Íslenski boltinn

Lang­þráð í Lautinni: Sjáðu mörkin úr fyrsta sigri Fylkismanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthias Præst þakkar hér Ómari Birni Stefánssyni fyrir stoðsendinguna eftir þriðja mark Fylkis
Matthias Præst þakkar hér Ómari Birni Stefánssyni fyrir stoðsendinguna eftir þriðja mark Fylkis S2 Sport

Fylkismenn voru búnir að spila sjö leiki og í fimmtíu daga án þess að ná að fagna sigri í Bestu deild karla. Fyrsti sigurinn leit loksins dagsins ljós í Árbænum í gær.

Fylkir vann þá 3-1 sigur á HK eftir að hafa komist í 3-0 í leiknum. Þetta var lokaleikur áttundu umferðar.

Nikulás Val Gunnarsson og Þórður Gunnar Hafþórsson komu Fylkisliðinu i 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins pg Matthias Præst skoraði síðan þriðja markið á 63. mínútu. Birkir Valur Jónsson minnkaði muninn tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Fylkismenn eru núna aðeins einu stigi á eftir KA og nú þremur stigum frá öruggu sæti en þar sita HK og Vestri. Eftir þessi úrslit bættist mun meiri spenna í botnbaráttuna en HK-ingar áttu möguleika á því að rífa sig frá henni í bili með sigri.

Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leiknum.

Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og HK



Fleiri fréttir

Sjá meira


×