Fordæma brottvísun mansalsþolenda og vilja nýja stefnu Lovísa Arnardóttir skrifar 17. maí 2024 11:59 Anna Lúðvíksdóttir, til vinstri, er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty og Guðrún Hafsteinsdótttir, til hægri, er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm og Einar Íslandsdeild Amnesty International fordæmir brottvísanir íslenskra stjórnvalda á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem eru mansalsþolendur og hvetur stjórnvöld til að endurskoða stefnu sína er varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru þolendur mansals. Vinna er hafin í dómsmálaráðuneytinu við nýja aðgerðaráætlun um mansal. Í yfirlýsingu frá Íslandsdeild Amnesty segir að þau harmi „þá ómannúðlegu og vanvirðandi meðferð stjórnvalda á þeim viðkvæma og sérstaka hópi umsækjenda sem sviptur var frelsi sínu og þvingaður var úr landi aðfaranótt 14. maí síðastliðinn“. Um er að ræða þrjár nígerískar konur sem allar höfðu lýst því að vera þolendur mansals. Konunum var flogið til Frankfurt þar sem þær sameinuðust stærri aðgerð á vegum Frontex og var flogið þaðan til Lagos í Nígeríu. Íslandsdeild Amnesty hvetur yfirvöld í yfirlýsingu sinni til að endurskoða „harðneskjulega stefnu sína varðandi brottvísanir þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu, sbr. Mansalsfórnarlömb“. Þá kalla samtökin eftir því að stjórnvöld uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem þau gengust sjálf undir með því að fullgilda alþjóðlega samninga eins og Istanbúlsamninginn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, Evrópuráðssamninginn um aðgerðir gegn mansali, Kvennasamning Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindasáttmála Evrópu. Í þessum samningum sé skýrt kveðið á um að aðildarríki skuli gera „nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að konur sem verða fyrir ofbeldi og þarfnast verndar skuli, óháð stöðu þeirra eða búsetu, ekki undir neinum kringumstæðum vera sendar úr landi til nokkurs lands þar sem líf þeirra kann að vera í hættu eða þar sem þær gætu átt á hættu að sæta pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.“ Vinna að nýrri aðgerðaáætlun hafin Á Íslandi er í gildi aðgerðaráætlun um mansal frá árinu 2019. Í áætluninni er ekki minnst á hælisleitendur eða umsækjendur um alþjóðlega vernd en nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA, sem kom út í október á síðasta ári, kom fram að íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þá sagði einnig að meiri áherslu ætti að leggja á að bera kennsl á mögulega þolendur mansals í hópi hælisleitenda og tryggja að einstaklingum í slíkri stöðu væri ekki vísað aftur til landa þar sem þau ættu á hættu að verða þolendur mansals á ný. Dómsmálaráðherra sagði eftir að úttektin var birt að það ætti að hefja undirbúning að nýrri aðgerðaáætlun. Samkvæmt svörum frá dómsmálaráðuneytinu var í febrúar á þessu ári settur á laggirnar nýr stýrihópur innan stjórnarráðsins. Auk dómsmálaráðuneytis eiga sæti í hópnum fulltrúar frá forsætisráðuneyti, mennta- og barnamálaráðuneyti og félags- og vinnumálaráðuneyti. „Vinna við nýja aðgerðaráætlunina er hafin og minnisblað hefur verið lagt fyrir ráðherra um það hvernig ætlunin er að vinna verkefnið áfram,“ segir í svari ráðuneytisins. Mansal Félagasamtök Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mannréttindi Jafnréttismál Nígería Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. 14. maí 2024 20:58 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Íslandsdeild Amnesty segir að þau harmi „þá ómannúðlegu og vanvirðandi meðferð stjórnvalda á þeim viðkvæma og sérstaka hópi umsækjenda sem sviptur var frelsi sínu og þvingaður var úr landi aðfaranótt 14. maí síðastliðinn“. Um er að ræða þrjár nígerískar konur sem allar höfðu lýst því að vera þolendur mansals. Konunum var flogið til Frankfurt þar sem þær sameinuðust stærri aðgerð á vegum Frontex og var flogið þaðan til Lagos í Nígeríu. Íslandsdeild Amnesty hvetur yfirvöld í yfirlýsingu sinni til að endurskoða „harðneskjulega stefnu sína varðandi brottvísanir þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu, sbr. Mansalsfórnarlömb“. Þá kalla samtökin eftir því að stjórnvöld uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem þau gengust sjálf undir með því að fullgilda alþjóðlega samninga eins og Istanbúlsamninginn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, Evrópuráðssamninginn um aðgerðir gegn mansali, Kvennasamning Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindasáttmála Evrópu. Í þessum samningum sé skýrt kveðið á um að aðildarríki skuli gera „nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að konur sem verða fyrir ofbeldi og þarfnast verndar skuli, óháð stöðu þeirra eða búsetu, ekki undir neinum kringumstæðum vera sendar úr landi til nokkurs lands þar sem líf þeirra kann að vera í hættu eða þar sem þær gætu átt á hættu að sæta pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.“ Vinna að nýrri aðgerðaáætlun hafin Á Íslandi er í gildi aðgerðaráætlun um mansal frá árinu 2019. Í áætluninni er ekki minnst á hælisleitendur eða umsækjendur um alþjóðlega vernd en nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA, sem kom út í október á síðasta ári, kom fram að íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þá sagði einnig að meiri áherslu ætti að leggja á að bera kennsl á mögulega þolendur mansals í hópi hælisleitenda og tryggja að einstaklingum í slíkri stöðu væri ekki vísað aftur til landa þar sem þau ættu á hættu að verða þolendur mansals á ný. Dómsmálaráðherra sagði eftir að úttektin var birt að það ætti að hefja undirbúning að nýrri aðgerðaáætlun. Samkvæmt svörum frá dómsmálaráðuneytinu var í febrúar á þessu ári settur á laggirnar nýr stýrihópur innan stjórnarráðsins. Auk dómsmálaráðuneytis eiga sæti í hópnum fulltrúar frá forsætisráðuneyti, mennta- og barnamálaráðuneyti og félags- og vinnumálaráðuneyti. „Vinna við nýja aðgerðaráætlunina er hafin og minnisblað hefur verið lagt fyrir ráðherra um það hvernig ætlunin er að vinna verkefnið áfram,“ segir í svari ráðuneytisins.
Mansal Félagasamtök Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mannréttindi Jafnréttismál Nígería Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. 14. maí 2024 20:58 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. 14. maí 2024 20:58
Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26