Vísbending um að flutningaskip hafi hvolft bátnum Jón Ísak Ragnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. maí 2024 11:42 Eins og sést á stefni flutningaskipsins eru skemmdir sem benda til áreksturs við fiskibátinn. Óskar P. friðriksson Lögreglan rannsakar hvort erlent flutningaskip tengist því að að strandveiðibát hvolfdi norðvestur af Garðskaga í nótt. Manni var bjargað úr sjónum en litlu mátti muna að illa færi. Skemmdir á stefni flutningaskipsins benda til áreksturs. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafi fengið neyðarkall frá strandveiðibáti á þriðja tímanum í nótt, þar sem fram kom að annar bátur væri að sökkva í nágrenninu. Landhelgisgæslan hafi þá kallað út þyrlusveit ásamt sjóbjörgunarsveitum Landsbjargar á Suðurnesjunum, og fiskiskip á svæðinu hafi einnig verið kölluð til, eins og venjan er í svona málum. Báturinn var hálfur á kafi þegar björgunarmenn báru að garðiÁhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein Skömmu seinna barst svo tilkynning frá sama báti að maðurinn væri kominn um borð til þeirra. Hann hefði náð að bjarga honum um borð í sitt strandveiðiskip. „Maðurinn var kaldur, en ómeiddur að öðru leyti. Það var tekin sú ákvörðun að sigla með hann til Sandgerðis og þaðan var hann fluttur til aðhlynningar,“ segir Ásgeir. Flutningaskip hafi mögulega hvolft bátnum Hann segir að þegar ferill strandveiðibátsins hafi verið skoðaður og borinn saman við ferðir annarra skipa á svæðinu, hafi komið í ljós að erlent flutningaskip hafi verið á siglingu á sama stað á sama tíma. Skemmdir á hlið bátsins benda til þess að árekstur hafi orðið við stóra flutningaskipið.Vísir/Margrét Björk „Við tókum þá ákvörðun að beina flutningaskipinu til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem að skýrsla verður tekin af skipstjóranum. Það er að segja við erum að skoða það hvort að flutningaskipið tengist því á einhvern hátt að bátnum hvolfdi.“ Rannsóknin sé í höndum lögreglunnar en fulltrúar frá Landhelgisgæslunni, Samgöngustofu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa séu einnig á leið til Eyja. Hér má sjá stærðina á flutningaskipinu þar sem það lá við höfn í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óskar P. Friðriksson Er þá grunur um að skipið hafi rekist á bátinn? „Það er eitt af því sem þarf að skoða í rannsókninni. Það er bara eitthvað sem rannsóknin þarf að leiða í ljós.“ Hann segir að litlu hefði mátt muna að illa færi. Það hefði verið fyrir snarræði skipstjórans á hinum strandveiðibátnum sem tókst að bjarga manninum hratt og vel, að ekki hefði farið verr. Fréttin var uppfærð klukkan 13:28 með myndum frá Vestmannaeyjum, Fiskifréttir greindu fyrst frá skemmdum á flutningaskipinu. Samgönguslys Suðurnesjabær Sjávarútvegur Sjóslys við Garðskaga 2024 Tengdar fréttir Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafi fengið neyðarkall frá strandveiðibáti á þriðja tímanum í nótt, þar sem fram kom að annar bátur væri að sökkva í nágrenninu. Landhelgisgæslan hafi þá kallað út þyrlusveit ásamt sjóbjörgunarsveitum Landsbjargar á Suðurnesjunum, og fiskiskip á svæðinu hafi einnig verið kölluð til, eins og venjan er í svona málum. Báturinn var hálfur á kafi þegar björgunarmenn báru að garðiÁhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein Skömmu seinna barst svo tilkynning frá sama báti að maðurinn væri kominn um borð til þeirra. Hann hefði náð að bjarga honum um borð í sitt strandveiðiskip. „Maðurinn var kaldur, en ómeiddur að öðru leyti. Það var tekin sú ákvörðun að sigla með hann til Sandgerðis og þaðan var hann fluttur til aðhlynningar,“ segir Ásgeir. Flutningaskip hafi mögulega hvolft bátnum Hann segir að þegar ferill strandveiðibátsins hafi verið skoðaður og borinn saman við ferðir annarra skipa á svæðinu, hafi komið í ljós að erlent flutningaskip hafi verið á siglingu á sama stað á sama tíma. Skemmdir á hlið bátsins benda til þess að árekstur hafi orðið við stóra flutningaskipið.Vísir/Margrét Björk „Við tókum þá ákvörðun að beina flutningaskipinu til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem að skýrsla verður tekin af skipstjóranum. Það er að segja við erum að skoða það hvort að flutningaskipið tengist því á einhvern hátt að bátnum hvolfdi.“ Rannsóknin sé í höndum lögreglunnar en fulltrúar frá Landhelgisgæslunni, Samgöngustofu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa séu einnig á leið til Eyja. Hér má sjá stærðina á flutningaskipinu þar sem það lá við höfn í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óskar P. Friðriksson Er þá grunur um að skipið hafi rekist á bátinn? „Það er eitt af því sem þarf að skoða í rannsókninni. Það er bara eitthvað sem rannsóknin þarf að leiða í ljós.“ Hann segir að litlu hefði mátt muna að illa færi. Það hefði verið fyrir snarræði skipstjórans á hinum strandveiðibátnum sem tókst að bjarga manninum hratt og vel, að ekki hefði farið verr. Fréttin var uppfærð klukkan 13:28 með myndum frá Vestmannaeyjum, Fiskifréttir greindu fyrst frá skemmdum á flutningaskipinu.
Samgönguslys Suðurnesjabær Sjávarútvegur Sjóslys við Garðskaga 2024 Tengdar fréttir Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23