Magnús eignast Latabæ á nýjan leik Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2024 12:53 Um þrjátíu ár eru frá því að Magnús Scheving skapaði Latabæ. Aðsend Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan. Frá þessu segir í tilkynningu. Þar segir að árið 2011 hafi Turner-samsteypan keypt LazyTown og sett þá inn pöntun fyrir tuttugu og sex nýja sjónvarpsþætti. Framleiðslan kostaði á þeim tíma yfir 25 milljónir dollara. „Framleiðsla nýju þáttanna var unnin í Studio Lazytown í Garðabænum, líkt og allir sjónvarpsþættir Lazytown, þar á undan. Við það jókst eignasafn Lazytown í 97 hálftíma sjónvarpsþætti fyrir börn og voru á þessum tíma sýndir í 170 löndum og náðu til 500 milljónir heimila. LazyTown er enn í dag eitt þekkasta vörumerki Íslands og var gríðarlega vinsælt í sjónvarpi úti um allan heim. Þættirnir slógu áhorfsmet í Bandaríkjunum, Þýskalandi, á Englandi og Spáni og víðsvegar í Suður Ameríku og Ástralíu. Einnig unnu þeir til fjölda verðlauna og hlutu meðal annars hin virtu BAFTA sjónvarpsverðlaun. LazyTown er 30 ára á þessu ári og verður haldið upp á tímamótin en vörumerkið var mikil lyftistöng fyrir íslenskan sjónvarps- og kvikmyndaiðnað á sínum tíma. Skapaði það hundruði starfa í þau 26 ár sem fyrirtækið starfaði hér á landi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Magnúsi að það sé mikill heiður að tryggja kaupin á LazyTown og ljúft fyrir sig að ná „barninu sínu“ aftur heim. „Ekki síður er mikið gleðiefni að geta lagt sitt af mörkum til að stuðla að bættri heilsu barna enn á ný um heim allan. Þau börn sem ólust upp við að horfa á LazyTown eru núna að verða foreldrar og þekkja hvað LazyTown stendur fyrir og í því liggja mikil tækifæri.“ Bíó og sjónvarp Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu. Þar segir að árið 2011 hafi Turner-samsteypan keypt LazyTown og sett þá inn pöntun fyrir tuttugu og sex nýja sjónvarpsþætti. Framleiðslan kostaði á þeim tíma yfir 25 milljónir dollara. „Framleiðsla nýju þáttanna var unnin í Studio Lazytown í Garðabænum, líkt og allir sjónvarpsþættir Lazytown, þar á undan. Við það jókst eignasafn Lazytown í 97 hálftíma sjónvarpsþætti fyrir börn og voru á þessum tíma sýndir í 170 löndum og náðu til 500 milljónir heimila. LazyTown er enn í dag eitt þekkasta vörumerki Íslands og var gríðarlega vinsælt í sjónvarpi úti um allan heim. Þættirnir slógu áhorfsmet í Bandaríkjunum, Þýskalandi, á Englandi og Spáni og víðsvegar í Suður Ameríku og Ástralíu. Einnig unnu þeir til fjölda verðlauna og hlutu meðal annars hin virtu BAFTA sjónvarpsverðlaun. LazyTown er 30 ára á þessu ári og verður haldið upp á tímamótin en vörumerkið var mikil lyftistöng fyrir íslenskan sjónvarps- og kvikmyndaiðnað á sínum tíma. Skapaði það hundruði starfa í þau 26 ár sem fyrirtækið starfaði hér á landi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Magnúsi að það sé mikill heiður að tryggja kaupin á LazyTown og ljúft fyrir sig að ná „barninu sínu“ aftur heim. „Ekki síður er mikið gleðiefni að geta lagt sitt af mörkum til að stuðla að bættri heilsu barna enn á ný um heim allan. Þau börn sem ólust upp við að horfa á LazyTown eru núna að verða foreldrar og þekkja hvað LazyTown stendur fyrir og í því liggja mikil tækifæri.“
Bíó og sjónvarp Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira