Hátt verð fæli ferðamanninn frá Íslandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. maí 2024 16:39 Ferðamenn á Suðurlandsbraut velta fyrir sér hvert skuli halda. Vísir/vilhelm Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif. Undirbúningur stendur nú sem hæst hjá ferðaþjónustunni fyrir sumarið. Kristófer Oliversson formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir fyrir minna hafa verið bókað undanfarið hjá hótelum og gististöðum en áður. „Það eru kannski örlitlar blikur á lofti hjá hótelum og gististöðum en við teljum að rætist úr því. Það er mikið framboð af flugi og það er að rætast úr maí á suðvesturhorninu og Suðurlandinu. Apríl var óneitanlega heldur dræmari en hefur verið og kannski er sumarið að fara eitthvað rólegra af stað,“ segir Kristófer. Fólkið komi með flugi og þar vanti ekki framboðið. Kristófer er ekki með nákvæmar tölur um bókanir. „Það eru engar risasveiflur. Ísland er orðið mjög dýrt, við getum ekki horft fram hjá því. Við erum í samkeppni við önnur lönd sem hefur ekki hækkað eins mikið hjá. Eins og hótelin, þetta er mjög fjármagnsþung grein. Við finnum vel fyrir ástandinu. Þetta eru gríðarlega dýrar fasteignir og fjármagnsþungar svo vextirnir hafa gríðarleg áhrif á okkar afkomu,“ segir Kristófer. „Það sem skiptir okkur mestu máli er ástandið í viðskiptalöndunum. Er fólk að ferðast? Þegar það fer að taka ákvörðun, hvernig er ástandið hér á Íslandi. Eru há verð eða lág verð? Fyrir fjölda gesta skiptir engu máli fyrir fólk í Mið-Evrópu hvort það fer til Noregs, Finnlands eða Íslands. Það fer á norðurslóðir. Þetta er alltaf okkar barátta að halda okkar sérstöðu og vera eftirsóknarverð.“ Þá segir hann jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa haft töluverð áhrif á ferðaþjónustuna. „Lokun Bláa lónsins og opnun sitt á hvað í ljósi þessara jarðhræringa hefur haft veruleg áhrif nú í vetur. Við fundum fyrir því strax 11. nóvember að það stöðvuðust allar bókanir og hægðist á öllu saman. Við vorum að vona að það væri að róast yfir því en við sjáum hvar næsta eldgos kemur upp.“ Ferðamennska á Íslandi Verðlag Hótel á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Undirbúningur stendur nú sem hæst hjá ferðaþjónustunni fyrir sumarið. Kristófer Oliversson formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir fyrir minna hafa verið bókað undanfarið hjá hótelum og gististöðum en áður. „Það eru kannski örlitlar blikur á lofti hjá hótelum og gististöðum en við teljum að rætist úr því. Það er mikið framboð af flugi og það er að rætast úr maí á suðvesturhorninu og Suðurlandinu. Apríl var óneitanlega heldur dræmari en hefur verið og kannski er sumarið að fara eitthvað rólegra af stað,“ segir Kristófer. Fólkið komi með flugi og þar vanti ekki framboðið. Kristófer er ekki með nákvæmar tölur um bókanir. „Það eru engar risasveiflur. Ísland er orðið mjög dýrt, við getum ekki horft fram hjá því. Við erum í samkeppni við önnur lönd sem hefur ekki hækkað eins mikið hjá. Eins og hótelin, þetta er mjög fjármagnsþung grein. Við finnum vel fyrir ástandinu. Þetta eru gríðarlega dýrar fasteignir og fjármagnsþungar svo vextirnir hafa gríðarleg áhrif á okkar afkomu,“ segir Kristófer. „Það sem skiptir okkur mestu máli er ástandið í viðskiptalöndunum. Er fólk að ferðast? Þegar það fer að taka ákvörðun, hvernig er ástandið hér á Íslandi. Eru há verð eða lág verð? Fyrir fjölda gesta skiptir engu máli fyrir fólk í Mið-Evrópu hvort það fer til Noregs, Finnlands eða Íslands. Það fer á norðurslóðir. Þetta er alltaf okkar barátta að halda okkar sérstöðu og vera eftirsóknarverð.“ Þá segir hann jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa haft töluverð áhrif á ferðaþjónustuna. „Lokun Bláa lónsins og opnun sitt á hvað í ljósi þessara jarðhræringa hefur haft veruleg áhrif nú í vetur. Við fundum fyrir því strax 11. nóvember að það stöðvuðust allar bókanir og hægðist á öllu saman. Við vorum að vona að það væri að róast yfir því en við sjáum hvar næsta eldgos kemur upp.“
Ferðamennska á Íslandi Verðlag Hótel á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira