„Svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar til að klára“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. maí 2024 22:54 Rúnar var með hattinn en komst ekki í stuð að þessu sinni Vísir/Snædís Bára Sjaldan eða aldrei hefur þjálfari mætt í viðtal jafn augljóslega brjálaður yfir úrslitum leiks og Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í kvöld, en hans konur máttu þola tap í Keflavík 94-91 eftir tvíframlengdan leik. „Ég er bara brjálaður. Það sem að við erum að gera gengur upp lengstan tíma leiksins. Mér fannst við ekki góðar sóknarlega. En við erum samt sem áður í forystu. Vorum ekki að hita vel fyrir utan en svo erum við að finna svör. Erum að halda þeim í erfiðum skotum og frákasta vel.“ „Við erum með leikinn bara alveg í höndunum en svo bara vantaði töffaraskapinn undir lokinn. Þetta eru lokaúrslit og það er ekkert sem okkur á að langa meira. Mér fannst vanta líf og að ég sæi það í augunum á fólki að það sé tilbúið. Ekki bara vera „enginn heima“ einhvern veginn. Ég bara get ekki sætt mig við að við séum hérna og ekki að leggja allt á gólfið og það fyrr í leiknum.“ Njarðvíkingar komu sér í kjörstöðu til að gera út um leikinn í þriðja leikhluta en náðu ekki að fylgja eftir góðum kafla. „Mér fannst við geta farið lengra með hann miklu fyrr. Komumst þarna tíu stigum yfir en svo erum við bara að klikka á smáatriðum. Hættum að gera það sem við erum að æfa og tölum um og förum yfir. Hvort það eru þreytumerki eða ekki, ég þarf að skoða það. Það eru læti og ég er að reyna að garga breytingar inn á völlinn en við þurfum líka að lesa leikinn.“ Það var sérstaklega varnarleikurinn sem Rúnar var ósáttur með að fór í handaskolum en Thelma Ágústsdóttir lét þristunum rigna á Njarðvíkinga seinni part leiksins og var oft að fá galopin skot. „Við vitum að þær eru að opna fyrir Thelmu og alltaf stöndum við samt hálfu skrefi fyrir innan hana vitandi það að það er enginn til að skipta því við erum að spila þannig vörn. Þá þarftu að vera klókari. Við erum bara ekki nógu klókar í dag og það svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar að klára svona leik.“ Njarðvíkingar fengu tækifæri til að klára leikinn undir lok venjulegs leiktíma en Selena Lott náði ekki að koma skoti á körfuna og það sama var uppi á tengingnum í lok fyrri framlengingar. Rúnar tók það á sig og ætlar að laga fyrir næsta leik. „Mistökin mín eru, og ég tek það á mig, að setja boltann aftur í hendurnar á henni í lok fyrri framlengingar því hún bara þreytt. Ég tek það á mig og verð tilbúinn með eitthvað annað ef við komum okkur í þessa stöðu aftur. Því mér fannst við bara koma okkur sjálfar í þessa stöðu.“ „Ég er með svona 4-5 atriði í hausnum sérstaklega sem ég þarf að stoppa í strax og taka ákvarðanir og þess vegna er ég hér. Þegar ég verð búinn að taka þær ákvarðarnir þá vinnum við leik tvö og mætum hér til að vinna leik þrjú á miðvikudaginn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
„Ég er bara brjálaður. Það sem að við erum að gera gengur upp lengstan tíma leiksins. Mér fannst við ekki góðar sóknarlega. En við erum samt sem áður í forystu. Vorum ekki að hita vel fyrir utan en svo erum við að finna svör. Erum að halda þeim í erfiðum skotum og frákasta vel.“ „Við erum með leikinn bara alveg í höndunum en svo bara vantaði töffaraskapinn undir lokinn. Þetta eru lokaúrslit og það er ekkert sem okkur á að langa meira. Mér fannst vanta líf og að ég sæi það í augunum á fólki að það sé tilbúið. Ekki bara vera „enginn heima“ einhvern veginn. Ég bara get ekki sætt mig við að við séum hérna og ekki að leggja allt á gólfið og það fyrr í leiknum.“ Njarðvíkingar komu sér í kjörstöðu til að gera út um leikinn í þriðja leikhluta en náðu ekki að fylgja eftir góðum kafla. „Mér fannst við geta farið lengra með hann miklu fyrr. Komumst þarna tíu stigum yfir en svo erum við bara að klikka á smáatriðum. Hættum að gera það sem við erum að æfa og tölum um og förum yfir. Hvort það eru þreytumerki eða ekki, ég þarf að skoða það. Það eru læti og ég er að reyna að garga breytingar inn á völlinn en við þurfum líka að lesa leikinn.“ Það var sérstaklega varnarleikurinn sem Rúnar var ósáttur með að fór í handaskolum en Thelma Ágústsdóttir lét þristunum rigna á Njarðvíkinga seinni part leiksins og var oft að fá galopin skot. „Við vitum að þær eru að opna fyrir Thelmu og alltaf stöndum við samt hálfu skrefi fyrir innan hana vitandi það að það er enginn til að skipta því við erum að spila þannig vörn. Þá þarftu að vera klókari. Við erum bara ekki nógu klókar í dag og það svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar að klára svona leik.“ Njarðvíkingar fengu tækifæri til að klára leikinn undir lok venjulegs leiktíma en Selena Lott náði ekki að koma skoti á körfuna og það sama var uppi á tengingnum í lok fyrri framlengingar. Rúnar tók það á sig og ætlar að laga fyrir næsta leik. „Mistökin mín eru, og ég tek það á mig, að setja boltann aftur í hendurnar á henni í lok fyrri framlengingar því hún bara þreytt. Ég tek það á mig og verð tilbúinn með eitthvað annað ef við komum okkur í þessa stöðu aftur. Því mér fannst við bara koma okkur sjálfar í þessa stöðu.“ „Ég er með svona 4-5 atriði í hausnum sérstaklega sem ég þarf að stoppa í strax og taka ákvarðanir og þess vegna er ég hér. Þegar ég verð búinn að taka þær ákvarðarnir þá vinnum við leik tvö og mætum hér til að vinna leik þrjú á miðvikudaginn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins