Innlent

Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi: Halla Tómas­dóttir efst

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Halla Tómasdóttir hefur verið efst í öllum kjördæmum eftir fyrstu tölur.
Halla Tómasdóttir hefur verið efst í öllum kjördæmum eftir fyrstu tölur. Vísir/Vilhelm

Halla Tómasdóttir er með flest atkvæði í fyrstu tölum atkvæða sem talin hafa verið í Norðvesturkjördæmi. Hún mælist með 33,07 prósent fylgi en á eftir henni kemur Katrín Jakobsdóttir með 26,13 prósent fylgi. Halla Hrund Logadóttir er þriðja með 19,62 prósent fylgi.

Þetta var tilkynnt rétt í þessu. 7.052 atkvæði hafa verið talin í kjördæminu. Auðir seðlar eru tuttugu.

Arnar Þór Jónsson er með 3,73 prósent, Ásdís Rán Gunnarsdóttir með 0,17 prósent, Ástþór Magnússon með 0,27 prósent.

Baldur Þórhallsson er með 6,95 prósent fylgi, Eiríkur Ingi Jóhannsson er með 0,04, Helga Þórisdóttir með 0,01, Jón Gnarr með 9,53 prósent, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með 0,41 prósent og Viktor Traustason með 0,04. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×