Ákall um aðgerðir í mansalsmálum Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 10. maí 2024 14:30 Mansal er alvarleg meinsemd og mannréttindabrot sem skotið hefur rótum í íslenskt samfélag líkt og víða annars staðar. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar sem hafa það að markmiði að berjast með markvissum og árangursríkum hætti gegn hvers kyns mansali. En hvernig gengur okkur að koma í veg fyrir mansal hér á landi? Í haust sendi undirrituð fyrirspurn á dómsmálaráðherra um mansal á Íslandi með það að markmiði að fá upplýsingar um stöðu mansals mála hér á landi. Almenningur á Íslandi verður kannski lítið var við mansal hér á landi en úr svari ráðherra má þó lesa að það sé engu að síður raunveruleikinn hér á landi. Fjölgun mansalsmála Samkvæmt svörum frá ráðherra hafa mansalsmál verið í rannsókn hjá lögreglu síðastliðin ár og hafa fjölgað ef eitthvað er.Algengasta birtingarmynd mansals hér á landi undanfarin ár hefur verið kynlífs- og vinnumansal. Karlmenn hafa verið þolendur í um 60% mannsalsmálanna á móti 40% kvenna. Í svarinu kemur fram að í apríl á síðasta ári hafi verið 15 opin mál í rannsókn hjá lögreglu á tímabilinu 1. apríl 2022 til 31. mars 2023. Þar af voru sjö þeirra ný mál á skýrslutímabilinu en átta þeirra höfðu byrjað í rannsókn fyrir þann tíma. Á sama tímabili voru 38 mál skráð sem „grunur um mansal“ í málaskrárkerfi lögreglunnar. Betur má ef duga skal Árið 2018 var stofnsettur samstarfshópur eftirlitsaðila um brotastarfsemi á vinnumarkaði (SEB) sem er samstarfsvettvangur lögreglu, Skattsins, Vinnueftirlits ríkisins og Vinnumálastofnunar í þeim tilgangi að greiða fyrir upplýsingagjöf milli Vinnumálastofnunar og Vinnueftirlitsins og auka heimildir þeirra til að miðla upplýsingum til ríkisskattstjóra og lögreglu þegar grunur leikur á vinnumarkaðsbrotum, félagslegum undirboðum og hugsanlega mansali. En betur má ef duga skal. Sem liður í forvörnum skiptir einnig máli að fræða launþega, sér í lagi þá sem koma erlendis frá um lögbundin réttindi þeirra og skyldur atvinnuveitenda. Þess utan er einnig mikilvægt að stuðla að vitundarvakningu meðal almennings í þeim tilgangi að draga úr eftirspurn eftir þjónustu sem þrífst oft á mansali ásamt því að efla sérkunnáttu og færni fagstétta sem koma að mansalsmálum á eðli og einkennum hinna ýmsu birtingamyndir mansals. Endurskoðun á aðgerðaráætlun Í þriðju skýrslu GRETA eftirlitsnefndar Evrópuráðsins með samningi um aðgerðir gegn mansali, kemur fram að GRETA hafi áhyggjur af þeim takmarkaða árangri sem Ísland hefur náð frá síðustu úttekt í baráttunni gegn vinnumansali. GRETA brýnir íslensk yfirvöld til þess að hvetja lögreglumenn, vinnueftirlitsmenn, félagasamtök og aðra viðeigandi aðila til að sýna aukið frumkvæði í að finna þolendur vinnumansals og tryggja að heimildir og úrræði vinnueftirlits standi undir því að leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir og upplýsa mansalsmál á vinnumarkaði. Janframt kemur fram að enn skorti formlegar verklagsreglur sem skilgreina hlutverk og ábyrgð allra viðkomandi faghópa. Sú sem hér skrifar telur afar brýnt að farið verði í endurskoðun á aðgerðaráætlun gegn mansali. Í dag er í gildi aðgerðaráætlun frá árinu 2019 og er því löngu orðin úreld þar sem íslenskt samfélag hefur tekið töluverðum breytingum á síðustu árum. Aðgerðir sem snúa að því að uppræta mansal þurfa reglubundna endurskoðun, mikilvægt er í því samhengi að nýta ábendingar, reynslu, athugasemdir og leiðbeiningar frá GRETA. Gott samstarf og samvinnu þarf til í baráttunni gegn mansali þvert á samfélagið, verkalýðshreyfingar, löggæslan, félagsyfirvöld og svo lengi mætti telja. Það er og verður alltaf viðvarandi verkefni hverrar þjóðar að berjast gegn mansali. Megum ekki sofna ekki á verðinum! Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Mansal Félagsmál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mansal er alvarleg meinsemd og mannréttindabrot sem skotið hefur rótum í íslenskt samfélag líkt og víða annars staðar. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar sem hafa það að markmiði að berjast með markvissum og árangursríkum hætti gegn hvers kyns mansali. En hvernig gengur okkur að koma í veg fyrir mansal hér á landi? Í haust sendi undirrituð fyrirspurn á dómsmálaráðherra um mansal á Íslandi með það að markmiði að fá upplýsingar um stöðu mansals mála hér á landi. Almenningur á Íslandi verður kannski lítið var við mansal hér á landi en úr svari ráðherra má þó lesa að það sé engu að síður raunveruleikinn hér á landi. Fjölgun mansalsmála Samkvæmt svörum frá ráðherra hafa mansalsmál verið í rannsókn hjá lögreglu síðastliðin ár og hafa fjölgað ef eitthvað er.Algengasta birtingarmynd mansals hér á landi undanfarin ár hefur verið kynlífs- og vinnumansal. Karlmenn hafa verið þolendur í um 60% mannsalsmálanna á móti 40% kvenna. Í svarinu kemur fram að í apríl á síðasta ári hafi verið 15 opin mál í rannsókn hjá lögreglu á tímabilinu 1. apríl 2022 til 31. mars 2023. Þar af voru sjö þeirra ný mál á skýrslutímabilinu en átta þeirra höfðu byrjað í rannsókn fyrir þann tíma. Á sama tímabili voru 38 mál skráð sem „grunur um mansal“ í málaskrárkerfi lögreglunnar. Betur má ef duga skal Árið 2018 var stofnsettur samstarfshópur eftirlitsaðila um brotastarfsemi á vinnumarkaði (SEB) sem er samstarfsvettvangur lögreglu, Skattsins, Vinnueftirlits ríkisins og Vinnumálastofnunar í þeim tilgangi að greiða fyrir upplýsingagjöf milli Vinnumálastofnunar og Vinnueftirlitsins og auka heimildir þeirra til að miðla upplýsingum til ríkisskattstjóra og lögreglu þegar grunur leikur á vinnumarkaðsbrotum, félagslegum undirboðum og hugsanlega mansali. En betur má ef duga skal. Sem liður í forvörnum skiptir einnig máli að fræða launþega, sér í lagi þá sem koma erlendis frá um lögbundin réttindi þeirra og skyldur atvinnuveitenda. Þess utan er einnig mikilvægt að stuðla að vitundarvakningu meðal almennings í þeim tilgangi að draga úr eftirspurn eftir þjónustu sem þrífst oft á mansali ásamt því að efla sérkunnáttu og færni fagstétta sem koma að mansalsmálum á eðli og einkennum hinna ýmsu birtingamyndir mansals. Endurskoðun á aðgerðaráætlun Í þriðju skýrslu GRETA eftirlitsnefndar Evrópuráðsins með samningi um aðgerðir gegn mansali, kemur fram að GRETA hafi áhyggjur af þeim takmarkaða árangri sem Ísland hefur náð frá síðustu úttekt í baráttunni gegn vinnumansali. GRETA brýnir íslensk yfirvöld til þess að hvetja lögreglumenn, vinnueftirlitsmenn, félagasamtök og aðra viðeigandi aðila til að sýna aukið frumkvæði í að finna þolendur vinnumansals og tryggja að heimildir og úrræði vinnueftirlits standi undir því að leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir og upplýsa mansalsmál á vinnumarkaði. Janframt kemur fram að enn skorti formlegar verklagsreglur sem skilgreina hlutverk og ábyrgð allra viðkomandi faghópa. Sú sem hér skrifar telur afar brýnt að farið verði í endurskoðun á aðgerðaráætlun gegn mansali. Í dag er í gildi aðgerðaráætlun frá árinu 2019 og er því löngu orðin úreld þar sem íslenskt samfélag hefur tekið töluverðum breytingum á síðustu árum. Aðgerðir sem snúa að því að uppræta mansal þurfa reglubundna endurskoðun, mikilvægt er í því samhengi að nýta ábendingar, reynslu, athugasemdir og leiðbeiningar frá GRETA. Gott samstarf og samvinnu þarf til í baráttunni gegn mansali þvert á samfélagið, verkalýðshreyfingar, löggæslan, félagsyfirvöld og svo lengi mætti telja. Það er og verður alltaf viðvarandi verkefni hverrar þjóðar að berjast gegn mansali. Megum ekki sofna ekki á verðinum! Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun