Eignast Securitas að fullu Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2024 14:43 Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir er stjórnarformaður Vara eignarhaldsfélags og forstjóri Stekks fjárfestingarfélags. Aðsend Framtakssjóðurinn Edda og Vari eignarhaldsfélag hafa undirritað kaupsamning um kaup Vara á 40 prósenta hlut í Securitas. Eftir að viðskiptin eru frágengin mun Vari eiga Securitas að fullu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stekk fjárfestingafélagi, en Vari verður í 95 prósenta eigu Stekks, sem hefur verið hluthafi í Securitas til fjórtán ára. Stekkur er alfarið í eigu Kristins Aðalsteinssonar. Í tilkynningunni kemur fram að kaupsamningurinn sé með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Haft er eftir Guðlaugu Kristbjörgu Kristinsdóttur, stjórnarformanni Vara eignarhaldsfélags og forstjóra Stekks, að hún vilji þakka Margit Robertet og Kviku eignastýringu, rekstraraðila Eddu, innilega fyrir samstarfið undanfarin síðasta áratuginn. „Framtakssjóðurinn hefur verið góður samstarfsaðili í þessu verkefni. Viðskiptin nú marka stór tímamót hjá Stekk og erum við ótrúlega spennt að halda áfram að uppbyggingu Securitas og efla þjónustu til okkar viðskiptavina. Ég hef setið í stjórn félagins í 14 ár og er virkilega spennt fyrir komandi tímum.“ Fram kemur að Stekkur sé fjölskyldueignarhaldsfélag sem ætli sér að fjárfesta áfram í íslensku viðskiptalífi. „Fá fyrirtæki eru jafn góður fjárfestingarkostur og Securitas og sjáum við því fram á að halda áfram sem hluthafar til lengri tíma. Þegar langtímahugsjónir ráða för í fyrirtæki er aðaláhersla á að reka félagið vel og að hlúa að mikilvægum viðskiptasamböndum og fjárfesta til framtíðar.“ Þá er haft eftir Margit Robertet, framkvæmdastjóra Eddu og sem hefur verið fulltrúi sjóðsins í stjórn Securitas frá árinu 2016, að eftir langt og farsælt samstarf með Stekk um fjárfestinguna í Securitas hafi Edda samþykkt tilboð Stekks um kaup á 40 prósenta hlut sjóðsins í félaginu. „Það er með nokkrum trega sem við hverfum á braut enda Securitas gríðarlega flott félag með ýmis áhugaverð tækifæri til frekari vaxtar en yfir fjárfestingartímabilið hefur félagið tvöfaldað tekjur sínar og þrefaldað rekstrarhagnað fyrir afskriftir og skatta. Fyrir hönd Eddu þá vil ég þakka Guðlaugu Kristinsdóttur og Stekk fyrir gott samstarf og óska þeim alls hins besta á þessum tímamótum.“ Edda slhf. er 5 milljarða framtakssjóður í rekstri Kviku eignastýringar sem stofnaður var 2013. Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stekk fjárfestingafélagi, en Vari verður í 95 prósenta eigu Stekks, sem hefur verið hluthafi í Securitas til fjórtán ára. Stekkur er alfarið í eigu Kristins Aðalsteinssonar. Í tilkynningunni kemur fram að kaupsamningurinn sé með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Haft er eftir Guðlaugu Kristbjörgu Kristinsdóttur, stjórnarformanni Vara eignarhaldsfélags og forstjóra Stekks, að hún vilji þakka Margit Robertet og Kviku eignastýringu, rekstraraðila Eddu, innilega fyrir samstarfið undanfarin síðasta áratuginn. „Framtakssjóðurinn hefur verið góður samstarfsaðili í þessu verkefni. Viðskiptin nú marka stór tímamót hjá Stekk og erum við ótrúlega spennt að halda áfram að uppbyggingu Securitas og efla þjónustu til okkar viðskiptavina. Ég hef setið í stjórn félagins í 14 ár og er virkilega spennt fyrir komandi tímum.“ Fram kemur að Stekkur sé fjölskyldueignarhaldsfélag sem ætli sér að fjárfesta áfram í íslensku viðskiptalífi. „Fá fyrirtæki eru jafn góður fjárfestingarkostur og Securitas og sjáum við því fram á að halda áfram sem hluthafar til lengri tíma. Þegar langtímahugsjónir ráða för í fyrirtæki er aðaláhersla á að reka félagið vel og að hlúa að mikilvægum viðskiptasamböndum og fjárfesta til framtíðar.“ Þá er haft eftir Margit Robertet, framkvæmdastjóra Eddu og sem hefur verið fulltrúi sjóðsins í stjórn Securitas frá árinu 2016, að eftir langt og farsælt samstarf með Stekk um fjárfestinguna í Securitas hafi Edda samþykkt tilboð Stekks um kaup á 40 prósenta hlut sjóðsins í félaginu. „Það er með nokkrum trega sem við hverfum á braut enda Securitas gríðarlega flott félag með ýmis áhugaverð tækifæri til frekari vaxtar en yfir fjárfestingartímabilið hefur félagið tvöfaldað tekjur sínar og þrefaldað rekstrarhagnað fyrir afskriftir og skatta. Fyrir hönd Eddu þá vil ég þakka Guðlaugu Kristinsdóttur og Stekk fyrir gott samstarf og óska þeim alls hins besta á þessum tímamótum.“ Edda slhf. er 5 milljarða framtakssjóður í rekstri Kviku eignastýringar sem stofnaður var 2013.
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira