Fótbolti

Courtois byrjar úr­slita­leikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thibaut Courtois ræðir við Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra Real Madrid.
Thibaut Courtois ræðir við Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra Real Madrid. getty/Jonathan Moscrop

Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois verður í byrjunarliði Real Madrid gegn Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley í kvöld.

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, staðfesti í gær að Courtois myndi spila úrslitaleikinn gegn Dortmund.

Leikurinn í kvöld verður fyrsti og eini leikur Courtois í Meistaradeildinni á tímabilinu. Hann missti af stærstum hluta þess vegna alvarlegra hnémeiðsla.

Andriy Lunin, sem hefur varið mark Real Madrid undanfarna mánuði, hefur glímt við veikindi og ferðaðist af þeim sökum ekki með liðinu til Englands í fyrradag. Hann kemur til móts við samherja sína í dag og verður á bekknum í úrslitaleiknum.

Lunin hélt hreinu í tíu af þeim 21 leik sem hann spilaði í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Þá lék hann alla leiki Real Madrid í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Leikur Dortmund og Real Madrid hefst klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×