Kristófer Acox: „Fokkin passion“ Árni Jóhannsson skrifar 14. maí 2024 22:22 Kristófer Acox gargar af gleði Vísir / Anton Brink Kristófer Acox var skiljanlega mjög sáttur það að vera kominn í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Hann átti svakalegt sóknarfráköst í lok leiksins sem hafði mikil áhrif í því að Valur vann á endanum þriggja stiga sigur, 85-82, eftir að gestirnir virtust með unninn leik í höndunum í 4. leikhluta. Kristófer Acox var rifinn út úr stemningunni eins og hann komst sjálfur að orði í viðtal við Andra Má Eggertsson sem spurði hann hvernig í ósköpunum hann væri búinn að drösla þessu laskaða Valsliði í úrslit þetta árið. „Fokkin passion,“ sagði Kristófer og þurfti að taka smá stund til að taka allt saman inn. „Eftir allt sem viðerum búin að ganga í gegnum þá er ég svo ótrúlega stoltur af þessu liði. Við töluðum um það að við værum komnir svona langt fyrir leik og afhverju ættum við að hætta núna.“ Valsmenn voru 11 stigum undir þegar um fimm mínútur voru eftir og tekið var leikhlé. Hann var spurður að því hvað hafi gerst svo? „Þú sagðir það. Það voru fimm mínútur eftir og það er svo rosalega mikill tími í körfuboltaleik. Við ákváðum að loksins spila, afsakið orðbragðið, einhverja fokkin vörn. Komum okkur saman og þetta er það sem góð lið gera. Þetta er það sem Íslandsmeistaraefni gera, við náðum að líma saman vörnina síðustu mínúturnar.“ Kristófer eins og áður sagði náði rosalega stóru sóknarfrákasti þegar fáar sekúndur voru eftir. Hann var beðinn að lýsa því. „Kiddi er búinn að bjarga mér svo oft í vetur að ég ákvað að redda honum svona einu sinni. Hann er okkar öruggasta og besta vítaskytta og það er langbest að hafa hann á línunni. Það kom reyndar á óvart að hann hafi klikkað á báðum. Það kom held ég Njarðvíkingum líka á óvart þannig að það steig hann enginn út og svo bjargaði hann okkur hérna í lokin.“ „Ég er hrikalega þakklátur fyrir að geta komið og þriðja árið í röð verið í úrslitum um þennan fallega titil“, sagði Kristófer alveg að lokum áður en hann hljóp og fagnaði með liðinu sínu. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrstlit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31 Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Sjá meira
Kristófer Acox var rifinn út úr stemningunni eins og hann komst sjálfur að orði í viðtal við Andra Má Eggertsson sem spurði hann hvernig í ósköpunum hann væri búinn að drösla þessu laskaða Valsliði í úrslit þetta árið. „Fokkin passion,“ sagði Kristófer og þurfti að taka smá stund til að taka allt saman inn. „Eftir allt sem viðerum búin að ganga í gegnum þá er ég svo ótrúlega stoltur af þessu liði. Við töluðum um það að við værum komnir svona langt fyrir leik og afhverju ættum við að hætta núna.“ Valsmenn voru 11 stigum undir þegar um fimm mínútur voru eftir og tekið var leikhlé. Hann var spurður að því hvað hafi gerst svo? „Þú sagðir það. Það voru fimm mínútur eftir og það er svo rosalega mikill tími í körfuboltaleik. Við ákváðum að loksins spila, afsakið orðbragðið, einhverja fokkin vörn. Komum okkur saman og þetta er það sem góð lið gera. Þetta er það sem Íslandsmeistaraefni gera, við náðum að líma saman vörnina síðustu mínúturnar.“ Kristófer eins og áður sagði náði rosalega stóru sóknarfrákasti þegar fáar sekúndur voru eftir. Hann var beðinn að lýsa því. „Kiddi er búinn að bjarga mér svo oft í vetur að ég ákvað að redda honum svona einu sinni. Hann er okkar öruggasta og besta vítaskytta og það er langbest að hafa hann á línunni. Það kom reyndar á óvart að hann hafi klikkað á báðum. Það kom held ég Njarðvíkingum líka á óvart þannig að það steig hann enginn út og svo bjargaði hann okkur hérna í lokin.“ „Ég er hrikalega þakklátur fyrir að geta komið og þriðja árið í röð verið í úrslitum um þennan fallega titil“, sagði Kristófer alveg að lokum áður en hann hljóp og fagnaði með liðinu sínu.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrstlit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31 Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Sjá meira
Leik lokið: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrstlit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31