Mesta kvika frá því að kvikugangurinn myndaðist Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2024 18:06 Frá Svartsengi þar sem kvikusöfnun heldur áfram á stöðugum hraða. Vísir/Arnar Kvikusöfnun heldur stöðugt áfram undir Svartsengi og er nú magn kviku það mesta frá því áður en kvikugangur myndaðist 10. nóvember. Haldi kvikusöfnunin áfram án kvikuhlaups eða eldgoss segir Veðurstofan að huga þurfi að fleiri sviðsmyndum um framhaldið. Grindavík var rýmd eftir að fimmtán kílómetra langur kvikugangur myndaðist 10. nóvember. Þá er talið að um áttatíu milljón rúmmetrar af kviku hafi farið úr kvikuhólfi. Kvikusöfnun hefur haldið áfram óslitið síðan þá. Að minnsta kosti fimm kvikuhlaup hafa orðið frá Svartsengi yfir í Sundhnúkagígaröðina en fjögur þeirra enduðu með eldgosi. Heildarmagn kviku í hólfinu undir Svartsengi er nú það mesta frá því að kvikugangurinn myndaðist, að því er kemur fram í stöðuuppfærslu á vefsíðu Veðurstofunnar. Alls hafa um sextán milljón rúmmetrar kviku bæst við kvikuhólfið undir Svartsengi frá 16. mars þegar síðasta gos hófst. Þetta er lengsta lota kvikusöfnunar frá því að atburðarásin við Grindavík hófst í október. Eftir því sem lengra líður án þess að nýtt kvikuhlaup verði í Sundhnúkagígaröðina aukast líkur á að kvika leiti á önnur svæði þar sem jarðskorpan er veik fyrir. Líklegast þykir að kvika hlaupi aftur úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Nokkur óvissa er sögð um hvenær nægilegum þrýstingi verður náð til þess að koma af stað nýju kvikuhlapi og að kvika nái til yfirborðs. Ólíklegri sviðsmynd er svæðið sunnan fjallsins Þorbjarnar í stóra sigdalnum við Grindavík. Smáskjálftavirkni síðustu daga og vikna hefur meðal annars verið þar. Veðurstofan segir að þar séu veikleikar í jarðskorpunni sem kvika gæti nýtt sér til að ná til yfirborðs. Ætlunin er að safna og vinna úr gögnum næstu daga til að varpa frekara ljósi á þennan möguleika. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kvikusöfnunin áfram stöðug Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur áfram haldist stöðug og eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á næstu dögum. Líklegast er að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og er fyrirvari á eldgosi gæti orðið mjög stuttur 16. maí 2024 11:23 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira
Grindavík var rýmd eftir að fimmtán kílómetra langur kvikugangur myndaðist 10. nóvember. Þá er talið að um áttatíu milljón rúmmetrar af kviku hafi farið úr kvikuhólfi. Kvikusöfnun hefur haldið áfram óslitið síðan þá. Að minnsta kosti fimm kvikuhlaup hafa orðið frá Svartsengi yfir í Sundhnúkagígaröðina en fjögur þeirra enduðu með eldgosi. Heildarmagn kviku í hólfinu undir Svartsengi er nú það mesta frá því að kvikugangurinn myndaðist, að því er kemur fram í stöðuuppfærslu á vefsíðu Veðurstofunnar. Alls hafa um sextán milljón rúmmetrar kviku bæst við kvikuhólfið undir Svartsengi frá 16. mars þegar síðasta gos hófst. Þetta er lengsta lota kvikusöfnunar frá því að atburðarásin við Grindavík hófst í október. Eftir því sem lengra líður án þess að nýtt kvikuhlaup verði í Sundhnúkagígaröðina aukast líkur á að kvika leiti á önnur svæði þar sem jarðskorpan er veik fyrir. Líklegast þykir að kvika hlaupi aftur úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Nokkur óvissa er sögð um hvenær nægilegum þrýstingi verður náð til þess að koma af stað nýju kvikuhlapi og að kvika nái til yfirborðs. Ólíklegri sviðsmynd er svæðið sunnan fjallsins Þorbjarnar í stóra sigdalnum við Grindavík. Smáskjálftavirkni síðustu daga og vikna hefur meðal annars verið þar. Veðurstofan segir að þar séu veikleikar í jarðskorpunni sem kvika gæti nýtt sér til að ná til yfirborðs. Ætlunin er að safna og vinna úr gögnum næstu daga til að varpa frekara ljósi á þennan möguleika.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kvikusöfnunin áfram stöðug Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur áfram haldist stöðug og eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á næstu dögum. Líklegast er að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og er fyrirvari á eldgosi gæti orðið mjög stuttur 16. maí 2024 11:23 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira
Kvikusöfnunin áfram stöðug Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur áfram haldist stöðug og eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á næstu dögum. Líklegast er að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og er fyrirvari á eldgosi gæti orðið mjög stuttur 16. maí 2024 11:23