„Rosalega mikilvægt fyrir okkur og samfélagið í Grindavík“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. maí 2024 22:53 Jóhann gat leyft sér að glotta við tönn og hlæja við fót í kvöld Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar troðfylltu Smárann í Kópavogi í kvöld og sáu sína menn valta yfir granna sína úr Keflavík, 112-63. Grindvíkingar því komnir í úrslit Subway-deildar karla sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í Grindavík. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekkert sérstaklega vel, skoruðu aðeins tíu stig á tíu mínútum, en í seinni hálfleik varð fjandinn laus og héldu Grindvíkingum engin bönd. „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af hálfgerðu óðagoti. Það var alltof hátt spennustig og menn voru bara pínu vanstillir. Erum samt alveg inni í leiknum. Ég veit svo sem ekkert hvað gerist hérna í seinni hálfleiknum. Við náttúrulega bara hittum eins og brjálæðingar.“ „Höldum þeim út úr teignum þarna í byrjun þriðja og þá bara brotna þeir hægt og rólega. Dedrick setur náttúrulega einhver fáránleg skot og allt það en bara ótrúlega ánægður með að hafa komist í gegn og markmiðið lifir.“ Endurkoma Grindvíkinga byrjaði þó strax í 2. leikhluta og Kristófer Breki Gylfason lokaði honum með þristi sem kom Grindvíkingum yfir í fyrsta sinn síðan í upphafi leiksins. Var sú karfa einhver vendipunktur fyrir sveifluna í leiknum? „Svona já og nei. Við bara ræddum málin í hálfleik. Við vorum með einhverja ellefu tapaða bolta og klikkuðum úr vítum. Vendipunktur og ekki, ég bara veit það ekki. Ég er bara rosalega ánægður með þetta og þetta er bara rosalega mikilvægt fyrir okkur og fyrir fólkið og samfélagið í Grindavík. Að við fáum að halda samverustundum í Smáranum áfram. Annars hefðum við þurft að hittast í messu á sunnudaginn eða eitthvað sem hefði verið alveg hræðilegt.“ Séra Elínborg verður eflaust ekki glöð að lesa þetta en Jóhann vill að sjálfsögðu frekar spila í úrslitakeppninni á sunnudögum heldur en að mæta í messu. „Þetta er rosalega mikilvægt í stóra samhenginu og maður fann það alveg í byrjun hvað þeir voru of spenntir og alltof hátt uppi. Við ræddum það alveg fyrir leik, hvað væri undir fyrir okkur og fyrir fólkið okkar. Þetta gefur samfélaginu okkar alveg rosalega mikið og var bara „must win“. Stemmingin í Smáranum var rosaleg í kvöld og fullt út úr dyrum. „Grindavík er alltaf Grindavík í Smáranum“ hafa gárungarnir grínast með á samfélagsmiðlum eftir úrslit kvöldsins og Jóhann sendi Blikum góðar kveðjur fyrir þeirra hlut í þessari vegferð. „Smárinn, aftur bara, hvílíkt hús til að halda svona viðburð og bara endalaust þakklæti til Blika fyrir að hýsa okkur.“ Grindvíkingar troðfylltu Smárann í kvöld, eins og reyndar alla þessa úrslitakeppniVísir/Hulda Margrét Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekkert sérstaklega vel, skoruðu aðeins tíu stig á tíu mínútum, en í seinni hálfleik varð fjandinn laus og héldu Grindvíkingum engin bönd. „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af hálfgerðu óðagoti. Það var alltof hátt spennustig og menn voru bara pínu vanstillir. Erum samt alveg inni í leiknum. Ég veit svo sem ekkert hvað gerist hérna í seinni hálfleiknum. Við náttúrulega bara hittum eins og brjálæðingar.“ „Höldum þeim út úr teignum þarna í byrjun þriðja og þá bara brotna þeir hægt og rólega. Dedrick setur náttúrulega einhver fáránleg skot og allt það en bara ótrúlega ánægður með að hafa komist í gegn og markmiðið lifir.“ Endurkoma Grindvíkinga byrjaði þó strax í 2. leikhluta og Kristófer Breki Gylfason lokaði honum með þristi sem kom Grindvíkingum yfir í fyrsta sinn síðan í upphafi leiksins. Var sú karfa einhver vendipunktur fyrir sveifluna í leiknum? „Svona já og nei. Við bara ræddum málin í hálfleik. Við vorum með einhverja ellefu tapaða bolta og klikkuðum úr vítum. Vendipunktur og ekki, ég bara veit það ekki. Ég er bara rosalega ánægður með þetta og þetta er bara rosalega mikilvægt fyrir okkur og fyrir fólkið og samfélagið í Grindavík. Að við fáum að halda samverustundum í Smáranum áfram. Annars hefðum við þurft að hittast í messu á sunnudaginn eða eitthvað sem hefði verið alveg hræðilegt.“ Séra Elínborg verður eflaust ekki glöð að lesa þetta en Jóhann vill að sjálfsögðu frekar spila í úrslitakeppninni á sunnudögum heldur en að mæta í messu. „Þetta er rosalega mikilvægt í stóra samhenginu og maður fann það alveg í byrjun hvað þeir voru of spenntir og alltof hátt uppi. Við ræddum það alveg fyrir leik, hvað væri undir fyrir okkur og fyrir fólkið okkar. Þetta gefur samfélaginu okkar alveg rosalega mikið og var bara „must win“. Stemmingin í Smáranum var rosaleg í kvöld og fullt út úr dyrum. „Grindavík er alltaf Grindavík í Smáranum“ hafa gárungarnir grínast með á samfélagsmiðlum eftir úrslit kvöldsins og Jóhann sendi Blikum góðar kveðjur fyrir þeirra hlut í þessari vegferð. „Smárinn, aftur bara, hvílíkt hús til að halda svona viðburð og bara endalaust þakklæti til Blika fyrir að hýsa okkur.“ Grindvíkingar troðfylltu Smárann í kvöld, eins og reyndar alla þessa úrslitakeppniVísir/Hulda Margrét
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum