Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. maí 2024 21:54 U18 landsliðið er á leiðinni til Kína þar sem það mun keppa á heimsmeistaramóti í handbolta. Að taka þátt í slíkri keppni er alls ekki ókeypis, fyrir íslenska liðið að minnsta kosti. Aðsend Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. Jóhanna Gunnlaugsdóttir á dóttur í U18 landsliðinu. Hún segir mikinn heiður fylgja því að vera valin í landsliðið en furðar sig á hinum gríðarlega kostnaði sem því fylgir. Lítill áhugi hjá fyrirtækjum „Þetta er eiginlega ekkert nýtt. Þetta er búið að vera svona í mörg ár,“ segir Jóhanna í samtali við Vísi. Hún áætlar að hingað til hafi keppendur U18 landsliðsins verið að borga í kringum 300 þúsund krónur á ári í keppnisferðir. Hún segir að HSÍ fái árlega styrk til þess að létta undir kostnaðarbyrði en vegna þess að bæði A-landsliðin séu að keppa á bæði EM og HM auk margra af yngri liðunum sé hann fljótur að klárast. „Þannig að HSÍ á bara ekki pening fyrir þessu, fær engan stuðning frá ríkinu til að senda þessa krakka út,“ segir Jóhanna. Kostnaðarbyrðin lendi því á foreldrunum. „Og það virðist vera lítill áhugi hjá fyrirtækjum að styðja við afreksíþróttafólkið okkar, eða alla vega börnin.“ A-landsliðin fái flestalla styrkina. Jóhanna segir sama vandamál viðgangast í fleiri íþróttum, til að mynda körfubolta, fimleikum og frjálsum íþróttum.Aðsend „Mér finnst vera spurning sem samfélagið þarf að spyrja sig að, viljum við í alvörunni koma svona fram við afreksíþróttafólkið okkar?“ segir Jóhanna. U18 landslið kvenna keppir á heimsmeistaramótinu í handbolta í Kína í ágúst. „Það mun kosta okkur sirka 600 þúsund, að senda barnið út. Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið,“ segir Jóhanna. Liðsmennirnir séu að sjálsögðu stoltir, en tíma þeirra sé betur varið í að æfa sig heldur en að selja klósettpappír og pítsudeig í allt sumar. Hún veltir því fyrir sér hversu margir krakkar hafi hætt í handbolta vegna þess kostnaðar sem fylgir því að taka þatt í alþjóðleum mótum. Hún segist vita um mörg dæmi þar sem krakkar sem náð hafa langt í bæði fótbolta og handbolta hafi hætt í handboltanum og snúið sér alfarið að fótboltanum vegna þess að þar séu styrkir fyrir keppnisferðum mun hærri. Handboltinn ekkert einsdæmi „Það vantar inn í umræðuna að við þurfum bara að gera betur sem samfélag. Jú jú, HSÍ getur örugglega gert eitthvað betur en ég held að það myndi alltaf duga frekar skammt. Ég held að þetta snúist meira um stuðning frá ríkinu,“ segir Jóhanna. Hún bendir á að í Noregi þurfi keppendur í U18 liðum ekki að borga sjálfir fyrir slík mót, og fái meira að segja skó til afnota. Í sumum löndum fái keppendur dagpeninga á mótunum. Hún segir tímabært að íslenskt samfélag auki sinn stuðning við afreksíþróttafólk. Það myndi jafnvel stuðla að betri árangri. Þá bendir Jóhanna á að staðan sé sú sama í öðrum íþróttum. „Þetta er alveg eins í körfunni, blakinu, fimleikunum og í frjálsum. Við eigum náttúrlega ótrúlega mikið af geggjuðu íþróttafólki í þessu litla landi og við erum bara ekki að styðja við bakið á þeim. Þannig að það er eiginlega enn ótrúlegra að við séum að ná þessum árangri,“ segir hún að lokum. Handbolti Landslið kvenna í handbolta Íþróttir barna Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Már magnaður í naumu tapi Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Sjá meira
Jóhanna Gunnlaugsdóttir á dóttur í U18 landsliðinu. Hún segir mikinn heiður fylgja því að vera valin í landsliðið en furðar sig á hinum gríðarlega kostnaði sem því fylgir. Lítill áhugi hjá fyrirtækjum „Þetta er eiginlega ekkert nýtt. Þetta er búið að vera svona í mörg ár,“ segir Jóhanna í samtali við Vísi. Hún áætlar að hingað til hafi keppendur U18 landsliðsins verið að borga í kringum 300 þúsund krónur á ári í keppnisferðir. Hún segir að HSÍ fái árlega styrk til þess að létta undir kostnaðarbyrði en vegna þess að bæði A-landsliðin séu að keppa á bæði EM og HM auk margra af yngri liðunum sé hann fljótur að klárast. „Þannig að HSÍ á bara ekki pening fyrir þessu, fær engan stuðning frá ríkinu til að senda þessa krakka út,“ segir Jóhanna. Kostnaðarbyrðin lendi því á foreldrunum. „Og það virðist vera lítill áhugi hjá fyrirtækjum að styðja við afreksíþróttafólkið okkar, eða alla vega börnin.“ A-landsliðin fái flestalla styrkina. Jóhanna segir sama vandamál viðgangast í fleiri íþróttum, til að mynda körfubolta, fimleikum og frjálsum íþróttum.Aðsend „Mér finnst vera spurning sem samfélagið þarf að spyrja sig að, viljum við í alvörunni koma svona fram við afreksíþróttafólkið okkar?“ segir Jóhanna. U18 landslið kvenna keppir á heimsmeistaramótinu í handbolta í Kína í ágúst. „Það mun kosta okkur sirka 600 þúsund, að senda barnið út. Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir landsliðið,“ segir Jóhanna. Liðsmennirnir séu að sjálsögðu stoltir, en tíma þeirra sé betur varið í að æfa sig heldur en að selja klósettpappír og pítsudeig í allt sumar. Hún veltir því fyrir sér hversu margir krakkar hafi hætt í handbolta vegna þess kostnaðar sem fylgir því að taka þatt í alþjóðleum mótum. Hún segist vita um mörg dæmi þar sem krakkar sem náð hafa langt í bæði fótbolta og handbolta hafi hætt í handboltanum og snúið sér alfarið að fótboltanum vegna þess að þar séu styrkir fyrir keppnisferðum mun hærri. Handboltinn ekkert einsdæmi „Það vantar inn í umræðuna að við þurfum bara að gera betur sem samfélag. Jú jú, HSÍ getur örugglega gert eitthvað betur en ég held að það myndi alltaf duga frekar skammt. Ég held að þetta snúist meira um stuðning frá ríkinu,“ segir Jóhanna. Hún bendir á að í Noregi þurfi keppendur í U18 liðum ekki að borga sjálfir fyrir slík mót, og fái meira að segja skó til afnota. Í sumum löndum fái keppendur dagpeninga á mótunum. Hún segir tímabært að íslenskt samfélag auki sinn stuðning við afreksíþróttafólk. Það myndi jafnvel stuðla að betri árangri. Þá bendir Jóhanna á að staðan sé sú sama í öðrum íþróttum. „Þetta er alveg eins í körfunni, blakinu, fimleikunum og í frjálsum. Við eigum náttúrlega ótrúlega mikið af geggjuðu íþróttafólki í þessu litla landi og við erum bara ekki að styðja við bakið á þeim. Þannig að það er eiginlega enn ótrúlegra að við séum að ná þessum árangri,“ segir hún að lokum.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta Íþróttir barna Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Már magnaður í naumu tapi Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Sjá meira