Uppgjörið og viðtöl: Keflavík - Valur 1-2 | Meistararnir komu til baka suður með sjó Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 8. maí 2024 21:10 Nadía Atladóttir skoraði sigurmark Vals gegn Keflavík. vísir/diego Valur heimsótti Keflavík suður með sjó í kvöld þegar liðin mættust í 4. umferð Bestu deildar kvenna. Eftir flottan fyrri hálfleik hjá Keflavík voru það Valsarar sem snéru þessu við og unnu 1-2 sigur. Leikurinn fór vel af stað og var Valsliðið fljótlega búið að koma fyrsta marktækifæri leiksins á rammann. Það voru hinsvegar heimakonur í Keflavík sem voru betri heilt yfir í fyrri hálfleik og lögðu líf og sál í baráttuna gegn Val. Á 18. mínútu leiksins fékk Jasmín Erla Ingadóttir fastann bolta í andlitið og reyndi svo að halda áfram. Hún reyni að harka af sér í nokkrar mínútur áður en Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir leysti hana af hólmi og mátti sjá að Jasmín Erla var ekki alveg með sjálfri sér. Það dró til tíðinda á 34. mínútu þegar Keflavík komst yfir. Keflavík sótti hratt að marki Vals og átti Saorla Lorraine Miller skot sem fór af varnarmanni og var á leið aftur fyrir en Elfa Karen Magnúsdóttir elti boltann og náði honum. Elfa Karen ætlaði að senda boltann fyrir markið en var of innarlega en vildi þó til að Fanney Inga Birkisdóttir missti boltann inn fyrir línuna og Keflavík leiddi í hálfleik. Valur jafnaði leikinn þegar 55 mínútur voru komnar á klukkuna en þá barst boltinn út til Fanndísar Friðriksdóttur sem lét vaða og boltinn lak í gegnum þvöguna í teig Keflavíkur og í hornið fjær. Nadía Atladóttir skoraði annað mark Vals fimm mínútum síðar og kom gestunum yfir í leiknum. Fékk góða sendingu frá Katie Cousins og lagði hann snyrtilega framhjá Veru Varis í marki Keflavíkur. Keflavík varðist vel það sem eftir lifði leiks og náði að halda Valsliðinu þokkalega í skefjum. Það fór svo að Valur hafði á endanum betur með tveimur mörkum gegn engu. Atvik leiksins Mark Keflavíkur var heldur skrautlegt. Elfa Karen virtist vera elta vonlausan bolta en nær honum og á sendingu fyrir markið sem virkaði ekkert sérlega hættuleg. Fanney Inga misreiknar þetta svakalega og boltinn fer inn fyrir línuna og Keflavík leiddi í hálfleik. Stjörnur og skúrkar Ég var mjög hrifinn af Elianna Esther Anna Beard í liði Keflavíkur. Hún var ógnandi og alltaf eitthvað um að vera í kringum hana. Sömuleiðis hægt að segja það um Saorla Lorraine Miller. Susanna Joy Friedrichs var svo skemmtileg í bakverðinum. Anita Lind var eins og klettur í öftustu línu Keflavíkur. Hjá Val var Katie Cousins virkilega öflug. Leitaði alltaf fram á við og var öflug á miðjunni hjá Val. Fanndís Friðriks var líka góð og jafnaði leikinn snemma í síðari hálfleik. Hailey Whitaker átti einnig skemmtilega spretti í leiknum. Fanney Inga Birkisdóttir getur þakkað Fanndísi og Nadíu Atladóttur fyrir það að sleppa með skrekkinn í dag. Ef Keflavík hefði fengið eitthvað úr þessum leik þá hefði hún verið skúrkurinn í dag. Var nálægt því en á frábæra liðsfélaga sem björguðu því. Dómarinn Guðmundur Páll Friðbertsson hélt utan um flautuna í kvöld og honum til aðstoðar voru Daníel Ingi Þórisson og Tryggvi Elías Hermannsson. Varadómarinn var Ágúst Hjalti Tómasson og eftirlitsmaður var Jón Sigurjónsson. Það var yfir litlu að kvarta undan dómgæslunni hér í kvöld. Ekki erfiður leikur að dæma og engar stórar ákvarðanir svo teymið kemst þægilega frá þessu. Stemmingin og umgjörð Eins og við var að búast kannski vantaði örlítið upp á stemninguna úr stúkunni í kvöld hjá heimamönnum. Bærinn er mikill körfuboltabær og Keflavík átti leik gegn Grindavík í Smáranum í kvöld í körfunni svo við gefum þessu smá afslátt að sjá færri en við vildum en fullt kredit á alla þá sem lögðu leið sína á HS Orku völlinn. Viðtöl „Breyttum aðalega um hugarfar“ Pétur Pétursson var ánægður með hvernig hans konur spiluðu í seinni hálfleik.vísir/diego „Ég er hrikalega ánægður með sérstaklega seinni hálfleikinn. Mér fannst við ekki góðar í fyrri hálfleik og Keflavík gerði þetta bara mjög vel. Í fyrra endaði þetta 1-1 og í ár endaði þetta 2-1 og ég er bara mjög sáttur með það,“ sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals. Það mátti heyra á Pétri að hann hafi ekki verið ánægður með fyrri hálfleikinn og sagði hann að hugarfarsbreyting hafi átt sér stað fyrir seinni hálfleikinn. „Við bara breyttum aðalega um hugarfar og ákváðum að gera það sem við ætluðum að gera í fyrri hálfleik og stelpurnar gerðu það frábærlega.“ Jasmín Erla Ingadóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið boltann af krafti í höfuðið. „Hún er uppi á spítala. Hún vissi í raun ekkert af sér þannig að ég veit ekki hvernig staðan á henni er núna.“ Valsliðið snéri leiknum sér í hag í seinni hálfleiknum. „Mér fannst vinnuseminn í seinni hálfleik um leið og við mættum út á völl og fórum að pressa þær út um allt og gera þessa hluti sem við erum vanar að gera og allir með þá fannst mér við hafa tækifæri á því að vinna þennan leik.“ Pétur vildi ekki meina að það skipti miklu máli að spila á grasvelli í kvöld. „Síðast í fyrra þegar við spiluðum á þessu grasi í júní þá var hann verri en hann er í dag. Bæði liðin voru í stöggli að einhverju leyti en þetta er bara þessi árstími.“ Í lið Vals vantaði Amöndu Andradóttur en hún hefur verið virkilega öflug í upphafi móts og munaði um hana. „Já, það gerir það en það kemur alltaf annar inná og hún stóð sig vel,“ sagði Pétur að lokum. „Svo nálægt en samt svo fjarlægt“ Stelpurnar hans Jonathans Glenn hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Bestu deildinni.vísir/hulda margrét Keflavík máttu vera svekktar að fá ekkert út úr leiknum gegn Val en þær töpuðu 1-2. „Á móti Íslandsmeisturunum, virkilega gott lið. Mér fannst í fyrri hálfleik við vera betra liðið og skapa fínt af færum. Mér fannst ákvarðanatakan á síðasta þriðjung geta hafa verið betri,“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „Heilt yfir í fyrri hálfleik þá skorum við gott mark. Í seinni hálfleik þá byrjaði þetta ágætlega en svo fáum við á okkur ódýrt mark og þá misstum við svolítið eldmóðinn næstu tíu mínúturnar og fáum á okkur annað markið en við unnum okkur inn í leikinn aftur.“ Það var allt annað að sjá Keflavíkurliðið í þessum leik en þær áttu frábæran fyrri hálfleik. „Við breyttum örlítið taktískt. Við breyttum örlítið kerfinu. Leikmennirnir sem spiluðu í kvöld þeir stigu líka upp og ég var mjög ánægður með það og það er eitthvað til að byggja á,“ sagði Jonathan. „Varnarlega þá var þetta okkar besta frammistaða á þessu tímabili. Mér fannst við ekki gefa þeim nein opin færi. Heilt yfir góð frammistaða og svo nálægt en samt svo fjarlægt.“ Það voru ekki margir sem gáfu Keflavík mikla möguleika fyrir þennan leik en þær stóðu vel í Valsliðinu. „Já, við vorum á okkar heimavelli í fyrsta skipti og það var mjög gott. Ég var að vonast til að geta gefið stuðningsmönnum okkar eitthvað til að gleðjast yfir en ég get ekki skammast yfir þessari frammistöðu sem stelpurnar sýndu í kvöld. Þetta var mjög góð frammistaða og vonbrigði að fara tómhentar úr þessum leik.“ Það var margt jákvætt í liði Keflavíkur í kvöld og er Jonathan vongóður með framhaldið. „Já, við verðum að halda áfram og verðum að berjast. Ég held að á þessu tímabili sóknarlega ef við rýnum í tölfræðina um skot, horn o.fl þá erum við að gera fullt af góðum hlutum. Mér fannst þetta vera varnarlega okkar besti leikur í sumar jafnvel þótt við fengum á okkur tvö mörk á stuttum tíma en þetta er klárlega eitthvað til að byggja á og eitthvað sem við þurfum að vinna hart að.“ Besta deild kvenna Keflavík ÍF Valur
Valur heimsótti Keflavík suður með sjó í kvöld þegar liðin mættust í 4. umferð Bestu deildar kvenna. Eftir flottan fyrri hálfleik hjá Keflavík voru það Valsarar sem snéru þessu við og unnu 1-2 sigur. Leikurinn fór vel af stað og var Valsliðið fljótlega búið að koma fyrsta marktækifæri leiksins á rammann. Það voru hinsvegar heimakonur í Keflavík sem voru betri heilt yfir í fyrri hálfleik og lögðu líf og sál í baráttuna gegn Val. Á 18. mínútu leiksins fékk Jasmín Erla Ingadóttir fastann bolta í andlitið og reyndi svo að halda áfram. Hún reyni að harka af sér í nokkrar mínútur áður en Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir leysti hana af hólmi og mátti sjá að Jasmín Erla var ekki alveg með sjálfri sér. Það dró til tíðinda á 34. mínútu þegar Keflavík komst yfir. Keflavík sótti hratt að marki Vals og átti Saorla Lorraine Miller skot sem fór af varnarmanni og var á leið aftur fyrir en Elfa Karen Magnúsdóttir elti boltann og náði honum. Elfa Karen ætlaði að senda boltann fyrir markið en var of innarlega en vildi þó til að Fanney Inga Birkisdóttir missti boltann inn fyrir línuna og Keflavík leiddi í hálfleik. Valur jafnaði leikinn þegar 55 mínútur voru komnar á klukkuna en þá barst boltinn út til Fanndísar Friðriksdóttur sem lét vaða og boltinn lak í gegnum þvöguna í teig Keflavíkur og í hornið fjær. Nadía Atladóttir skoraði annað mark Vals fimm mínútum síðar og kom gestunum yfir í leiknum. Fékk góða sendingu frá Katie Cousins og lagði hann snyrtilega framhjá Veru Varis í marki Keflavíkur. Keflavík varðist vel það sem eftir lifði leiks og náði að halda Valsliðinu þokkalega í skefjum. Það fór svo að Valur hafði á endanum betur með tveimur mörkum gegn engu. Atvik leiksins Mark Keflavíkur var heldur skrautlegt. Elfa Karen virtist vera elta vonlausan bolta en nær honum og á sendingu fyrir markið sem virkaði ekkert sérlega hættuleg. Fanney Inga misreiknar þetta svakalega og boltinn fer inn fyrir línuna og Keflavík leiddi í hálfleik. Stjörnur og skúrkar Ég var mjög hrifinn af Elianna Esther Anna Beard í liði Keflavíkur. Hún var ógnandi og alltaf eitthvað um að vera í kringum hana. Sömuleiðis hægt að segja það um Saorla Lorraine Miller. Susanna Joy Friedrichs var svo skemmtileg í bakverðinum. Anita Lind var eins og klettur í öftustu línu Keflavíkur. Hjá Val var Katie Cousins virkilega öflug. Leitaði alltaf fram á við og var öflug á miðjunni hjá Val. Fanndís Friðriks var líka góð og jafnaði leikinn snemma í síðari hálfleik. Hailey Whitaker átti einnig skemmtilega spretti í leiknum. Fanney Inga Birkisdóttir getur þakkað Fanndísi og Nadíu Atladóttur fyrir það að sleppa með skrekkinn í dag. Ef Keflavík hefði fengið eitthvað úr þessum leik þá hefði hún verið skúrkurinn í dag. Var nálægt því en á frábæra liðsfélaga sem björguðu því. Dómarinn Guðmundur Páll Friðbertsson hélt utan um flautuna í kvöld og honum til aðstoðar voru Daníel Ingi Þórisson og Tryggvi Elías Hermannsson. Varadómarinn var Ágúst Hjalti Tómasson og eftirlitsmaður var Jón Sigurjónsson. Það var yfir litlu að kvarta undan dómgæslunni hér í kvöld. Ekki erfiður leikur að dæma og engar stórar ákvarðanir svo teymið kemst þægilega frá þessu. Stemmingin og umgjörð Eins og við var að búast kannski vantaði örlítið upp á stemninguna úr stúkunni í kvöld hjá heimamönnum. Bærinn er mikill körfuboltabær og Keflavík átti leik gegn Grindavík í Smáranum í kvöld í körfunni svo við gefum þessu smá afslátt að sjá færri en við vildum en fullt kredit á alla þá sem lögðu leið sína á HS Orku völlinn. Viðtöl „Breyttum aðalega um hugarfar“ Pétur Pétursson var ánægður með hvernig hans konur spiluðu í seinni hálfleik.vísir/diego „Ég er hrikalega ánægður með sérstaklega seinni hálfleikinn. Mér fannst við ekki góðar í fyrri hálfleik og Keflavík gerði þetta bara mjög vel. Í fyrra endaði þetta 1-1 og í ár endaði þetta 2-1 og ég er bara mjög sáttur með það,“ sagði Pétur Pétursson þjálfari Vals. Það mátti heyra á Pétri að hann hafi ekki verið ánægður með fyrri hálfleikinn og sagði hann að hugarfarsbreyting hafi átt sér stað fyrir seinni hálfleikinn. „Við bara breyttum aðalega um hugarfar og ákváðum að gera það sem við ætluðum að gera í fyrri hálfleik og stelpurnar gerðu það frábærlega.“ Jasmín Erla Ingadóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið boltann af krafti í höfuðið. „Hún er uppi á spítala. Hún vissi í raun ekkert af sér þannig að ég veit ekki hvernig staðan á henni er núna.“ Valsliðið snéri leiknum sér í hag í seinni hálfleiknum. „Mér fannst vinnuseminn í seinni hálfleik um leið og við mættum út á völl og fórum að pressa þær út um allt og gera þessa hluti sem við erum vanar að gera og allir með þá fannst mér við hafa tækifæri á því að vinna þennan leik.“ Pétur vildi ekki meina að það skipti miklu máli að spila á grasvelli í kvöld. „Síðast í fyrra þegar við spiluðum á þessu grasi í júní þá var hann verri en hann er í dag. Bæði liðin voru í stöggli að einhverju leyti en þetta er bara þessi árstími.“ Í lið Vals vantaði Amöndu Andradóttur en hún hefur verið virkilega öflug í upphafi móts og munaði um hana. „Já, það gerir það en það kemur alltaf annar inná og hún stóð sig vel,“ sagði Pétur að lokum. „Svo nálægt en samt svo fjarlægt“ Stelpurnar hans Jonathans Glenn hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum í Bestu deildinni.vísir/hulda margrét Keflavík máttu vera svekktar að fá ekkert út úr leiknum gegn Val en þær töpuðu 1-2. „Á móti Íslandsmeisturunum, virkilega gott lið. Mér fannst í fyrri hálfleik við vera betra liðið og skapa fínt af færum. Mér fannst ákvarðanatakan á síðasta þriðjung geta hafa verið betri,“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „Heilt yfir í fyrri hálfleik þá skorum við gott mark. Í seinni hálfleik þá byrjaði þetta ágætlega en svo fáum við á okkur ódýrt mark og þá misstum við svolítið eldmóðinn næstu tíu mínúturnar og fáum á okkur annað markið en við unnum okkur inn í leikinn aftur.“ Það var allt annað að sjá Keflavíkurliðið í þessum leik en þær áttu frábæran fyrri hálfleik. „Við breyttum örlítið taktískt. Við breyttum örlítið kerfinu. Leikmennirnir sem spiluðu í kvöld þeir stigu líka upp og ég var mjög ánægður með það og það er eitthvað til að byggja á,“ sagði Jonathan. „Varnarlega þá var þetta okkar besta frammistaða á þessu tímabili. Mér fannst við ekki gefa þeim nein opin færi. Heilt yfir góð frammistaða og svo nálægt en samt svo fjarlægt.“ Það voru ekki margir sem gáfu Keflavík mikla möguleika fyrir þennan leik en þær stóðu vel í Valsliðinu. „Já, við vorum á okkar heimavelli í fyrsta skipti og það var mjög gott. Ég var að vonast til að geta gefið stuðningsmönnum okkar eitthvað til að gleðjast yfir en ég get ekki skammast yfir þessari frammistöðu sem stelpurnar sýndu í kvöld. Þetta var mjög góð frammistaða og vonbrigði að fara tómhentar úr þessum leik.“ Það var margt jákvætt í liði Keflavíkur í kvöld og er Jonathan vongóður með framhaldið. „Já, við verðum að halda áfram og verðum að berjast. Ég held að á þessu tímabili sóknarlega ef við rýnum í tölfræðina um skot, horn o.fl þá erum við að gera fullt af góðum hlutum. Mér fannst þetta vera varnarlega okkar besti leikur í sumar jafnvel þótt við fengum á okkur tvö mörk á stuttum tíma en þetta er klárlega eitthvað til að byggja á og eitthvað sem við þurfum að vinna hart að.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti