Keflavíkurkonur hafa aldrei tapað oddaleik á heimavelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 14:07 Birna Benónýsdóttir og félagar hennar í Keflavíkurliðinu eru á heimavelli í kvöld og það hefur reynst liðinu vel í oddaleikjum í úrslitakeppni. Vísir/Hulda Margrét Augun verða á Blue höllinni í Keflavík í kvöld þar sem deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur taka á móti ungu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta. Njarðvíkurkonur unnu 3-0 sigur á Grindavík í sínu undanúrslitaeinvígi og bíða nú eftir að komast að því hverjir verða mótherjarnir í lokaúrslitunum. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.45 og Subway Körfuboltakvöld gerir síðan upp leikinn strax á eftir. Það er ekki aðeins reynslan sem er með Keflavíkurkonum í kvöld því sagan er vissulega líka með kvennaliði Keflavíkur við aðstæður sem þessar. Keflavíkurkonur hafa nefnilega aldrei tapað oddaleik á heimavelli í sögu úrslitakeppni kvenna í körfubolta. Þetta verður áttundi oddaleikur liðsins á Sunnubrautinni og allir hinir sjö hafa unnist. Þar á meðal er síðasti oddaleikur Keflavíkurkvenna á heimavelli sem var líka á móti Stjörnunni en reyndar allt öðru Stjörnuliði. Sá leikur var í undanúrslitum úrslitakeppninnar vorið 2019. Keflavík vann þann leik frekar örugglega, 85-69. Stjörnuliðið var lagt niður en svo endurvakið aftur nokkrum árum síðar. Liðið er nú byggt upp á mjög ungum leikmönnum sem hafa staðist frábærlega það risapróf í vetur að stimpla sig inn sem eitt besta lið landsins. Liðið er nýliði en komst í efri hlutan og er nú einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu. Sex af þessum sjö oddaleikjum í Keflavík hafa verið í undanúrslitum eins og þessi í kvöld en sá sjöundi var úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn vorið 1994. Til samanburðar þá hafa karlarnir í Keflavík spilað tuttugu oddaleiki á heimavelli, unnið fimmtán þeirra og tapað fimm. Oddaleikir Keflavíkurkvenna á heimavelli í sögu úrslitakeppninnar: Undanúrslit 1993: 59-56 sigur á Grindavík Lokaúrslit 1994: 68-58 sigur á KR Undanúrslit 2004: 66-62 sigur á Grindavík Undanúrslit 2005: 79-73 sigur á ÍS Undanúrslit 2013: 78-70 sigur á Val Undanúrslit 2017: 80-64 sigur á Skallagrími Undanúrslit 2019: 85-69 sigur á Stjörnunni Undanúrslit 2024: Klukkan 19.15 í kvöld Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Njarðvíkurkonur unnu 3-0 sigur á Grindavík í sínu undanúrslitaeinvígi og bíða nú eftir að komast að því hverjir verða mótherjarnir í lokaúrslitunum. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.45 og Subway Körfuboltakvöld gerir síðan upp leikinn strax á eftir. Það er ekki aðeins reynslan sem er með Keflavíkurkonum í kvöld því sagan er vissulega líka með kvennaliði Keflavíkur við aðstæður sem þessar. Keflavíkurkonur hafa nefnilega aldrei tapað oddaleik á heimavelli í sögu úrslitakeppni kvenna í körfubolta. Þetta verður áttundi oddaleikur liðsins á Sunnubrautinni og allir hinir sjö hafa unnist. Þar á meðal er síðasti oddaleikur Keflavíkurkvenna á heimavelli sem var líka á móti Stjörnunni en reyndar allt öðru Stjörnuliði. Sá leikur var í undanúrslitum úrslitakeppninnar vorið 2019. Keflavík vann þann leik frekar örugglega, 85-69. Stjörnuliðið var lagt niður en svo endurvakið aftur nokkrum árum síðar. Liðið er nú byggt upp á mjög ungum leikmönnum sem hafa staðist frábærlega það risapróf í vetur að stimpla sig inn sem eitt besta lið landsins. Liðið er nýliði en komst í efri hlutan og er nú einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu. Sex af þessum sjö oddaleikjum í Keflavík hafa verið í undanúrslitum eins og þessi í kvöld en sá sjöundi var úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn vorið 1994. Til samanburðar þá hafa karlarnir í Keflavík spilað tuttugu oddaleiki á heimavelli, unnið fimmtán þeirra og tapað fimm. Oddaleikir Keflavíkurkvenna á heimavelli í sögu úrslitakeppninnar: Undanúrslit 1993: 59-56 sigur á Grindavík Lokaúrslit 1994: 68-58 sigur á KR Undanúrslit 2004: 66-62 sigur á Grindavík Undanúrslit 2005: 79-73 sigur á ÍS Undanúrslit 2013: 78-70 sigur á Val Undanúrslit 2017: 80-64 sigur á Skallagrími Undanúrslit 2019: 85-69 sigur á Stjörnunni Undanúrslit 2024: Klukkan 19.15 í kvöld
Oddaleikir Keflavíkurkvenna á heimavelli í sögu úrslitakeppninnar: Undanúrslit 1993: 59-56 sigur á Grindavík Lokaúrslit 1994: 68-58 sigur á KR Undanúrslit 2004: 66-62 sigur á Grindavík Undanúrslit 2005: 79-73 sigur á ÍS Undanúrslit 2013: 78-70 sigur á Val Undanúrslit 2017: 80-64 sigur á Skallagrími Undanúrslit 2019: 85-69 sigur á Stjörnunni Undanúrslit 2024: Klukkan 19.15 í kvöld
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli