Innlent

Batt á sig klút til heiðurs Höllu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Steinunn Ólína var kát þegar fréttastofu bar að garði.
Steinunn Ólína var kát þegar fréttastofu bar að garði. Vísir/Ívar Fannar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ekki kosningavöku líkt og venjan er hjá þeim sem eru í forsetaframbjóðendum. Þess í stað fór hún heim til vinar síns og hafði það rólegt. Slökkt var á sjónvarpinu og rauluðu gestir Kumbaya, My Lord. 

Fréttastofa leit við í Kakókastalanum hans Helga Jean í Mosfellsbæ þar sem vinirnir hittust. Steinunn segir gott að vera þar. 

„Við hittumst bara vinirnir og borðuðum góðan mat og ætlum bara að hafa þetta svona rólegt og huggulegt. Hérna erum við heima hjá Helga Jean vini mínum og þetta hans heimili. Hér erum við oft í jóga og hugleiðslu. Gott hús og gott að vera hérna,“ sagði Steinunn. 

Klippa: Ekkert sjónvarp á kosninganótt hjá Steinunni Ólínu

Þrátt fyrir að hugleiða þar oft segir Steinunn vini sína einnig geta látið öllum illum látum þegar svo ber undir. Hvað varðar stöðuna í kosningunum sagði hún lítið koma á óvart. 

„Mér sýnist Halla Tómasdóttir ætla að merja þetta og ég er einmitt komin með hálsklút þar sem ég held að þetta sé það sem við dömurnar erum að fara að skarta núna á næstu vikum og mánuðum. Fylgja í fótspor Höllu, verði hún forseti sem mér sýnist á öllu að hún verði,“ sagði Steinunn á meðan hún batt klút um hálsinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×