Þakkar fyrir að hafa ekki þurft að beita kylfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2024 11:21 Arnar Rúnar Marteinsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vel hafi gengið að vinna bug á mótmælum við ríkisstjórnarfund í morgun. Þau hafi verið agressív. Lögregla hafi reynt að beita vægari úrræðum og sem betur fer ekki þurft að beita kylfum. Talið er á vel á annað hundrað manns hafi mótmælt í tveimur hópum þegar ríkisstjórn kom saman til fundar í Skuggasundi í morgun. Mótmælendur voru á vegum samtakanna Ísland-Palestína. Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri á höfuðborgarsvæðinu, var spurður að því hvers vegna piparúða var beitt. „Við áttum ekki annars úrkosta. Fólkið hindraði komu ráðherrabíla á staðinn. Við vorum búin að kljást við að ýta þeim með handafli og skipa þeim í burtu, og allt mögulegt. Allar vægari aðferðir dugðu ekki. Þegar átti að fara í burtu núna ætlaði fólk ekki. Það lagðist á götuna, hrækti á ráðherrabíl og ýtti við þeim. Það var ekkert annað að gera en að beita piparúða svo ráðherra kæmist í burtu frá húsinu,“ segir Arnar Rúnar. Mótmælendur höfðu á orði að lögregla hefði gengið of hart fram. „Þetta er eins og venjulega. Þetta er alltaf meðalhófið. Við byrjum á því að beita vægustu úrræðunum. Byrjum að skipa fólki í burtu. Ef það hlýðir ekki þá byrjum við að ýta því í burtu. Þar á eftir er það piparúðinn. Við höfðum heimildir til að beita kylfum en sem betur fer þurfti það ekki. Þannig að ég held að þetta hafi tekist vel með eins lítilli valdbeitingu og hægt var. Það var piparúði og allir geta tekið hann af sér. Ég held það sé enginn meiddur nema einn lögreglumaður sem var keyrt utan í þegar hann var að reyna að verja ráðherrabíl.“ Hann segir ekki vitað um líðan lögreglumannsins. Hann sé meiddur á fæti og hafi farið á sjúkrahús. Arnar Rúnar telur vel á annað hundrað manns hafa mótmælt á tveimur stöðum. „Á Lindargötunni ofan við Skuggasundið og svo hér fyrir neðan líka. Þetta skiptist í tvær grúppur og var mjög agressívt þegar þau voru að koma á staðinn. Þau ætluðu ekki að hleypa bílum í gegn aftur. Þetta urðu agressív mótmæli.“ Salvör Gullbrá Þórarinsdóttur er meðal mótmælenda en hún var líka hluti af hópnum sem var með setumótmæli í utanríkisráðuneytinu í gær. „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða. Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Palestína Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Talið er á vel á annað hundrað manns hafi mótmælt í tveimur hópum þegar ríkisstjórn kom saman til fundar í Skuggasundi í morgun. Mótmælendur voru á vegum samtakanna Ísland-Palestína. Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri á höfuðborgarsvæðinu, var spurður að því hvers vegna piparúða var beitt. „Við áttum ekki annars úrkosta. Fólkið hindraði komu ráðherrabíla á staðinn. Við vorum búin að kljást við að ýta þeim með handafli og skipa þeim í burtu, og allt mögulegt. Allar vægari aðferðir dugðu ekki. Þegar átti að fara í burtu núna ætlaði fólk ekki. Það lagðist á götuna, hrækti á ráðherrabíl og ýtti við þeim. Það var ekkert annað að gera en að beita piparúða svo ráðherra kæmist í burtu frá húsinu,“ segir Arnar Rúnar. Mótmælendur höfðu á orði að lögregla hefði gengið of hart fram. „Þetta er eins og venjulega. Þetta er alltaf meðalhófið. Við byrjum á því að beita vægustu úrræðunum. Byrjum að skipa fólki í burtu. Ef það hlýðir ekki þá byrjum við að ýta því í burtu. Þar á eftir er það piparúðinn. Við höfðum heimildir til að beita kylfum en sem betur fer þurfti það ekki. Þannig að ég held að þetta hafi tekist vel með eins lítilli valdbeitingu og hægt var. Það var piparúði og allir geta tekið hann af sér. Ég held það sé enginn meiddur nema einn lögreglumaður sem var keyrt utan í þegar hann var að reyna að verja ráðherrabíl.“ Hann segir ekki vitað um líðan lögreglumannsins. Hann sé meiddur á fæti og hafi farið á sjúkrahús. Arnar Rúnar telur vel á annað hundrað manns hafa mótmælt á tveimur stöðum. „Á Lindargötunni ofan við Skuggasundið og svo hér fyrir neðan líka. Þetta skiptist í tvær grúppur og var mjög agressívt þegar þau voru að koma á staðinn. Þau ætluðu ekki að hleypa bílum í gegn aftur. Þetta urðu agressív mótmæli.“ Salvör Gullbrá Þórarinsdóttur er meðal mótmælenda en hún var líka hluti af hópnum sem var með setumótmæli í utanríkisráðuneytinu í gær. „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða.
Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Palestína Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42