Skoðun

Gleði­legan kosningadag kæru lands­menn

Snorri Ásmundsson skrifar

Forsetakosningarnar í ár hafa verið þær skemmtilegustu sem ég man eftir. Margir að bjóða fram krafta sína og flestir af þeim hafa sitt hvað að bjóða. Jón Gnarr toppaði framboð sitt í gærkveldi með magnaðri frammistöðu og sýndi okkur hversu hæfur hann er í embættið. Katrín sýndi okkur líka að hún er öflug, glæsileg og skarpgreind kona sem stendur vel í fæturnar þrátt fyrir mikið mótlæti og óvenju hatursfulla og óbilgjarna orðræðu.

 Halla Tómasar er mögnuð og björt þrátt fyrir að minna stundum á Herbalife sölumann hefur henni tekist að vera nokkuð landsmóðursleg. Mig langar einmitt í landsmóður á Bessastaði og ég kaus Katrínu eftir nokkra umhugsun og langaði oft að kjósa aðra líka og ég trúi að hún verði flottur forseti sem getur staðið í lappirnar þegar á móti blæs og hefur svo sannarlega sýnt okkur það. Gleðilegan kosningadag kæru landsmenn.

Höfundur er myndlistarmaður og píanóleikari




Skoðun

Skoðun

1969

Tómas A. Tómasson skrifar

Sjá meira


×