Frestun verkfalla kemur til greina Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. maí 2024 11:12 Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis segist fara bjartsýnn á fund ríkissáttasemjara sem hefst klukkan 12. Vísir/Ívar Formaður Sameykis segir koma til greina að fresta verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Hann fer bjartsýnn til fundar hjá ríkissáttasemjara og telur að mögulega verði hægt að ljúka samningum áður en aðgerðirnar skella á. Ríkissáttasemjari hefur boðað stéttarfélög starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtök atvinnulífsins á fund í Karphúsinu á hádegi. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á flugvellinum síðdegis á fimmtudag. Vika er liðin síðan samningsaðilar hittust síðast, eða á sunnudag. Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis segir sáttasemjara væntanlega leiða aðila saman nú til að meta hvort hægt sé að halda viðræðum áfram. „Nú er ég ekki alveg viss um hvaða kraftar voru þar að verki eða hvað hann hefur verið með á sínu vinnuborði frá því við hittum síðar, en reikna með því að hann vilji allavega taka stöðuna.“ Þórarinn segir Sameyki og FFR ganga saman að samningaborðinu sem einn hópur. „Í vetur byrjaði FFR aðeins fyrr að ræða við Isavia, þau voru búin að vera í samtali við félagið frá því í september. Við settum fram okkar kröfur í byrjun þessa árs og síðan þá ákváðum við að vinna saman að kröfugerðinni því þetta eru sömu málin. Enda erum við að semja fyrir sömu starfsheiti.“ Strandar ekki á launaliðnum Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samtökin myndu krefjast þess að aðgerðunum yrði frestað þegar gengið yrði aftur að samningaborðinu. Þórarinn segir það koma til greina. „Ég held það komi í raun allt til greina ef það er góður samningsvilji. Ef við sjáum og finnum það að við séum á sameiginlegu ferðalagi við að leysa deiluna, þá getur allt verið uppi á borðum.“ Ég held að svo framarlega sem aðilar tali saman og reyni að ná saman gæti okkur alveg auðnast að ljúka samningum áður en aðgerðir skella á, en það þarf að vera góður vilji. Kröfur þeirra snúist fyrst og fremst að samræmingu réttinda, vinnuumhverfis og skipulags. „Isavia hefur samið við einstök stéttarfélög með ólíkum hætti. Samningar okkar og FFR eru ekki nákvæmlega eins hvað varðar vinnutíma og launamyndum sem er afar óheppilegt þegar er verið að vinna undir sama starfsheiti.“ Þannig þetta strandar ekki á launaliðnum? „Það gerir það ekki. Við getum alveg útfært hann, það er ekki vandamálið.“ Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-24 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað stéttarfélög starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Samtök atvinnulífsins á fund í Karphúsinu á hádegi. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á flugvellinum síðdegis á fimmtudag. Vika er liðin síðan samningsaðilar hittust síðast, eða á sunnudag. Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis segir sáttasemjara væntanlega leiða aðila saman nú til að meta hvort hægt sé að halda viðræðum áfram. „Nú er ég ekki alveg viss um hvaða kraftar voru þar að verki eða hvað hann hefur verið með á sínu vinnuborði frá því við hittum síðar, en reikna með því að hann vilji allavega taka stöðuna.“ Þórarinn segir Sameyki og FFR ganga saman að samningaborðinu sem einn hópur. „Í vetur byrjaði FFR aðeins fyrr að ræða við Isavia, þau voru búin að vera í samtali við félagið frá því í september. Við settum fram okkar kröfur í byrjun þessa árs og síðan þá ákváðum við að vinna saman að kröfugerðinni því þetta eru sömu málin. Enda erum við að semja fyrir sömu starfsheiti.“ Strandar ekki á launaliðnum Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að samtökin myndu krefjast þess að aðgerðunum yrði frestað þegar gengið yrði aftur að samningaborðinu. Þórarinn segir það koma til greina. „Ég held það komi í raun allt til greina ef það er góður samningsvilji. Ef við sjáum og finnum það að við séum á sameiginlegu ferðalagi við að leysa deiluna, þá getur allt verið uppi á borðum.“ Ég held að svo framarlega sem aðilar tali saman og reyni að ná saman gæti okkur alveg auðnast að ljúka samningum áður en aðgerðir skella á, en það þarf að vera góður vilji. Kröfur þeirra snúist fyrst og fremst að samræmingu réttinda, vinnuumhverfis og skipulags. „Isavia hefur samið við einstök stéttarfélög með ólíkum hætti. Samningar okkar og FFR eru ekki nákvæmlega eins hvað varðar vinnutíma og launamyndum sem er afar óheppilegt þegar er verið að vinna undir sama starfsheiti.“ Þannig þetta strandar ekki á launaliðnum? „Það gerir það ekki. Við getum alveg útfært hann, það er ekki vandamálið.“
Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023-24 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. 3. maí 2024 19:02