Titillinn hrifsaður úr greipum Diljár og fall blasir við Sveini Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 13:41 Diljá Ýr Zomers og stöllur í OH Leuven eiga ekki lengur raunhæfa von um belgíska meistaratitilinn. @ohlwomen Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í OH Leuven urðu í annað sinn á einni viku að sætta sig við naumt tap í toppslag í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Titillinn er þar með svo gott sem runninn þeim úr greipum. Diljá var að vanda í liði Leuven í dag þegar liðið tók á móti Standard Liege en gestirnir höfðu betur, 1-0, og komust á topp deildarinnar, í það minnsta tímabundið. Áður hafði Leuven tapað fyrir Anderlecht fyrir viku síðan. Þegar tvær umferðir eru eftir er Leuven með 35 stig í 3. sæti, Standard efst með 39 stig og Anderlecht með 38 auk þess að eiga leik til góða síðar í dag. Sveinn Aron við það að falla Sveinn Aron Guðjohnsen var á varamannabekknum hjá Hansa Rostock sem tapaði fimmta leik sínum í röð í þýsku B-deildinni, 2-1 gegn Schalke. Hansa er í fallsæti og fellur ef Wehen Wiesbaden vinnur sinn leik á morgun, við Braunschweig sem Þórir Jóhann Helgason leikur með. Hansa er einu stigi á eftir Wehen Wiesbaden en með mun verri markatölu og þyrfti að vinna Paderborn í lokaumferðinni til að forðast fall, og treysta á að Wehen Wiesbaden fái aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. Sveinn Aron hefur aðeins fengið einn leik í byrjunarliði Hansa frá því að hann var keyptur frá Elfsborg í ársbyrjun, en spilað ellefu deildarleiki. Emelíu skipt inn á og aftur út af Í Danmörku fagnaði Emelía Óskarsdóttir 2-0 sigri með Köge gegn Bröndby. Kristín Dís Árnadóttir var í byrjunarliði Bröndby en var skipt af velli í upphafi seinni hálfleiks, þegar staðan var orðin 2-0, og Hafrún Rakel Halldórsdóttir var ekki með liðinu. Samkvæmt leikskýrslu á kvindeliga.dk var Emelíu skipt inn á hjá Köge á 56. mínútu en aftur út af á 80. mínútu, og má því gera ráð fyrir að hún hafi orðið fyrir meiðslum. Bröndby er áfram í 2. sæti með 39 stig en núna aðeins þremur stigum á undan Köge. Nordsjælland er á toppnum með 40 stig og á leik til góða við AGF í dag. Danski boltinn Belgíski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Diljá var að vanda í liði Leuven í dag þegar liðið tók á móti Standard Liege en gestirnir höfðu betur, 1-0, og komust á topp deildarinnar, í það minnsta tímabundið. Áður hafði Leuven tapað fyrir Anderlecht fyrir viku síðan. Þegar tvær umferðir eru eftir er Leuven með 35 stig í 3. sæti, Standard efst með 39 stig og Anderlecht með 38 auk þess að eiga leik til góða síðar í dag. Sveinn Aron við það að falla Sveinn Aron Guðjohnsen var á varamannabekknum hjá Hansa Rostock sem tapaði fimmta leik sínum í röð í þýsku B-deildinni, 2-1 gegn Schalke. Hansa er í fallsæti og fellur ef Wehen Wiesbaden vinnur sinn leik á morgun, við Braunschweig sem Þórir Jóhann Helgason leikur með. Hansa er einu stigi á eftir Wehen Wiesbaden en með mun verri markatölu og þyrfti að vinna Paderborn í lokaumferðinni til að forðast fall, og treysta á að Wehen Wiesbaden fái aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. Sveinn Aron hefur aðeins fengið einn leik í byrjunarliði Hansa frá því að hann var keyptur frá Elfsborg í ársbyrjun, en spilað ellefu deildarleiki. Emelíu skipt inn á og aftur út af Í Danmörku fagnaði Emelía Óskarsdóttir 2-0 sigri með Köge gegn Bröndby. Kristín Dís Árnadóttir var í byrjunarliði Bröndby en var skipt af velli í upphafi seinni hálfleiks, þegar staðan var orðin 2-0, og Hafrún Rakel Halldórsdóttir var ekki með liðinu. Samkvæmt leikskýrslu á kvindeliga.dk var Emelíu skipt inn á hjá Köge á 56. mínútu en aftur út af á 80. mínútu, og má því gera ráð fyrir að hún hafi orðið fyrir meiðslum. Bröndby er áfram í 2. sæti með 39 stig en núna aðeins þremur stigum á undan Köge. Nordsjælland er á toppnum með 40 stig og á leik til góða við AGF í dag.
Danski boltinn Belgíski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira