Palestína fær aukna þáttöku á allsherjarþingi SÞ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. maí 2024 20:56 Fastanefnd Palestínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í kjölfar atkvæðagreiðslu í gær. Getty Ályktun um aukinn rétt Palestínu til þátttöku í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna var samþykkt með yfirgnæfandi stuðningi á neyðarfundi þingsins í dag. Ísland kaus með ályktuninni Frá þessu er greint í tilkynningu utanríkisráðuneytisins á vef Stjórnarráðsins. Ályktunin felur í sér þátttökurétt Palestínu í störfum allsherjarþingsins á við aðildarrríki en hvorki atkvæðisrétt né framboðsrétt. Ályktunin var samþykkt með 143 atkvæðum gegn 9 en 25 ríki sátu hjá. Aukinn meirihluta þurfti til samþykktar. Í tilkynningu segir að atkvæði Íslands hafi verið skýrt með vísan til þess að Ísland hafi viðurkennt fullveldi Palestínu árið 2011 og kallað ítrekað eftir tveggja ríkja lausn. „Þá hafi Thor Thors, fyrsti fastafulltrúi Íslands, komið að samþykkt ályktunar allsherjarþingsins árið 1947 sem kvað á um stofnun tveggja ríkja á svæðinu. Í kjölfarið hafi Ísland stutt aðild Ísraels að Sameinuðu þjóðunum og allar götur síðan varið rétt Ísraels til sjálfsvarnar. Þá var lögð áhersla á að aldrei megi gleyma hryllingi helfararinnar sem leiddi til stofnunar Ísraelsríkis, sérstaklega núna þegar við stöndum frammi fyrir gríðarlegri aukningu gyðingahaturs. Afdráttarlaus fordæming Íslands á skelfilegri árás hryðjuverkasamtakanna Hamas þann 7. október sl. var enn fremur ítrekuð.“ „Þá kom fram að á undanförnum mánuðum hafi heimurinn orðið vitni að hindrunum á aðgengi fyrir mannúðaraðstoð, vatn og orku til Gaza, fregnir séu af því að borgaralegir innviðir og sjúkrahús hafi verið nýtt í tilgangi sem geti svipt þau friðhelgi samkvæmt mannúðarlögum, og algjörlega óásættanlegt mannfall hafi orðið meðal almennra borgara – barna, mannúðar- og heilbrigðisstarfsmanna, fjölmiðlafólks og starfsfólks UNRWA. Allt séu þetta brot á mannúðarlögum. Ísland fordæmi öll brot á alþjóðalögum, þ.m.t. mannúðarlögum. Ísland ítrekaði ákall um að Hamas og Ísrael semji um og framfylgi vopnahléi og að framfylgja verði bráðabirgðaráðstöfunum Alþjóðadómstólsins í Haag og ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Enn fremur var lögð áhersla á frekari aðgerðir í þágu friðar, til þess sé tveggja ríkja lausnin eina leiðin,“ segir í lok tilkynningar utanríkisráðuneytisins. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu utanríkisráðuneytisins á vef Stjórnarráðsins. Ályktunin felur í sér þátttökurétt Palestínu í störfum allsherjarþingsins á við aðildarrríki en hvorki atkvæðisrétt né framboðsrétt. Ályktunin var samþykkt með 143 atkvæðum gegn 9 en 25 ríki sátu hjá. Aukinn meirihluta þurfti til samþykktar. Í tilkynningu segir að atkvæði Íslands hafi verið skýrt með vísan til þess að Ísland hafi viðurkennt fullveldi Palestínu árið 2011 og kallað ítrekað eftir tveggja ríkja lausn. „Þá hafi Thor Thors, fyrsti fastafulltrúi Íslands, komið að samþykkt ályktunar allsherjarþingsins árið 1947 sem kvað á um stofnun tveggja ríkja á svæðinu. Í kjölfarið hafi Ísland stutt aðild Ísraels að Sameinuðu þjóðunum og allar götur síðan varið rétt Ísraels til sjálfsvarnar. Þá var lögð áhersla á að aldrei megi gleyma hryllingi helfararinnar sem leiddi til stofnunar Ísraelsríkis, sérstaklega núna þegar við stöndum frammi fyrir gríðarlegri aukningu gyðingahaturs. Afdráttarlaus fordæming Íslands á skelfilegri árás hryðjuverkasamtakanna Hamas þann 7. október sl. var enn fremur ítrekuð.“ „Þá kom fram að á undanförnum mánuðum hafi heimurinn orðið vitni að hindrunum á aðgengi fyrir mannúðaraðstoð, vatn og orku til Gaza, fregnir séu af því að borgaralegir innviðir og sjúkrahús hafi verið nýtt í tilgangi sem geti svipt þau friðhelgi samkvæmt mannúðarlögum, og algjörlega óásættanlegt mannfall hafi orðið meðal almennra borgara – barna, mannúðar- og heilbrigðisstarfsmanna, fjölmiðlafólks og starfsfólks UNRWA. Allt séu þetta brot á mannúðarlögum. Ísland fordæmi öll brot á alþjóðalögum, þ.m.t. mannúðarlögum. Ísland ítrekaði ákall um að Hamas og Ísrael semji um og framfylgi vopnahléi og að framfylgja verði bráðabirgðaráðstöfunum Alþjóðadómstólsins í Haag og ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Enn fremur var lögð áhersla á frekari aðgerðir í þágu friðar, til þess sé tveggja ríkja lausnin eina leiðin,“ segir í lok tilkynningar utanríkisráðuneytisins.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira