„Við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. maí 2024 21:45 Sverrir Þór Sverrisson er þjálfari Keflavíkur Vísir/Hulda Margrét Sverri Þór Sverrissyni, þjálfara Keflavíkur, var auðsýnilega mjög létt í leikslok þegar Keflavík lagði Stjörnu í oddaleik í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna, lokatölur í Keflavík 81-76. „Ég er himinlifandi bara að vinna. Þetta er ótrúlegt lið sem við vorum að spila við! Það sem þær leggja sig fram. Þetta er baráttulið upp á tíu. Auðvitað áttum við fyrirfram að vera líklegri og höfum unnið þær „þægilega“ í endann en samt haft að þurfa fyrir því. Svo kom bara í ljós í fyrstu tveimur leikjunum að við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna.“ „Sverrir viðurkenndi að öll pressan hefði verið á honum konum og það væri léttir að hafa staðist hana. Ég er bara hrikalega ánægður með liðið mitt að þola þessa pressu og fara í gegnum oddaleik þar sem öll pressan var á okkur. Stjarnan er löngu orðin sigurvegari. Það hefði náttúrulega verið rosalegt afrek hjá þeim að henda okkur út. Ég er bara himinlifandi með þetta.“ Stjörnukonur spiluðu glimdrandi vel framan af leik og náðu muninn upp í ellefu stig undir lok hálfleiksins. Sverrir sagði að það hefði ekki farið um hann skjálfti en hann hefði verið áhyggjufullur yfir því hvernig hans konur voru að spila. „Ég segi ekki skjálfti en ég fór bara að hugsa, ætlum við að gefa þetta bara? Bara strax í fyrri hálfleik. En liðið sýndi mikinn styrk og karakter og við gerðum þetta svakalega vel þegar leið á leikinn.“ Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í seinni hálfleik og það virtist skila þeim góðum árangri en Stjarnan skoraði aðeins 29 samanlagt í seinni hálfleik. „Það gekk bara mjög vel. Mér fannst tengingin á milli þeirra þá líka hrikalega góð, það voru allar á fullu. Þá fékk Stjarnan að bragða svolítið á eigin meðali. Fimm snaróðar að loka teignum og fara inn í fráköstin.“ Miðherjinn öflugi Birna Valgerður Benónýsdóttir lék nánast ekkert í seinni hálfleik þar sem hún fór út af meidd og litu meiðslin ekki vel út við fyrstu sýn. Sverrir var ekki klár með neina bráðabirgða greiningu. „Ég veit ekkert meira en þú sko. Stundum lítur svona illa út og er minna en stundum er þetta meira. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá þegar það koma einhverjar fréttir af því.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
„Ég er himinlifandi bara að vinna. Þetta er ótrúlegt lið sem við vorum að spila við! Það sem þær leggja sig fram. Þetta er baráttulið upp á tíu. Auðvitað áttum við fyrirfram að vera líklegri og höfum unnið þær „þægilega“ í endann en samt haft að þurfa fyrir því. Svo kom bara í ljós í fyrstu tveimur leikjunum að við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna.“ „Sverrir viðurkenndi að öll pressan hefði verið á honum konum og það væri léttir að hafa staðist hana. Ég er bara hrikalega ánægður með liðið mitt að þola þessa pressu og fara í gegnum oddaleik þar sem öll pressan var á okkur. Stjarnan er löngu orðin sigurvegari. Það hefði náttúrulega verið rosalegt afrek hjá þeim að henda okkur út. Ég er bara himinlifandi með þetta.“ Stjörnukonur spiluðu glimdrandi vel framan af leik og náðu muninn upp í ellefu stig undir lok hálfleiksins. Sverrir sagði að það hefði ekki farið um hann skjálfti en hann hefði verið áhyggjufullur yfir því hvernig hans konur voru að spila. „Ég segi ekki skjálfti en ég fór bara að hugsa, ætlum við að gefa þetta bara? Bara strax í fyrri hálfleik. En liðið sýndi mikinn styrk og karakter og við gerðum þetta svakalega vel þegar leið á leikinn.“ Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í seinni hálfleik og það virtist skila þeim góðum árangri en Stjarnan skoraði aðeins 29 samanlagt í seinni hálfleik. „Það gekk bara mjög vel. Mér fannst tengingin á milli þeirra þá líka hrikalega góð, það voru allar á fullu. Þá fékk Stjarnan að bragða svolítið á eigin meðali. Fimm snaróðar að loka teignum og fara inn í fráköstin.“ Miðherjinn öflugi Birna Valgerður Benónýsdóttir lék nánast ekkert í seinni hálfleik þar sem hún fór út af meidd og litu meiðslin ekki vel út við fyrstu sýn. Sverrir var ekki klár með neina bráðabirgða greiningu. „Ég veit ekkert meira en þú sko. Stundum lítur svona illa út og er minna en stundum er þetta meira. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá þegar það koma einhverjar fréttir af því.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum