 2024 „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn á sínum tíma við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ sagi Vésteinn. „Ég hef ekkert til að skammast mín fyrir. Horfðu bara á hvernig gamla metið var sett,“ sagði Mykolas Alekna við Aftonbladet. Austur-Þjóðverjinn Jürgen Schult átti gamla metið sem stóð í 38 ár. Metið var sett á bak við járntjaldið og örugglega við opnar aðstæður. „Ef þú ætlar að bæta met sem er orðið svona gamalt þá þarftu að kasta í svona keppni og við svipaðar aðstæður. Þetta gengur aldrei á lokuðum leikvangi. Mér fannst kominn tími á að bæta þetta met,“ sagði Alekna. „Ég er ánægður með tímabilið til þessa,“ sagði Alekna. Hann hefur kastað fjórum sinnum yfir sjötíu metra á þessu ári og er án nokkurs vafa öflugasti kringlukastari heims í dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Alekna kastaði kringlunni 74,35 metra á kastmóti sem fram fór fram á opnum kastvelli í Oklahoma í Bandaríkjunum. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, var meðal þeirra sem gagnrýndi við hvaða aðstæður metið var sett. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Slår tillbaka: ”Har inget att skämmas över” https://t.co/NGsFgWIH7o— Sportbladet (@sportbladet) May 31, 2024 „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn á sínum tíma við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ sagi Vésteinn. „Ég hef ekkert til að skammast mín fyrir. Horfðu bara á hvernig gamla metið var sett,“ sagði Mykolas Alekna við Aftonbladet. Austur-Þjóðverjinn Jürgen Schult átti gamla metið sem stóð í 38 ár. Metið var sett á bak við járntjaldið og örugglega við opnar aðstæður. „Ef þú ætlar að bæta met sem er orðið svona gamalt þá þarftu að kasta í svona keppni og við svipaðar aðstæður. Þetta gengur aldrei á lokuðum leikvangi. Mér fannst kominn tími á að bæta þetta met,“ sagði Alekna. „Ég er ánægður með tímabilið til þessa,“ sagði Alekna. Hann hefur kastað fjórum sinnum yfir sjötíu metra á þessu ári og er án nokkurs vafa öflugasti kringlukastari heims í dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira