Innlent

Dómur í máli Kol­beins á mánu­dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í búningi IFK Gautaborgar.
Kolbeinn Sigþórsson í búningi IFK Gautaborgar. ifkgoteborg.se

Dómur verður kveðinn upp í máli knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Hann er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni.

RÚV greinir frá þessu og vísar í dagskrá Héraðsdóms Reykjaness. 

Í frétt RÚV segir að Kolbeinn hafi ekki komið fyrir dóminn heldur gefið skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Ástæðan sé sú að fjölmiðlar hafi komist á snoðir um ákæruna og dagsetningu aðalmeðferðar.

Aðalmeðferðin hafi tekið einn dag.

Kolbeinn neitar sök í málinu en hann er sakaður um að hafa nýtt sér yfirburði sína yfir barnungri stúlku, dregið nærbuxur hennar niður og strokið kynfæri hennar. Brot hans eru sögð varða við ákvæði almennra hegningalaga um nauðgun og kynferðisbrot gegn barni.

Héraðssaksóknari krefst þess að Kolbeinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá hefur, fyrir hönd stúlkunnar, verið farið fram á þrjár milljónir í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×