Innlent

Fjögurra bíla á­rekstur efst í Ártúnsbrekku

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Fjögurra bíla árekstur á Miklubraut olli miklum umferðartöfum síðdegis í dag
Fjögurra bíla árekstur á Miklubraut olli miklum umferðartöfum síðdegis í dag Vísir

Fjögurra bíla árekstur varð síðdegis í dag efst í Ártúnsbrekku á Miklubraut. Eitthvað tjón varð á bifreiðum, en draga þurfti tvær þeirra af vettvangi. Lítil sem engin slys urðu á fólki.

Búið er að fjarlægja bílana og leysa teppuna, og umferðin ætti að fara ganga betur. Þetta segir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Samkvæmt sjónarvottum náði umferðarteppan að minnsta kosti alveg niður að Grensásvegi þegar mest lét.

Annað slys og ennþá stíflað

Samkvæmt heimildum fréttastofu varð annað slys á svipuðum stað skömmu eftir að fréttin var birt og allar umferðaræðar stífluðust á ný. Nú klukkan 18:57 sé allt stopp á öllum helstu umferðaræðum við Sprengisand, á Sæbraut, Reykjanesbraut og Miklubraut.

Ekki hefur náðst í lögreglu vegna málsins og ekki er vitað hver tildrög seinna slyssins voru eða hvort slys hafi orðið á fólki.

Slysið olli miklum töfum á umferðvísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×