Auðkenni þarf að passa upp á Eva Valdís Jóhönnudóttir skrifar 31. maí 2024 12:47 Kæri lesandi, ef þú myndir skrifa niður þá hluti sem auðkenna þig – hvað myndir þú skrifa? Hver ert þú, svona raunverulega? Áður en við dettum í heimspekilegar vangaveltur eða jafnvel ótímabæra tilvistarkreppu má líta til skilgreiningar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) um sterka auðkennisþætti, sem skiptast í vitneskju, umráð og eðlislægni. Einfalt, er það ekki? Sá hængur er þó á að bara eigandinn má vita, hafa og vera. Auðkenni þarf nefnilega að passa upp á. Ef fólk deilir lykilorðum sínum, tækjum eða lánar einhverjum fingrafarið sitt að símanum, er búið að gjaldfella öryggi auðkennisþáttarins. Komi slíkt fyrir verður að endurheimta á ný öryggi auðkenningarinnar, til dæmis með því að fá nýtt lykilorð, eða endurheimta tækið þannig að það sé einungis í umsjá eiganda og tryggja um leið að ekki hafi verið átt við það.Burtséð frá lagalegum vangaveltum, þá eru hér tvö heilræði sem skipta hvern netkaupanda máli:1. Hver og einn ber ábyrgð á að varðveita eigin auðkennisþætti. Þeir eru notaðir til að staðfestingar á að fólk hafi sannarlega tekið þátt í viðskiptum í góðri trú. Ef einhver biður um auðkennisþætti þína, er rétt að hafa varann á sér og forðast hugsanlegar vefveiðar. 2. Sum viðskipti eru áhættusamari en önnur. Dæmi um það er þegar endurkröfuréttur Mastercard eða annarra kortaútgefanda er ekki til staðar. Viðskipti af þeim toga eru til dæmis greiðslur framkvæmdar með rafrænum gjaldeyri á peningasendingasíðum, gjafakorti, eða með rafmyntum. Sama á við um hefðbundnar millifærslur, hvort sem þær eru innanlands eða til útlanda. Slíkar færslur eru alla jafna einungis heimilaðar eftir að fólk hefur auðkennt sig með sterkri auðkenningu. Eigi fólk í viðskiptum þar sem undir eru háar upphæðir og endurkröfuréttur er ekki til staðar — til dæmis ef kaupa á rafmynt og millifæra svo á veski í eigu annars aðila, eða þegar millifæra á háa upphæð á viðtakanda sem fólk þekkir ekki — er rétt að staldra við og ganga úr skugga um að ekki sé um netsvik að ræða. Höfundur er sérfræðingur á svikavakt Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Netglæpir Netöryggi Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Kæri lesandi, ef þú myndir skrifa niður þá hluti sem auðkenna þig – hvað myndir þú skrifa? Hver ert þú, svona raunverulega? Áður en við dettum í heimspekilegar vangaveltur eða jafnvel ótímabæra tilvistarkreppu má líta til skilgreiningar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) um sterka auðkennisþætti, sem skiptast í vitneskju, umráð og eðlislægni. Einfalt, er það ekki? Sá hængur er þó á að bara eigandinn má vita, hafa og vera. Auðkenni þarf nefnilega að passa upp á. Ef fólk deilir lykilorðum sínum, tækjum eða lánar einhverjum fingrafarið sitt að símanum, er búið að gjaldfella öryggi auðkennisþáttarins. Komi slíkt fyrir verður að endurheimta á ný öryggi auðkenningarinnar, til dæmis með því að fá nýtt lykilorð, eða endurheimta tækið þannig að það sé einungis í umsjá eiganda og tryggja um leið að ekki hafi verið átt við það.Burtséð frá lagalegum vangaveltum, þá eru hér tvö heilræði sem skipta hvern netkaupanda máli:1. Hver og einn ber ábyrgð á að varðveita eigin auðkennisþætti. Þeir eru notaðir til að staðfestingar á að fólk hafi sannarlega tekið þátt í viðskiptum í góðri trú. Ef einhver biður um auðkennisþætti þína, er rétt að hafa varann á sér og forðast hugsanlegar vefveiðar. 2. Sum viðskipti eru áhættusamari en önnur. Dæmi um það er þegar endurkröfuréttur Mastercard eða annarra kortaútgefanda er ekki til staðar. Viðskipti af þeim toga eru til dæmis greiðslur framkvæmdar með rafrænum gjaldeyri á peningasendingasíðum, gjafakorti, eða með rafmyntum. Sama á við um hefðbundnar millifærslur, hvort sem þær eru innanlands eða til útlanda. Slíkar færslur eru alla jafna einungis heimilaðar eftir að fólk hefur auðkennt sig með sterkri auðkenningu. Eigi fólk í viðskiptum þar sem undir eru háar upphæðir og endurkröfuréttur er ekki til staðar — til dæmis ef kaupa á rafmynt og millifæra svo á veski í eigu annars aðila, eða þegar millifæra á háa upphæð á viðtakanda sem fólk þekkir ekki — er rétt að staldra við og ganga úr skugga um að ekki sé um netsvik að ræða. Höfundur er sérfræðingur á svikavakt Íslandsbanka.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun