Opið bréf til stjórnarformanns Gildis Björn Sævar Einarsson skrifar 27. maí 2024 18:01 Gildi lífeyrissjóður hefur sett sér samskipta- og siðareglur. Þarsegir „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“og„Jafnan skal svara spurningum í samræmi við bestu vitneskju og án nokkurrar tilraunar til þess að villa um fyrirspyrjandaeða afvegaleiða viðkomandi.“ Forvarnarsamtök og ÁTVR telja netsölu áfengis ólöglega Búið er að tilkynna að Hagkaup sem Hagar reka ætli að opna ólöglega netverslun í júní með sölu áfengis til almennings. Í sömu andrá segjaforsvarsmenn Hagkaupaað löggjöfin sé óskýrað sínu matihvað slíka söluáhrærir, en þeir nenni ekki að bíða eftir skýrleika.Því er haldið fram að starfsemi netsalanna sé á gráu svæði.ForvarnarsamtökinSamtökin Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu,Foreldrasamtökin gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum,eru ósammála þvísbr. upplýsingar á heimasíðum samtakanna. Löggjöfin hefur ekki ráðgert að hafa markaðsvæðingu sem grundvöll sölu áfengis, heldur er sérstaklega tekið fram í löggjöfinni að lýðheilsa og samfélagsleg ábyrgð séu grundvöllurinn.ÁTVR segir einnig að netsalan, eins og hún fer nú fram hérlendis, er ólögleg. Um þetta má lesa í skýrum formála forstjóra ÁTVR í ársskýrslunni fyrir 2023.Þá hafa heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra einnig lýst sinni skoðun á þessu. Ekki brot á EES og jafnræði Það er óþolandi að sjá sömu vitleysuna endurtekna sí og æ um meint brot á EES og jafnræði. Kjarni máls er að það er mismunun í því að reka ríkiseinkasölu gagnvart einkarekstri en sú „mismunun“ er málefnaleg og lögleg þar sem hún byggir á lýðheilsu. Þetta er margstaðfest af Evrópudómstólnum. Því er ekkert brot á jafnræði gagnvart erlendum netverslunum um að ræða. Þeim er alveg eins og íslenskum netverslunum óheimilt að vera með starfsemi hér á landi (eða í öðru landi þar sem er ríkiseinkasala). Ef rétt væri að salan væri á gráu svæði, þá eralls ekkiboðlegt að ráðherrar og stjórnsýslan líti fram hjá öfugþróuninni svo árum skipti til að knýja fram breytta stefnu í skjóli afskipta- og ábyrgðarleysis. Slíkt verður að teljast óheiðarleg pólitík, sem þjónkar hagsmunum áfengisiðnarins og fórnar lýðheilsu. Nú er svo komið að Hagar ætla að henda sér á þennan vagnundir merkjum erlends félags, sama hvað. Ágætistjórnarformaður Gildis, samræmist opnun netsölu með áfengi í Hagkaupum siðareglum Gildis? Sýslumaður segir netsöluna sennilega ólöglega Fyrst forvarnarsamtökum og ÁTVR er ekki trúað má benda á orð sýslumanns, en það embætti gefur út leyfi til smásölu áfengis. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir í svari 16. júlí 2021 til ÁTVR „Sýslumaður telur það ekki ósennilegt að sú athöfngerðarþola, sem krafist er lögbanns við, brjóti gegnlögvörðumhagsmunum gerðarbeiðenda.“ Á mannamáli þýðir þetta að netsalan sé ólögleg.Ætlar Gildi að horfa í hina áttina þegar Hagkaup brýtur að öllum líkindum lögvarða hagsmuni ÁTVR? Ætlar stjórnarformaður Gildis að sitja þegjandi undir því og gera siðareglur Gildis þannig að engu? Fjármála- og efnahagsráðherra sýnist staðan ekki í samræmi við lög Þá segir fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem fer með málefni ÁTVR, í Bylgjunniþann 23.maí sl. að honum sýnist að staðan sé ekki í samræmi við lög og láti nú kanna það lögfræðilega í ráðuneytisínu. Ætlar stjórnarformaður Gildis að hundsa þetta? Finnst stjórnarformanni Gildis að sjóðurinnstandi undir siðareglunni um að „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“? Höfundur er formaður IOGT á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Lífeyrissjóðir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Gildi lífeyrissjóður hefur sett sér samskipta- og siðareglur. Þarsegir „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“og„Jafnan skal svara spurningum í samræmi við bestu vitneskju og án nokkurrar tilraunar til þess að villa um fyrirspyrjandaeða afvegaleiða viðkomandi.“ Forvarnarsamtök og ÁTVR telja netsölu áfengis ólöglega Búið er að tilkynna að Hagkaup sem Hagar reka ætli að opna ólöglega netverslun í júní með sölu áfengis til almennings. Í sömu andrá segjaforsvarsmenn Hagkaupaað löggjöfin sé óskýrað sínu matihvað slíka söluáhrærir, en þeir nenni ekki að bíða eftir skýrleika.Því er haldið fram að starfsemi netsalanna sé á gráu svæði.ForvarnarsamtökinSamtökin Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu,Foreldrasamtökin gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum,eru ósammála þvísbr. upplýsingar á heimasíðum samtakanna. Löggjöfin hefur ekki ráðgert að hafa markaðsvæðingu sem grundvöll sölu áfengis, heldur er sérstaklega tekið fram í löggjöfinni að lýðheilsa og samfélagsleg ábyrgð séu grundvöllurinn.ÁTVR segir einnig að netsalan, eins og hún fer nú fram hérlendis, er ólögleg. Um þetta má lesa í skýrum formála forstjóra ÁTVR í ársskýrslunni fyrir 2023.Þá hafa heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra einnig lýst sinni skoðun á þessu. Ekki brot á EES og jafnræði Það er óþolandi að sjá sömu vitleysuna endurtekna sí og æ um meint brot á EES og jafnræði. Kjarni máls er að það er mismunun í því að reka ríkiseinkasölu gagnvart einkarekstri en sú „mismunun“ er málefnaleg og lögleg þar sem hún byggir á lýðheilsu. Þetta er margstaðfest af Evrópudómstólnum. Því er ekkert brot á jafnræði gagnvart erlendum netverslunum um að ræða. Þeim er alveg eins og íslenskum netverslunum óheimilt að vera með starfsemi hér á landi (eða í öðru landi þar sem er ríkiseinkasala). Ef rétt væri að salan væri á gráu svæði, þá eralls ekkiboðlegt að ráðherrar og stjórnsýslan líti fram hjá öfugþróuninni svo árum skipti til að knýja fram breytta stefnu í skjóli afskipta- og ábyrgðarleysis. Slíkt verður að teljast óheiðarleg pólitík, sem þjónkar hagsmunum áfengisiðnarins og fórnar lýðheilsu. Nú er svo komið að Hagar ætla að henda sér á þennan vagnundir merkjum erlends félags, sama hvað. Ágætistjórnarformaður Gildis, samræmist opnun netsölu með áfengi í Hagkaupum siðareglum Gildis? Sýslumaður segir netsöluna sennilega ólöglega Fyrst forvarnarsamtökum og ÁTVR er ekki trúað má benda á orð sýslumanns, en það embætti gefur út leyfi til smásölu áfengis. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir í svari 16. júlí 2021 til ÁTVR „Sýslumaður telur það ekki ósennilegt að sú athöfngerðarþola, sem krafist er lögbanns við, brjóti gegnlögvörðumhagsmunum gerðarbeiðenda.“ Á mannamáli þýðir þetta að netsalan sé ólögleg.Ætlar Gildi að horfa í hina áttina þegar Hagkaup brýtur að öllum líkindum lögvarða hagsmuni ÁTVR? Ætlar stjórnarformaður Gildis að sitja þegjandi undir því og gera siðareglur Gildis þannig að engu? Fjármála- og efnahagsráðherra sýnist staðan ekki í samræmi við lög Þá segir fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem fer með málefni ÁTVR, í Bylgjunniþann 23.maí sl. að honum sýnist að staðan sé ekki í samræmi við lög og láti nú kanna það lögfræðilega í ráðuneytisínu. Ætlar stjórnarformaður Gildis að hundsa þetta? Finnst stjórnarformanni Gildis að sjóðurinnstandi undir siðareglunni um að „Virðing er borin fyrir markmiðum og tilgangi laga og í starfsemi sjóðsins er ekki reynt að þræða markalínur þess sem er löglegt.“? Höfundur er formaður IOGT á Íslandi.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun