Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Bjarki Sigurðsson skrifar 3. maí 2024 19:02 Ragnar Árnason er forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Einar Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. Verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli hefjast að óbreyttu fimmtudaginn níunda maí þegar ótímabundið yfirvinnubann félagsmanna Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins tekur gildi. Daginn eftir leggur starfsfólk öryggisleitar flugvallarins niður störf í fjóra tíma og endurtaka leikin þrjá daga til viðbótar. Starfsemi flugvallarins mun að miklu leyti lamast á þeim tíma. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins (SA), sem sjá um að semja við stéttarfélögin fyrir hönd ISAVIA, segir það mikilvægt að komast aftur að samningaborðinu. „Þeir vilja fá það sem aðrir hafa samið um en síðan meira en það. Ýmis mál sem snúa að innanhúsmálum varðandi vinnufyrirkomulag og fleira hjá ISAVIA sem er auðvitað eðlilegt að ræða en það hefur ekki komið til greina af hálfu SA að fara fram hjá þessari launastefnu, sem hefur þegar verið mörkuð,“ segir Ragnar. Fyrsta krafa SA verði að verkfallsaðgerðum sé frestað. „Það er auðvitað áhyggjuefni að þau stéttarfélög sem eru með starfsfólk á Keflavíkurflugvelli sjái einhvern veginn í hendi sér að það sé sjálfsagt að fara í verkföll til að knýja á um meira en almennt gengur og gerist um launafólk hér á landi. Það er eitthvað sem maður veltir fyrir sér varðandi vinnumarkaðslíkanið hér á landi að þetta sé í boði. Að minni hópar marka sérstaka launastefnu, fram hjá þeirri stefnu sem aðrir eru tilbúnir að samþykkja,“ segir Ragnar. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli hefjast að óbreyttu fimmtudaginn níunda maí þegar ótímabundið yfirvinnubann félagsmanna Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins tekur gildi. Daginn eftir leggur starfsfólk öryggisleitar flugvallarins niður störf í fjóra tíma og endurtaka leikin þrjá daga til viðbótar. Starfsemi flugvallarins mun að miklu leyti lamast á þeim tíma. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins (SA), sem sjá um að semja við stéttarfélögin fyrir hönd ISAVIA, segir það mikilvægt að komast aftur að samningaborðinu. „Þeir vilja fá það sem aðrir hafa samið um en síðan meira en það. Ýmis mál sem snúa að innanhúsmálum varðandi vinnufyrirkomulag og fleira hjá ISAVIA sem er auðvitað eðlilegt að ræða en það hefur ekki komið til greina af hálfu SA að fara fram hjá þessari launastefnu, sem hefur þegar verið mörkuð,“ segir Ragnar. Fyrsta krafa SA verði að verkfallsaðgerðum sé frestað. „Það er auðvitað áhyggjuefni að þau stéttarfélög sem eru með starfsfólk á Keflavíkurflugvelli sjái einhvern veginn í hendi sér að það sé sjálfsagt að fara í verkföll til að knýja á um meira en almennt gengur og gerist um launafólk hér á landi. Það er eitthvað sem maður veltir fyrir sér varðandi vinnumarkaðslíkanið hér á landi að þetta sé í boði. Að minni hópar marka sérstaka launastefnu, fram hjá þeirri stefnu sem aðrir eru tilbúnir að samþykkja,“ segir Ragnar.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira