„Stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. maí 2024 08:01 Óskar Bjarni Óskarsson er enn að ná sér niður eftir sigurinn sem var sérlega sætur. Vísir/Diego Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, kveðst enn vera að ná sér niður eftir sögulegan árangur liðsins sem náðist með sigri á Olympiakos í Evrópuúrslitum um helgina. Það gekk á ýmsu í aðdraganda leiksins þar sem leikurinn var færður til á milli keppnishalla og þurftu Valsmenn að færa sig um hótel, til að mynda. Leikurinn var þá seint um kvöld að staðartíma og biðin óbærileg. „Biðin er oft erfið en þetta var svakaleg bið. Þetta hefur ekki verið svona síðan ég beið var fimm ár að bíða eftir jólunum í Stallaseli í gamla daga,“ segir Óskar Bjarni léttur. Valur mætti með fjögurra marka forystu í leikinn eftir þann fyrri á Hlíðarenda en það gekk allt á afturfótunum framan af leik. „Ef við náðum skoti á markið, varði hann allt. Við ætluðum að hlaupa en hlupum ekkert á meðan þeir skoruðu úr hraðaupphlaupum. Vörnin náði sér ekki á strik og þar af leiðandi náði Björgvin ekki að verja,“ segir Óskar Bjarni. Skrifað í skýin En sigurinn vannst við þessar erfiðu aðstæður og tilfinningarnar miklar í leikslok. „Það var mikill hiti í húsinu og heyrðist lítið. Það voru 7.500 manns þarna og flestir á þeirra bandi. En ég hugsaði ef við náum í vítakeppni, hlýtur það að vera skrifað í skýin að við náum klára þetta. Það var stórkostlegt úr því hvernig leikurinn var, að fá þetta í vítkappeni við þessar krefjandi aðstæður. Það var eiginlega frábært,“ segir Óskar Bjarni. Valssamfélagið kom saman Um var að ræða fjórtánda leik Vals í keppninni í vetur og sigurinn ekki síður stór fyrir alla þá sjálfboðaliða sem hafa komið að þessu stóra verkefni. „Afrekið er auðvitað alveg stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf og handboltann. Og fyrir strákana og okkur inni á vellinum. En svo er þetta mikill sigur fyrir fólkið sem er að vinna í kringum þetta. Að þau hafi verið, 80 manna hópur með okkur, að fanga með þeim eftir leik fannst mér alveg magnað,“ „Að fá að vera með öllum þeim sem eru að draga út stúkuna, hjálpa okkur að safna fé og gera allt klárt. Þetta er eitt samfélag og þetta er svona í öllum íþróttafélögunum,“ segir Óskar Bjarni. En er Óskar Bjarni ekkert búinn á því eftir þetta allt saman? „Það er smá þreyta í dag, ég viðurkenni það. En nei, nei. Þetta er svo gaman. Eins og amma mín sagði: Maður er aldrei þreyttur þegar maður er glaður,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Það gekk á ýmsu í aðdraganda leiksins þar sem leikurinn var færður til á milli keppnishalla og þurftu Valsmenn að færa sig um hótel, til að mynda. Leikurinn var þá seint um kvöld að staðartíma og biðin óbærileg. „Biðin er oft erfið en þetta var svakaleg bið. Þetta hefur ekki verið svona síðan ég beið var fimm ár að bíða eftir jólunum í Stallaseli í gamla daga,“ segir Óskar Bjarni léttur. Valur mætti með fjögurra marka forystu í leikinn eftir þann fyrri á Hlíðarenda en það gekk allt á afturfótunum framan af leik. „Ef við náðum skoti á markið, varði hann allt. Við ætluðum að hlaupa en hlupum ekkert á meðan þeir skoruðu úr hraðaupphlaupum. Vörnin náði sér ekki á strik og þar af leiðandi náði Björgvin ekki að verja,“ segir Óskar Bjarni. Skrifað í skýin En sigurinn vannst við þessar erfiðu aðstæður og tilfinningarnar miklar í leikslok. „Það var mikill hiti í húsinu og heyrðist lítið. Það voru 7.500 manns þarna og flestir á þeirra bandi. En ég hugsaði ef við náum í vítakeppni, hlýtur það að vera skrifað í skýin að við náum klára þetta. Það var stórkostlegt úr því hvernig leikurinn var, að fá þetta í vítkappeni við þessar krefjandi aðstæður. Það var eiginlega frábært,“ segir Óskar Bjarni. Valssamfélagið kom saman Um var að ræða fjórtánda leik Vals í keppninni í vetur og sigurinn ekki síður stór fyrir alla þá sjálfboðaliða sem hafa komið að þessu stóra verkefni. „Afrekið er auðvitað alveg stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf og handboltann. Og fyrir strákana og okkur inni á vellinum. En svo er þetta mikill sigur fyrir fólkið sem er að vinna í kringum þetta. Að þau hafi verið, 80 manna hópur með okkur, að fanga með þeim eftir leik fannst mér alveg magnað,“ „Að fá að vera með öllum þeim sem eru að draga út stúkuna, hjálpa okkur að safna fé og gera allt klárt. Þetta er eitt samfélag og þetta er svona í öllum íþróttafélögunum,“ segir Óskar Bjarni. En er Óskar Bjarni ekkert búinn á því eftir þetta allt saman? „Það er smá þreyta í dag, ég viðurkenni það. En nei, nei. Þetta er svo gaman. Eins og amma mín sagði: Maður er aldrei þreyttur þegar maður er glaður,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira