Skotið á íbúa Rafah og heilbrigðiskerfi Gasa hrunið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2024 13:37 Læknar í Rafah segja heilbrigðiskerfið hrunið. AP Photo/Ramez Habboub Reyk lagði yfir landamæraborgina Rafah á Gasaströndinni og sprengingar heyrðust í morgun eftir að Ísraelsher gerði árás á austurhluta borgarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni segja þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær ða hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopnum til Ísrael fyrirskipi Benjamín Netanjahú forsætisráðherra árás inn í Rafah. Borgin er sú eina á Gasa sem Ísraelsher hefur ekki ráðist að fullu inn í. Hamassamtökin lýstu því yfir í morgun að vígamenn þeirra hafi tekist á við ísraelska hermenn í útjaðri borgarinnar í morgun. Hamas-liðar hafi skotið flaugum og sprengjuvörpum á Ísraelsmenn. Fulltrúar Hamas sitja enn vopnahlésviðræður í Kaíró, þrátt fyrir yfirlýsingar ísraelskra yfirvalda um að varanlegt vopnahlé komi ekki til greina. Fram kemur í frétt Reuters að William Burns, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hafi snúið aftur til Kaíró í morgun til að taka þátt í viðræðunum eftir að hafa farið til Jerúsalem að ræða við stjórnvöld þar. Burns reyni nú allt til að tryggja vopnahlé. Tugir þúsunda hafa flúið Rafah síðustu daga vegna yfirvofandi innrásar ísraelska hersins. Þessi fjölskylda hefur komið sér fyrir í tjaldbúðum á miðri Gasaströndinni.AP Photo/Abdel Kareem Hana 600 þúsund börn í borginni Haft er eftir íbúum austasta hverfis Rafah, Brasilíuhverfis, í frétt Reuters að herþyrla hafi skotið á íbúa á færi. Drónar hafi þá svifið yfir íbúðahúsum á nokkrum svæðum, sums staðar mjög nærri húsþökum. Ísraelsk stjórnvöld segja vígamenn Hamas halda til í borginni og því þurfi að ráðast inn í hana, til að uppræta samtökin. Hundruð þúsunda Palestínumanna hafa leitað skjóls í borginni undanfarna mánuði, þar á meðal 600 þúsund börn. Þegar hafa áttatíu þúsund flúið borgina, hvert er óljóst. Ísraelsmenn náðu landamærastöðinni í Rafah á sitt vald á þriðjudag, einu flóttaleið Palestínumanna til Egyptalands. Þannig hafa Ísraelsmenn stöðvað allan flutning neyðarbirgða til Gasa. Heilbrigðiskerfið hrunið Læknar á Gasa hafa sagt aðgerðir Ísraelsmanna í Rafah kornið sem fyllti mælinn - heilbrigðiskerfi strandarinnar er hrunið. Þegar hefur þurft að loka sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í borginni vegna árásar Ísarelsmanna. Al-Najjar sjúkrahúsinu, aðalspítala Rafah, var lokað í skyndi þegar átök milli stríðandi fylkinga nálgaðist spítalann í morgun og Emirati fæðingarspítalinn hætti að taka á móti nýjum sjúklingum. Þar fæðast að jafnaði 85 börn á dag. Rafah's Abu Youssef al-Najjar Hospital, situated in a combat zone designated by the Israeli army, was evacuated due to Hamas fighting Israeli troops on the outskirts of the city https://t.co/PvKTN4F7mo pic.twitter.com/J70V66Cgab— Reuters (@Reuters) May 8, 2024 Sjúkir og slasaðir hrannast því upp á al-Aqsa sjúkrahúsinu í Deir al-Balah. Haft er eftir jórdanska skurðlækninum Ali Abu Khurma, sem er í sjálfboðavinnu á spítalanum, á Reuters að sjúkragögn hafi hingað til borist á spítalann en séu hættar að berast. Grisjur séu uppurnar og læknasloppar sömuleiðis. „Engin rúm eru laus fyrir sjúklinga. Sjúklingar liggja á víð og dreif: Á göngunum, biðstofum. Rúmum hefur verið komið fyrir alls staðar. Sumum rúmum deila tveir sjúklingar. Í móttökunni liggja sjúklingar á gólfinu. Heilbrigðiskerfið er hrunið.“ Munu ekki yfirgefa Rafah Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO sagðist á blaðamannafundi í morgun hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Hann staðfesti að Al-Najjar sjúkrahúsinu hafi verið lokað og sjúklingar fluttir annað. Þá keppist starfsmenn við að bjarga þeim fáu sjúkrabirgðum sem til eru á sjúkrahúsinu. „Rafah-landamærastöðin, sem er mikilvæg birgðaflutningaleið, milli Egyptalands og Gasa er lokuð. Það eldsneyti sem við væntum að fengi að fara til Gasa í dag hefur ekki fengið að fara. Það þýðir að við eigum aðeins eldsneytisbirgðir til að halda áfram starfsemi sjúkrahúsa í suðurhluta Gasa í þrjá daga í viðbót. WHo hefur náð að safna upp einhverjum birgðum í vöruhúsum og sjúkrahúsum en stöðvist birgðaflutingar til Gasa getum við ekki haldið úti starfsemi sjúkrahúsanna,“ sagði Ghebreyesus á fundinum í morgun. „WHO mun ekki yfirgefa Rafah og mun halda áfram störfum samhliða samstarfsaðilum. WHO hefur yfirumsjón með störfum tuttugu neyðarteyma á Gasa. Þau samanstanda af 179 heilbrigðisstarfsmönnum frá 30 ríkjum. Þetta fólk starfar samhliða 800 palestínskum heilbrigðisstarfsmönnum. Þessi teymi starfa á tíu sjúkrahúsum og hafa komið upp fimm bráðabirgðaspítölum. Þau hafa hitt fjögur hundruð þúsund sjúklinga og framkvæmt meira en átján þúsund skurðaðgerðir.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. 9. maí 2024 08:02 Bandaríkjamenn stöðvuðu vopnasendingu til Ísrael í síðustu viku Joe Biden Bandaríkjaforseti stöðvaði vopnasendingu til Ísraelsmanna í síðustu viku til að koma í veg fyrir að innihaldið, um 3.500 sprengjur, yrðu notaðar á Rafah. 8. maí 2024 06:30 Atburðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs því sem næst „óraunverulegir“ Ísraelsher sendi eldsnemma í morgun skriðdreka inn í Rafah-borg og tugir létust í loftárásum þeirra. Alþjóðastjórnmálafræðingur er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd þrátt fyrir yfirstandandi viðræður. 7. maí 2024 19:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær ða hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopnum til Ísrael fyrirskipi Benjamín Netanjahú forsætisráðherra árás inn í Rafah. Borgin er sú eina á Gasa sem Ísraelsher hefur ekki ráðist að fullu inn í. Hamassamtökin lýstu því yfir í morgun að vígamenn þeirra hafi tekist á við ísraelska hermenn í útjaðri borgarinnar í morgun. Hamas-liðar hafi skotið flaugum og sprengjuvörpum á Ísraelsmenn. Fulltrúar Hamas sitja enn vopnahlésviðræður í Kaíró, þrátt fyrir yfirlýsingar ísraelskra yfirvalda um að varanlegt vopnahlé komi ekki til greina. Fram kemur í frétt Reuters að William Burns, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hafi snúið aftur til Kaíró í morgun til að taka þátt í viðræðunum eftir að hafa farið til Jerúsalem að ræða við stjórnvöld þar. Burns reyni nú allt til að tryggja vopnahlé. Tugir þúsunda hafa flúið Rafah síðustu daga vegna yfirvofandi innrásar ísraelska hersins. Þessi fjölskylda hefur komið sér fyrir í tjaldbúðum á miðri Gasaströndinni.AP Photo/Abdel Kareem Hana 600 þúsund börn í borginni Haft er eftir íbúum austasta hverfis Rafah, Brasilíuhverfis, í frétt Reuters að herþyrla hafi skotið á íbúa á færi. Drónar hafi þá svifið yfir íbúðahúsum á nokkrum svæðum, sums staðar mjög nærri húsþökum. Ísraelsk stjórnvöld segja vígamenn Hamas halda til í borginni og því þurfi að ráðast inn í hana, til að uppræta samtökin. Hundruð þúsunda Palestínumanna hafa leitað skjóls í borginni undanfarna mánuði, þar á meðal 600 þúsund börn. Þegar hafa áttatíu þúsund flúið borgina, hvert er óljóst. Ísraelsmenn náðu landamærastöðinni í Rafah á sitt vald á þriðjudag, einu flóttaleið Palestínumanna til Egyptalands. Þannig hafa Ísraelsmenn stöðvað allan flutning neyðarbirgða til Gasa. Heilbrigðiskerfið hrunið Læknar á Gasa hafa sagt aðgerðir Ísraelsmanna í Rafah kornið sem fyllti mælinn - heilbrigðiskerfi strandarinnar er hrunið. Þegar hefur þurft að loka sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í borginni vegna árásar Ísarelsmanna. Al-Najjar sjúkrahúsinu, aðalspítala Rafah, var lokað í skyndi þegar átök milli stríðandi fylkinga nálgaðist spítalann í morgun og Emirati fæðingarspítalinn hætti að taka á móti nýjum sjúklingum. Þar fæðast að jafnaði 85 börn á dag. Rafah's Abu Youssef al-Najjar Hospital, situated in a combat zone designated by the Israeli army, was evacuated due to Hamas fighting Israeli troops on the outskirts of the city https://t.co/PvKTN4F7mo pic.twitter.com/J70V66Cgab— Reuters (@Reuters) May 8, 2024 Sjúkir og slasaðir hrannast því upp á al-Aqsa sjúkrahúsinu í Deir al-Balah. Haft er eftir jórdanska skurðlækninum Ali Abu Khurma, sem er í sjálfboðavinnu á spítalanum, á Reuters að sjúkragögn hafi hingað til borist á spítalann en séu hættar að berast. Grisjur séu uppurnar og læknasloppar sömuleiðis. „Engin rúm eru laus fyrir sjúklinga. Sjúklingar liggja á víð og dreif: Á göngunum, biðstofum. Rúmum hefur verið komið fyrir alls staðar. Sumum rúmum deila tveir sjúklingar. Í móttökunni liggja sjúklingar á gólfinu. Heilbrigðiskerfið er hrunið.“ Munu ekki yfirgefa Rafah Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO sagðist á blaðamannafundi í morgun hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Hann staðfesti að Al-Najjar sjúkrahúsinu hafi verið lokað og sjúklingar fluttir annað. Þá keppist starfsmenn við að bjarga þeim fáu sjúkrabirgðum sem til eru á sjúkrahúsinu. „Rafah-landamærastöðin, sem er mikilvæg birgðaflutningaleið, milli Egyptalands og Gasa er lokuð. Það eldsneyti sem við væntum að fengi að fara til Gasa í dag hefur ekki fengið að fara. Það þýðir að við eigum aðeins eldsneytisbirgðir til að halda áfram starfsemi sjúkrahúsa í suðurhluta Gasa í þrjá daga í viðbót. WHo hefur náð að safna upp einhverjum birgðum í vöruhúsum og sjúkrahúsum en stöðvist birgðaflutingar til Gasa getum við ekki haldið úti starfsemi sjúkrahúsanna,“ sagði Ghebreyesus á fundinum í morgun. „WHO mun ekki yfirgefa Rafah og mun halda áfram störfum samhliða samstarfsaðilum. WHO hefur yfirumsjón með störfum tuttugu neyðarteyma á Gasa. Þau samanstanda af 179 heilbrigðisstarfsmönnum frá 30 ríkjum. Þetta fólk starfar samhliða 800 palestínskum heilbrigðisstarfsmönnum. Þessi teymi starfa á tíu sjúkrahúsum og hafa komið upp fimm bráðabirgðaspítölum. Þau hafa hitt fjögur hundruð þúsund sjúklinga og framkvæmt meira en átján þúsund skurðaðgerðir.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. 9. maí 2024 08:02 Bandaríkjamenn stöðvuðu vopnasendingu til Ísrael í síðustu viku Joe Biden Bandaríkjaforseti stöðvaði vopnasendingu til Ísraelsmanna í síðustu viku til að koma í veg fyrir að innihaldið, um 3.500 sprengjur, yrðu notaðar á Rafah. 8. maí 2024 06:30 Atburðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs því sem næst „óraunverulegir“ Ísraelsher sendi eldsnemma í morgun skriðdreka inn í Rafah-borg og tugir létust í loftárásum þeirra. Alþjóðastjórnmálafræðingur er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd þrátt fyrir yfirstandandi viðræður. 7. maí 2024 19:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. 9. maí 2024 08:02
Bandaríkjamenn stöðvuðu vopnasendingu til Ísrael í síðustu viku Joe Biden Bandaríkjaforseti stöðvaði vopnasendingu til Ísraelsmanna í síðustu viku til að koma í veg fyrir að innihaldið, um 3.500 sprengjur, yrðu notaðar á Rafah. 8. maí 2024 06:30
Atburðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs því sem næst „óraunverulegir“ Ísraelsher sendi eldsnemma í morgun skriðdreka inn í Rafah-borg og tugir létust í loftárásum þeirra. Alþjóðastjórnmálafræðingur er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd þrátt fyrir yfirstandandi viðræður. 7. maí 2024 19:49