Jafntefli eftir óvænt brotthvarf Óskars Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 17:06 Hlynur Freyr Karlsson var í byrjunarliði Haugesund í dag, eftir stormasama viku hjá félaginu. Getty/Seb Daly Haugesund gerði 2-2 jafntefli á útivelli gegn HamKam í Íslendingaslag í dag, í fyrsta leik sínum eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson ákvað óvænt að hætta sem þjálfari liðsins. Aðstoðarþjálfararnir Sancheev Manoharan, Paul André Farstad og Kamil Rylka stýra Haugesund á meðan að forráðamenn félagsins finna arftaka Óskars. Þeir stilltu Hlyn Frey Karlssyni upp í byrjunarliði í dag en hann var tekinn af velli á 60. mínútu. Anton Logi Lúðvíksson kom svo inn á þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Hjá HamKam var Viðar Ari Jónsson í liðinu fram á 70. mínútu og Brynjar Ingi Bjarnason fékk að spila síðustu mínútur leiksins. HamKam er næstneðst í deildinni með fjögur stig en Haugesund með sjö stig í 12. sæti. Ævintýrið heldur áfram hjá Júlíusi og félögum Júlíus Magnússon var í liði Fredrikstad og átti þátt í þriðja marki liðsins þegar það vann 4-1 útisigur á KFUM. Júlíus fór með Fredrikstad upp í fyrra og liðið hefur byrjað frábærlega í úrvalsdeildinni, og komst með sigrinum í dag upp í 2. sæti með 14 stig eftir sjö leiki. Bodö/Glimt er taplaust á toppnum með 19 stig. Patrik hélt hreinu Patrik Sigurður Gunnarsson hélt marki Viking hreinu í 1-0 sigri á Strömsgodset á útivelli. Logi Tómasson var í liði Strömsgodset fram á 72. mínútu. Með sigrinum komst Viking upp fyrir Strömsgodset og Rosenborg, og í 5. sæti með 12 stig. Brynjólfur og Hilmir mættu meisturunum Brynjólfur Darri Willumsson átti skot í þverslá en náði ekki að skora þegar Kristiansund tapaði á heimavelli gegn meisturum Bodö/Glimt, 4-2, fyrr í dag. Brynjólfur og og Hilmir Rafn Mikaelsson voru báðir í byrjunarliði Kristiansund en Hilmi var skipt af velli á 80. mínútu. Kristiansund er með níu stig eftir sjö leiki, í 9. sæti af sextán liðum deildarinnar. Norski boltinn Tengdar fréttir „Hrafninn svífur yfir Vesturbænum“ Það kom flestum í opna skjöldu í morgun er norska liðið Haugesund tilkynnti að Óskar Hrafn Þorvaldsson væri hættur sem þjálfari liðsins. 10. maí 2024 12:00 Óskar hafi sett stjórninni afarkosti TV2 í Noregi segir ástæðu brottfarar Óskars Hrafns Þorvaldssonar frá Haugesund stafa af valdabaráttu milli hans og stjórnenda félagsins. Sú hafi leitt til þess að hann sagði upp. 10. maí 2024 09:25 Óskar Hrafn hættur hjá Haugesund Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu nú í morgunsárið. 10. maí 2024 07:49 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Sjá meira
Aðstoðarþjálfararnir Sancheev Manoharan, Paul André Farstad og Kamil Rylka stýra Haugesund á meðan að forráðamenn félagsins finna arftaka Óskars. Þeir stilltu Hlyn Frey Karlssyni upp í byrjunarliði í dag en hann var tekinn af velli á 60. mínútu. Anton Logi Lúðvíksson kom svo inn á þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Hjá HamKam var Viðar Ari Jónsson í liðinu fram á 70. mínútu og Brynjar Ingi Bjarnason fékk að spila síðustu mínútur leiksins. HamKam er næstneðst í deildinni með fjögur stig en Haugesund með sjö stig í 12. sæti. Ævintýrið heldur áfram hjá Júlíusi og félögum Júlíus Magnússon var í liði Fredrikstad og átti þátt í þriðja marki liðsins þegar það vann 4-1 útisigur á KFUM. Júlíus fór með Fredrikstad upp í fyrra og liðið hefur byrjað frábærlega í úrvalsdeildinni, og komst með sigrinum í dag upp í 2. sæti með 14 stig eftir sjö leiki. Bodö/Glimt er taplaust á toppnum með 19 stig. Patrik hélt hreinu Patrik Sigurður Gunnarsson hélt marki Viking hreinu í 1-0 sigri á Strömsgodset á útivelli. Logi Tómasson var í liði Strömsgodset fram á 72. mínútu. Með sigrinum komst Viking upp fyrir Strömsgodset og Rosenborg, og í 5. sæti með 12 stig. Brynjólfur og Hilmir mættu meisturunum Brynjólfur Darri Willumsson átti skot í þverslá en náði ekki að skora þegar Kristiansund tapaði á heimavelli gegn meisturum Bodö/Glimt, 4-2, fyrr í dag. Brynjólfur og og Hilmir Rafn Mikaelsson voru báðir í byrjunarliði Kristiansund en Hilmi var skipt af velli á 80. mínútu. Kristiansund er með níu stig eftir sjö leiki, í 9. sæti af sextán liðum deildarinnar.
Norski boltinn Tengdar fréttir „Hrafninn svífur yfir Vesturbænum“ Það kom flestum í opna skjöldu í morgun er norska liðið Haugesund tilkynnti að Óskar Hrafn Þorvaldsson væri hættur sem þjálfari liðsins. 10. maí 2024 12:00 Óskar hafi sett stjórninni afarkosti TV2 í Noregi segir ástæðu brottfarar Óskars Hrafns Þorvaldssonar frá Haugesund stafa af valdabaráttu milli hans og stjórnenda félagsins. Sú hafi leitt til þess að hann sagði upp. 10. maí 2024 09:25 Óskar Hrafn hættur hjá Haugesund Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu nú í morgunsárið. 10. maí 2024 07:49 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Sjá meira
„Hrafninn svífur yfir Vesturbænum“ Það kom flestum í opna skjöldu í morgun er norska liðið Haugesund tilkynnti að Óskar Hrafn Þorvaldsson væri hættur sem þjálfari liðsins. 10. maí 2024 12:00
Óskar hafi sett stjórninni afarkosti TV2 í Noregi segir ástæðu brottfarar Óskars Hrafns Þorvaldssonar frá Haugesund stafa af valdabaráttu milli hans og stjórnenda félagsins. Sú hafi leitt til þess að hann sagði upp. 10. maí 2024 09:25
Óskar Hrafn hættur hjá Haugesund Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu nú í morgunsárið. 10. maí 2024 07:49
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti