Cristiano Ronaldo grét eftir tap í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 11:30 Cristiano Ronaldo átti mjög erfitt með sætta sig við tap Al-Nassr í bikarúrslitaleiknum. Getty/Elie Hokayem Cristiano Ronaldo sat grátandi á varamannbekknum eftir að Al Nassr tapaði sádi-arabíska bikarúrslitaleiknum í gær. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Al Hilal hafði betur 5-4. Sjálfum leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Ronaldo féll í grasið í leikslok og virtist hreinlega vera alveg óhuggandi. Þetta tap þýðir að hann vinnur engan titil á þessu tímabili. Þrátt fyrir að hafa unnið fjölda titla á ferlinum, þar á meðal Meistaradeildina fimm sinnum, þá var eins og Ronaldo væri að missa af stærsta titli ferilsins, slík voru vonbrigðin. In every high and every low, we stand with you @Cristiano. pic.twitter.com/xbolcqsGIH— TCR. (@TeamCRonaldo) June 1, 2024 Al Nassr endaði einnig í öðru sæti í deildinni en þar setti hinn 39 ára gamli Ronaldo markamet með því að skora 35 mörk. Ronaldo náði ekki að skora í leiknum. Aleksandar Mitrovic skoraði mark Al Hilal en Aiman Yahya jafnaði fyrir Al Nassr. Þrjú rauð spjöld fóru á loft. David Ospina hjá Al Nassr fékk rautt en þeir Ali Al-Bulayhi og Kalidou Koulibaly hjá Al Hilal voru líka sendir snemma í sturtu. Yassine Bounou, markvörður Al Hilal, var hetjan í vítakeppninni, því hann varði tvær síðustu vítaspyrnur leikmanna Al Nassr. Ronaldo tók aðra spyrnu síns liðs og skoraði. Al Hilal vinnur því tvöfalt á leiktíðinni þrátt fyrir að missa brasilísku stórstjörnina Neymar í krossbandsslit fyrir tímabilið. Hann missti af allri leiktíðinni. Neymar var meðal áhorfenda í gær. Cristiano Ronaldo est INCONSOLABLE après la défaite aux tirs au but d'Al Nassr face à Al Hilal en finale de Coupe du roi des champions 🥺#AlHilalAlNassr pic.twitter.com/xLozSBYr9T— CANAL+ Foot (@CanalplusFoot) May 31, 2024 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Al Hilal hafði betur 5-4. Sjálfum leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Ronaldo féll í grasið í leikslok og virtist hreinlega vera alveg óhuggandi. Þetta tap þýðir að hann vinnur engan titil á þessu tímabili. Þrátt fyrir að hafa unnið fjölda titla á ferlinum, þar á meðal Meistaradeildina fimm sinnum, þá var eins og Ronaldo væri að missa af stærsta titli ferilsins, slík voru vonbrigðin. In every high and every low, we stand with you @Cristiano. pic.twitter.com/xbolcqsGIH— TCR. (@TeamCRonaldo) June 1, 2024 Al Nassr endaði einnig í öðru sæti í deildinni en þar setti hinn 39 ára gamli Ronaldo markamet með því að skora 35 mörk. Ronaldo náði ekki að skora í leiknum. Aleksandar Mitrovic skoraði mark Al Hilal en Aiman Yahya jafnaði fyrir Al Nassr. Þrjú rauð spjöld fóru á loft. David Ospina hjá Al Nassr fékk rautt en þeir Ali Al-Bulayhi og Kalidou Koulibaly hjá Al Hilal voru líka sendir snemma í sturtu. Yassine Bounou, markvörður Al Hilal, var hetjan í vítakeppninni, því hann varði tvær síðustu vítaspyrnur leikmanna Al Nassr. Ronaldo tók aðra spyrnu síns liðs og skoraði. Al Hilal vinnur því tvöfalt á leiktíðinni þrátt fyrir að missa brasilísku stórstjörnina Neymar í krossbandsslit fyrir tímabilið. Hann missti af allri leiktíðinni. Neymar var meðal áhorfenda í gær. Cristiano Ronaldo est INCONSOLABLE après la défaite aux tirs au but d'Al Nassr face à Al Hilal en finale de Coupe du roi des champions 🥺#AlHilalAlNassr pic.twitter.com/xLozSBYr9T— CANAL+ Foot (@CanalplusFoot) May 31, 2024
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira