Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2024 10:43 Teiknuð mynd úr dómsal í gær. Á henni má sjá Trump lengst til vinstri, Nechelles fyrir miðju, Merchan efst fyrir miðju og Daniels lengst til hægri. AP/Elizabeth Williams Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. Í hléi í dómsal í gær kallaði Juan Merchan, dómari, á Todd Blanche, lögmann Trumps, og sagði forsetann fyrrverandi ítrekað vera að blóta svo í honum heyrðist og sakaði hann um að reyna að ógna Daniels meðan hún væri að bera vitni. „Ég átta mig á því að skjólstæðingur þinn er ósáttur en hann er að blóta upphátt og hristir höfuðið. Það gæti mögulega ógnað vitninu og kviðdómendur geta séð það,“ sagði Merchan. Hann sagðist hafa talað við Blanche því hann vildi ekki gera Trump vandræðalegan og sagði lögmanninum að tala við Trump. Hann myndi ekki líða svona hegðun í sínum dómsal. „Kjaftæði“ Stormy Daniels hefur haldið því fram að Trump hafi haldið fram hjá eiginkonu sinni með henni árið 2006 en Trump þvertekur fyrir það. Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi Daniels 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016 svo hún segði ekki frá sögu sinni. Trump er sakaður um að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi Cohen fyrir þagnargreiðsluna til Daniels. Þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Í grein Washington Post segir að í kjölfar ítarlegra lýsinga Daniels hafi lögmenn Trumps krafist þess að málinu yrði vísað frá. Dómarinn hafnaði þeirri kröfu en mögulegt að þær muni gefa Trump gott tilefni til að áfrýja málinu, verði hann fundinn sekur. Meðal annars lýsti hún því hvernig Trump hefði ekki verið með smokk og hvernig hún rasskellti hann með tímariti. Þá sagði Daniels að Trump hefði sagt henni að hafa engar áhyggjur af eiginkonu hans, Melaniu Trump, því þau svæfu ekki einu sinni í sama herberginu. Við það hristi Trump höfuðið, samkvæmt frétt New York Times, og sagði „kjaftæði“ svo hátt að það heyrðist. Donald Trump og lögmaður hans Todd Blanche eftir réttarhöldin í gær.AP/Sarah Yenesel Sagði Trump hafa staðið í vegi sínum Á köflum virtist sem Daniels væri að lýsa kynlífsathöfnum sem hún hefði ekki viljað taka þátt í og sagði að Trump hefði verið stærri en hún og hefði verið í vegi hennar þegar hún reyndi að fara, en ekki á ógnandi hátt, eins og hún lýsti því. Þá sagðist hún ekki hafa viljað sofa hjá Trump en hún hefði aldrei sagt svo upphátt. Daniels sagði þó að ákveðið valdaójafnvægi hafi verið í herberginu og að eftir það hefði hún titrað svo mikið að hún hefði átt erfitt með að klæða sig. Þær lýsingar gætu haft mikil áhrif á kviðdómendur, sem gæti verið metið honum í hag fari hann fram á áfrýjun. Á annan tug kvenna hafa sakaði Trump um kynferðisbrot í gegnum árin en hann hefur hafnað öllum þeim ásökunum. Í fyrra komust kviðdómendur í New York að þeirri niðurstöðu að Trump hefði nauðgað E. Jean Carroll á tíunda áratug síðustu aldar. Á einum tímapunkti í gær skammaði Merchan saksóknarana í málinu og sagði spurningar þeirra og ítarlegar lýsingar Daniels á þessum meintu kynlífsathöfnum væru hreinlega óþarfi. Það var um það leyti sem lögmenn Trumps fóru fram á að málið yrði fellt niður. Eins og áður segir hafnaði Merchan því. Judge:At this point, I do not believe that a mistrial is warranted.— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) May 7, 2024 Susan Nechelles, annar lögmaður Trumps, notaði sínar spurningar til Daniels til að segja hana lygara og tækifærissinna. Hún sagði sögu Daniels hafa breyst mjög í gegnum árin og vísaði í bók hennar um málið því til stuðnings. Þá sakaði Nechelles Daniels um að hafa logið því að stuðningsmaður Trumps hefði hótað henni og dóttur hennar í bílastæðahúsi í Las Vegas. Daniels lýsti undanförnum árum sem kvöl og pínu. Hún sagði stuðningsmenn Trumps hafa hótað sér ítrekað í gegnum árin og að það hefði haft mikil áhrif á líf hennar. Nechelles sakaði Daniels um að hata Trump og vilja að Trump endaði í fangelsi. Vísaði hún til færslu Daniels á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist ætla að dansa á götum úti ef Trump endaði í fangelsi. „Ég vil að hann verði dregin til ábyrgðar,“ sagði Daniels. Nechelles sakaði Daniels þá um að reyna að kúga fé úr Trump, sem Daniels sagði rangt. Hún sagði þó seinna meir að hún hefði séð tækifæri til að hagnast seinna meir og það væri ekkert að því. Daniels viðurkenndi einnig að skulda Trump rúma 660 þúsund dali vegna dómsmála gegn Trupm sem hún tapaði. Hún sagðist ekki ætla að borga þá skuld. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Stormy Daniels í dómsal með Trump Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkona, mun bera vitni í réttarhöldunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York í dag. Búist er við því að hún muni segja kviðdómendum frá því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi henni 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 7. maí 2024 14:16 Reynt að siga lögreglu á vitni í málinu gegn Trump Bandarísku lögregluna grunar að sá sem sendi falska tilkynningu um morð á heimili vitnis í sakamáli á hendur Donald Trump hafi með henni reynt að siga vopnuðum sérsveitarmönnum á vitnið. Tilkynningin barst daginn sem vitnið kom fyrir dóm í New York. 7. maí 2024 12:06 Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Í hléi í dómsal í gær kallaði Juan Merchan, dómari, á Todd Blanche, lögmann Trumps, og sagði forsetann fyrrverandi ítrekað vera að blóta svo í honum heyrðist og sakaði hann um að reyna að ógna Daniels meðan hún væri að bera vitni. „Ég átta mig á því að skjólstæðingur þinn er ósáttur en hann er að blóta upphátt og hristir höfuðið. Það gæti mögulega ógnað vitninu og kviðdómendur geta séð það,“ sagði Merchan. Hann sagðist hafa talað við Blanche því hann vildi ekki gera Trump vandræðalegan og sagði lögmanninum að tala við Trump. Hann myndi ekki líða svona hegðun í sínum dómsal. „Kjaftæði“ Stormy Daniels hefur haldið því fram að Trump hafi haldið fram hjá eiginkonu sinni með henni árið 2006 en Trump þvertekur fyrir það. Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi Daniels 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016 svo hún segði ekki frá sögu sinni. Trump er sakaður um að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi Cohen fyrir þagnargreiðsluna til Daniels. Þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Í grein Washington Post segir að í kjölfar ítarlegra lýsinga Daniels hafi lögmenn Trumps krafist þess að málinu yrði vísað frá. Dómarinn hafnaði þeirri kröfu en mögulegt að þær muni gefa Trump gott tilefni til að áfrýja málinu, verði hann fundinn sekur. Meðal annars lýsti hún því hvernig Trump hefði ekki verið með smokk og hvernig hún rasskellti hann með tímariti. Þá sagði Daniels að Trump hefði sagt henni að hafa engar áhyggjur af eiginkonu hans, Melaniu Trump, því þau svæfu ekki einu sinni í sama herberginu. Við það hristi Trump höfuðið, samkvæmt frétt New York Times, og sagði „kjaftæði“ svo hátt að það heyrðist. Donald Trump og lögmaður hans Todd Blanche eftir réttarhöldin í gær.AP/Sarah Yenesel Sagði Trump hafa staðið í vegi sínum Á köflum virtist sem Daniels væri að lýsa kynlífsathöfnum sem hún hefði ekki viljað taka þátt í og sagði að Trump hefði verið stærri en hún og hefði verið í vegi hennar þegar hún reyndi að fara, en ekki á ógnandi hátt, eins og hún lýsti því. Þá sagðist hún ekki hafa viljað sofa hjá Trump en hún hefði aldrei sagt svo upphátt. Daniels sagði þó að ákveðið valdaójafnvægi hafi verið í herberginu og að eftir það hefði hún titrað svo mikið að hún hefði átt erfitt með að klæða sig. Þær lýsingar gætu haft mikil áhrif á kviðdómendur, sem gæti verið metið honum í hag fari hann fram á áfrýjun. Á annan tug kvenna hafa sakaði Trump um kynferðisbrot í gegnum árin en hann hefur hafnað öllum þeim ásökunum. Í fyrra komust kviðdómendur í New York að þeirri niðurstöðu að Trump hefði nauðgað E. Jean Carroll á tíunda áratug síðustu aldar. Á einum tímapunkti í gær skammaði Merchan saksóknarana í málinu og sagði spurningar þeirra og ítarlegar lýsingar Daniels á þessum meintu kynlífsathöfnum væru hreinlega óþarfi. Það var um það leyti sem lögmenn Trumps fóru fram á að málið yrði fellt niður. Eins og áður segir hafnaði Merchan því. Judge:At this point, I do not believe that a mistrial is warranted.— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) May 7, 2024 Susan Nechelles, annar lögmaður Trumps, notaði sínar spurningar til Daniels til að segja hana lygara og tækifærissinna. Hún sagði sögu Daniels hafa breyst mjög í gegnum árin og vísaði í bók hennar um málið því til stuðnings. Þá sakaði Nechelles Daniels um að hafa logið því að stuðningsmaður Trumps hefði hótað henni og dóttur hennar í bílastæðahúsi í Las Vegas. Daniels lýsti undanförnum árum sem kvöl og pínu. Hún sagði stuðningsmenn Trumps hafa hótað sér ítrekað í gegnum árin og að það hefði haft mikil áhrif á líf hennar. Nechelles sakaði Daniels um að hata Trump og vilja að Trump endaði í fangelsi. Vísaði hún til færslu Daniels á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist ætla að dansa á götum úti ef Trump endaði í fangelsi. „Ég vil að hann verði dregin til ábyrgðar,“ sagði Daniels. Nechelles sakaði Daniels þá um að reyna að kúga fé úr Trump, sem Daniels sagði rangt. Hún sagði þó seinna meir að hún hefði séð tækifæri til að hagnast seinna meir og það væri ekkert að því. Daniels viðurkenndi einnig að skulda Trump rúma 660 þúsund dali vegna dómsmála gegn Trupm sem hún tapaði. Hún sagðist ekki ætla að borga þá skuld.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Stormy Daniels í dómsal með Trump Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkona, mun bera vitni í réttarhöldunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York í dag. Búist er við því að hún muni segja kviðdómendum frá því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi henni 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 7. maí 2024 14:16 Reynt að siga lögreglu á vitni í málinu gegn Trump Bandarísku lögregluna grunar að sá sem sendi falska tilkynningu um morð á heimili vitnis í sakamáli á hendur Donald Trump hafi með henni reynt að siga vopnuðum sérsveitarmönnum á vitnið. Tilkynningin barst daginn sem vitnið kom fyrir dóm í New York. 7. maí 2024 12:06 Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Sjá meira
Stormy Daniels í dómsal með Trump Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkona, mun bera vitni í réttarhöldunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York í dag. Búist er við því að hún muni segja kviðdómendum frá því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi henni 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016. 7. maí 2024 14:16
Reynt að siga lögreglu á vitni í málinu gegn Trump Bandarísku lögregluna grunar að sá sem sendi falska tilkynningu um morð á heimili vitnis í sakamáli á hendur Donald Trump hafi með henni reynt að siga vopnuðum sérsveitarmönnum á vitnið. Tilkynningin barst daginn sem vitnið kom fyrir dóm í New York. 7. maí 2024 12:06
Ávítti Trump aftur og ítrekaði fangelsishótun Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum. 6. maí 2024 15:02