Sambærileg rúðubrot í Lækjargötu og á Skólavörðustíg Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2024 11:35 Rúðubrotin í Korakmarket við Skólavörðustíg eru sambærileg við þau sem voru í Just Kebab við Lækjargötu í nótt. Svo virðist sem sami einstaklingur hafi gert víðreist í nótt sem og 29. apríl en þá voru rúður einnig brotnar á báðum stöðum. vísir/vilhelm Lögreglan var kölluð til vegna brothljóða í nótt en þá höfðu allar rúður verið brotnar á staðnum Just Kebab við Lækjargötu. Rúðurnar eru þrjár stórar og svo voru rúður í dyrum einnig brotnar. Hið athyglisverða við þetta er að rúðubrotin eru svo til nákvæmlega eins og þau sem áttu sér stað í Kormakmarket við Skólavörðustíg 21, en Vísir hefur greint frá því. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi telur ekki ólíklegt að þarna sé sami maður á ferð. „Þú ert sennilega bara búinn að leysa málið,“ segir Guðmundur Pétur við blaðamann. „Ég er ekki búinn að skoða þetta, gögnin eiga eftir að berast til mín. Þetta er splunkunýtt.“ Það var RÚV sem greindi frá atvikinu við Just Kebab og Vísir sá þegar í hendi sér að um hliðstæð atvik er að ræða. Guðmundur Pétur segir að eigendur verði að bera sig eftir björginni en það gætu þeir gert með því að setja upp áberandi myndavélar. Þetta snúist allt um að geta sannað verknaðinn. Úr frétt RÚV en ummerkin eru svipuð.skjáskot Þetta er í annað skiptið sem eignaspjöll eru tilkynnt við Just Kebab og það passar, þau eiga sér stað á svipuðum tíma eða 29. apríl og svo 3. maí. „Við erum með mann nefndan, af hálfu búðareigandans, en við getum ekki sannað neitt á hann. En það bendir auðvitað flest til að þarna séu einhverjar illdeilur að baki en við bara getum ekkert fullyrt um það á þessu stigi,“ segir Guðmundur Pétur. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Hið athyglisverða við þetta er að rúðubrotin eru svo til nákvæmlega eins og þau sem áttu sér stað í Kormakmarket við Skólavörðustíg 21, en Vísir hefur greint frá því. Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi telur ekki ólíklegt að þarna sé sami maður á ferð. „Þú ert sennilega bara búinn að leysa málið,“ segir Guðmundur Pétur við blaðamann. „Ég er ekki búinn að skoða þetta, gögnin eiga eftir að berast til mín. Þetta er splunkunýtt.“ Það var RÚV sem greindi frá atvikinu við Just Kebab og Vísir sá þegar í hendi sér að um hliðstæð atvik er að ræða. Guðmundur Pétur segir að eigendur verði að bera sig eftir björginni en það gætu þeir gert með því að setja upp áberandi myndavélar. Þetta snúist allt um að geta sannað verknaðinn. Úr frétt RÚV en ummerkin eru svipuð.skjáskot Þetta er í annað skiptið sem eignaspjöll eru tilkynnt við Just Kebab og það passar, þau eiga sér stað á svipuðum tíma eða 29. apríl og svo 3. maí. „Við erum með mann nefndan, af hálfu búðareigandans, en við getum ekki sannað neitt á hann. En það bendir auðvitað flest til að þarna séu einhverjar illdeilur að baki en við bara getum ekkert fullyrt um það á þessu stigi,“ segir Guðmundur Pétur.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Rúður skotnar í spað í verslun innflytjenda Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu. 30. apríl 2024 13:27