Hvernig bíla eiga frambjóðendur? Bílablinda, lögregluleyfi og draumur um Volvo Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. maí 2024 07:00 Allir frambjóðendur sem svöruðu Vísi eiga bíl, utan eins. Bíll getur sagt margt um eigandann. Sumir elska bílana sína á meðan aðrir eiga ekki bíla og eða er drullusama um bílana sína. Flestir Íslendingar eiga slík tryllitæki og því er ekki úr vegi að kanna stöðuna hjá forsetaframbjóðendum. Vísir sendi öllum forsetaframbjóðendum lauflétta fyrirspurn um bíl viðkomandi. Líka tilfinningar þeirra til bílsins, hvort þær séu yfirhöfuð til staðar og þá hversu sterkar þær séu. Ekki bárust svör frá Arnari Þór Jónssyni, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur og Viktori Traustasyni. Bílar forsetaframbjóðenda í ár eru eins misjafnir og þeir eru margir. Ekki allir þeirra eiga bíl, á meðan aðrir eru á smábíl og einhverjir á jeppa. Enn aðrir gefa ekkert upp um eigin bíl heldur láta þess getið að þeir séu með rafbíl sem fáist gefins og sendu Vísi það sem virðist vera tölvugerð mynd. Sérstakt lögregluleyfi og bílablinda „Ég hef aldrei tekið bílpróf og keyri þarafleiðandi ekki bíl. Ég hef í starfi mínu sem leikari einstöku sinnum þurft að keyra bíl og þá hefur verið fengið sérstakt leyfi hjá lögreglu svo tryggt sé að ég leggi ekki líf og limi annarra í hættu,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í svari til Vísis. „Ég er að auki með svokallaða bílablindu, sé lítinn mun á ökutækjum sem hefur til dæmis valdið því að ég sest ítrekað upp í bíla hjá ókunnugum þegar ég fer með vinum mínum á stúfana. Sumu vinum mínum finnst leiðinlegt áhugaleysi mitt þegar þeir hafa eignast ný ökutæki en svona er þetta bara.“ Steinunn Ólína hefur aldrei átt bíl. Vísir/Vilhelm Þýðir ekki að vera á stórum bíl í miðbænum Halla Tómasdóttir var stuttorð í svörum til Vísis. Sendi sólskinsmynd af sér með sínum kagga. Toyota Yaris, árgerð 2014. „Það þýðir ekki að vera á stórum bíl í miðbænum.“ Halla reffileg með sólgleraugu fyrir framan Yaris-inn í miðbæ Reykjavíkur. Spánýr Hyundai jepplingur Helga Þórisdóttir er álíka stuttorð og Halla Tómas. Hún er á glænýjum Hyundai Tucson „plug-in hybrid,“ jeppling. Bíllinn er spánýr, frá því í fyrra 2023. Helga með Tucson jepplingnum. Lifað tímana tvenna „Við hjónin keyptum Hondu CRV af ömmu og afa þegar við byrjuðum að búa sem hefur fylgt okkur síðan. Græjan er silfurgrá 2006 módel og hefur lifað tímana tvenna og stundum ekki verið hugað líf,“ segir Halla Hrund Logadóttir í svörum sínum til Vísis. „Eftir að við fluttum heim frá Bandaríkjunum höfum við getað gengið og hjólað í vinnu og Hondan því nýst í ferðalög og skutl þegar þörf er á. Vinnuferðir hafa verið farnar á rafbíl. Hondan er keyrð ansi hressilega við settum okkur það markmið að safna fyrir rafmagnsbíl þar til 200.000 km múrinn væri rofinn sem styttist nú óðum í,“ segir Halla Hrund. „Þessi slaka bílastaða mín fer mjög fyrir brjóstið á föður mínum sem er annálaður bílaáhugamaður og getur séð út árgerð bíla út frá minnstu smáatriðum líkt og staðsetningu stefnuljósa. Ég nýt hins vegar góðs af því að vera á spánýjum rafbíl frá Brimborg næstu vikurnar á kosningaferðalagi og er afar þakklát fyrir það!“ Halla með jeppanum góða. Átt 22 ára gamlan bíl í sautján ár „Þessi stóri er Renault Master 2002 hef átt hann siðan 2007. Hann hefur verið aðal bílinn minn og notaður í mörg ferðalög og keppnir. Lét ég mér hann nægja þángað til í fyrra, þá sankaði ég að mér tveimur bílum,“ segir Eiríkur Ingi Jóhannsson. „Einn sem átti að vera bara stuttlega hjá mér meðan ég skipti um legur í kassanum á þeim stóra, svo fékk ég mér þennan rauða viku seinna vélar vana og setti spá nýja stuttblokk í hann fyrr á árinu,“ útskýrir Eiríkur. Hann segist hafa keyrt hann 5000 kílómetra síðan. „Ágætis bíll en ég er ekki hrifin af sídrifsbílunum né bílum sem taka fyrir hendur manns eins og þessar hald bremsur í brekkum og fleiru. Fæ mér kannski eldri Vitöru aftur með kassa boddýinu átti slíkan og eyddi hann minna en þessi rauði, það er þó ágætt að keyra þennan rauða,“ segir Eiríkur. „Var alltaf á bíl frá vinunni og þurfti því lítið á að halda meir en masterinn. Bíla dellu hef ég enga, enda hefði ég ekki efni á bílum sem væru mér að skapi. Langar samt að búa til rally bíl úr Porche Cayenne. Til að leika á.“ Eiríkur Ingi með bílunum. Draumurinn alltaf að eignast Volvo Jón Gnarr segist í svörum sínum til Vísis eiga Volvo SD90, árgerð 2017. Hann segir að sér þyki bíllinn dásamlegur og segist hann vona að hann geti átt hann endalaust. „Ég vann í Volvo verksmiðjunni í Gautaborg og það var alltaf draumur minn að eignast einn daginn Volvo. Þannig þegar ég hafði tækifæri þá lét ég þann draum rætast og þetta er bara besti bíll sem ég hef nokkurn tíman átt. Ég er mikill bíla bubbi, ég hef lítið vit á bílum en mikinn áhuga.“ Jón segist nota bílinn mikið. Sérstaklega þegar hann er á ferðalögum úti á landi. Þá fái Klaki voffi að vera með í skottinu. Jón Gnarr segist hafa mikinn áhuga á bílum en vita lítið. Keyrir bíl pabba síns úti á landi en Teslu í borginni „Bíllinn sem ég keyri mest þessa dagana fyrir utan húsbílinn sem við Felix höfum verið að keyra á um landið, er Landcruiser 120 2008 módel. En sá bíll var áður í eigu Þórhalls Ægis föður míns,“ segir Baldur Þórhallsson í svörum sínum til Vísis. „Bíllinn er vanur sveitinni þaðan sem ég er; Ægissíða við Ytri Rangá. Pabbi keypti bílinn nýjan á sínum tíma en ég veit að hann á enn mikið eftir. Í borgarsnattið eigum við Felix svo Tesla Y. Okkur þykir ekki rétt að rúnta á diesel bíl á milli staða í Reykjavík en Cruiserinn er góður þegar það þarf að fara um landið.“ Baldur með bíl pabba síns. Rafbíll og „fótosjoppuð“ mynd Ástþór Magnússon sendi Vísi mynd af Hupmobile K3 rafbíl frá Islandus Bílum. Hann lét þess getið að kjósendur ættu möguleika á að eignast bílinn. Þá sendi hann Vísi mynd þar sem hann virðist hafa verið „fótósjoppaður“ inn á myndina með bílnum. Ástþór með bílnum. Líklega. Bíllinn þarfaþing Eftir að frétt þessi birtist hafði framboð Katrínar Jakobsdóttur samband og bætti svari Katrínar við. Fjölskylda Katrínar á Skoda Rapyd, 2016 árgerð. Katrín ekur um á Skoda Rapyd, allavega eftir að hún skilaði ráðherrabílnum. „Bíllinn er þarfaþing en ætli það sé ekki einna helst elsti sonurinn sem er tiltölulega nýlega kominn með bílpróf sem ber tilfinningar til hans.“ Fastlega má reikna með því að Katrín hafi lítið notað bílinn frá því að fjölskyldan eignaðist hann, enda hafði hún þar til nýlega aðgang að glæsilegum ráðherrabíl. Fréttin hefur verið uppfærð. Bílar Forsetakosningar 2024 Grín og gaman Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira
Vísir sendi öllum forsetaframbjóðendum lauflétta fyrirspurn um bíl viðkomandi. Líka tilfinningar þeirra til bílsins, hvort þær séu yfirhöfuð til staðar og þá hversu sterkar þær séu. Ekki bárust svör frá Arnari Þór Jónssyni, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur og Viktori Traustasyni. Bílar forsetaframbjóðenda í ár eru eins misjafnir og þeir eru margir. Ekki allir þeirra eiga bíl, á meðan aðrir eru á smábíl og einhverjir á jeppa. Enn aðrir gefa ekkert upp um eigin bíl heldur láta þess getið að þeir séu með rafbíl sem fáist gefins og sendu Vísi það sem virðist vera tölvugerð mynd. Sérstakt lögregluleyfi og bílablinda „Ég hef aldrei tekið bílpróf og keyri þarafleiðandi ekki bíl. Ég hef í starfi mínu sem leikari einstöku sinnum þurft að keyra bíl og þá hefur verið fengið sérstakt leyfi hjá lögreglu svo tryggt sé að ég leggi ekki líf og limi annarra í hættu,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í svari til Vísis. „Ég er að auki með svokallaða bílablindu, sé lítinn mun á ökutækjum sem hefur til dæmis valdið því að ég sest ítrekað upp í bíla hjá ókunnugum þegar ég fer með vinum mínum á stúfana. Sumu vinum mínum finnst leiðinlegt áhugaleysi mitt þegar þeir hafa eignast ný ökutæki en svona er þetta bara.“ Steinunn Ólína hefur aldrei átt bíl. Vísir/Vilhelm Þýðir ekki að vera á stórum bíl í miðbænum Halla Tómasdóttir var stuttorð í svörum til Vísis. Sendi sólskinsmynd af sér með sínum kagga. Toyota Yaris, árgerð 2014. „Það þýðir ekki að vera á stórum bíl í miðbænum.“ Halla reffileg með sólgleraugu fyrir framan Yaris-inn í miðbæ Reykjavíkur. Spánýr Hyundai jepplingur Helga Þórisdóttir er álíka stuttorð og Halla Tómas. Hún er á glænýjum Hyundai Tucson „plug-in hybrid,“ jeppling. Bíllinn er spánýr, frá því í fyrra 2023. Helga með Tucson jepplingnum. Lifað tímana tvenna „Við hjónin keyptum Hondu CRV af ömmu og afa þegar við byrjuðum að búa sem hefur fylgt okkur síðan. Græjan er silfurgrá 2006 módel og hefur lifað tímana tvenna og stundum ekki verið hugað líf,“ segir Halla Hrund Logadóttir í svörum sínum til Vísis. „Eftir að við fluttum heim frá Bandaríkjunum höfum við getað gengið og hjólað í vinnu og Hondan því nýst í ferðalög og skutl þegar þörf er á. Vinnuferðir hafa verið farnar á rafbíl. Hondan er keyrð ansi hressilega við settum okkur það markmið að safna fyrir rafmagnsbíl þar til 200.000 km múrinn væri rofinn sem styttist nú óðum í,“ segir Halla Hrund. „Þessi slaka bílastaða mín fer mjög fyrir brjóstið á föður mínum sem er annálaður bílaáhugamaður og getur séð út árgerð bíla út frá minnstu smáatriðum líkt og staðsetningu stefnuljósa. Ég nýt hins vegar góðs af því að vera á spánýjum rafbíl frá Brimborg næstu vikurnar á kosningaferðalagi og er afar þakklát fyrir það!“ Halla með jeppanum góða. Átt 22 ára gamlan bíl í sautján ár „Þessi stóri er Renault Master 2002 hef átt hann siðan 2007. Hann hefur verið aðal bílinn minn og notaður í mörg ferðalög og keppnir. Lét ég mér hann nægja þángað til í fyrra, þá sankaði ég að mér tveimur bílum,“ segir Eiríkur Ingi Jóhannsson. „Einn sem átti að vera bara stuttlega hjá mér meðan ég skipti um legur í kassanum á þeim stóra, svo fékk ég mér þennan rauða viku seinna vélar vana og setti spá nýja stuttblokk í hann fyrr á árinu,“ útskýrir Eiríkur. Hann segist hafa keyrt hann 5000 kílómetra síðan. „Ágætis bíll en ég er ekki hrifin af sídrifsbílunum né bílum sem taka fyrir hendur manns eins og þessar hald bremsur í brekkum og fleiru. Fæ mér kannski eldri Vitöru aftur með kassa boddýinu átti slíkan og eyddi hann minna en þessi rauði, það er þó ágætt að keyra þennan rauða,“ segir Eiríkur. „Var alltaf á bíl frá vinunni og þurfti því lítið á að halda meir en masterinn. Bíla dellu hef ég enga, enda hefði ég ekki efni á bílum sem væru mér að skapi. Langar samt að búa til rally bíl úr Porche Cayenne. Til að leika á.“ Eiríkur Ingi með bílunum. Draumurinn alltaf að eignast Volvo Jón Gnarr segist í svörum sínum til Vísis eiga Volvo SD90, árgerð 2017. Hann segir að sér þyki bíllinn dásamlegur og segist hann vona að hann geti átt hann endalaust. „Ég vann í Volvo verksmiðjunni í Gautaborg og það var alltaf draumur minn að eignast einn daginn Volvo. Þannig þegar ég hafði tækifæri þá lét ég þann draum rætast og þetta er bara besti bíll sem ég hef nokkurn tíman átt. Ég er mikill bíla bubbi, ég hef lítið vit á bílum en mikinn áhuga.“ Jón segist nota bílinn mikið. Sérstaklega þegar hann er á ferðalögum úti á landi. Þá fái Klaki voffi að vera með í skottinu. Jón Gnarr segist hafa mikinn áhuga á bílum en vita lítið. Keyrir bíl pabba síns úti á landi en Teslu í borginni „Bíllinn sem ég keyri mest þessa dagana fyrir utan húsbílinn sem við Felix höfum verið að keyra á um landið, er Landcruiser 120 2008 módel. En sá bíll var áður í eigu Þórhalls Ægis föður míns,“ segir Baldur Þórhallsson í svörum sínum til Vísis. „Bíllinn er vanur sveitinni þaðan sem ég er; Ægissíða við Ytri Rangá. Pabbi keypti bílinn nýjan á sínum tíma en ég veit að hann á enn mikið eftir. Í borgarsnattið eigum við Felix svo Tesla Y. Okkur þykir ekki rétt að rúnta á diesel bíl á milli staða í Reykjavík en Cruiserinn er góður þegar það þarf að fara um landið.“ Baldur með bíl pabba síns. Rafbíll og „fótosjoppuð“ mynd Ástþór Magnússon sendi Vísi mynd af Hupmobile K3 rafbíl frá Islandus Bílum. Hann lét þess getið að kjósendur ættu möguleika á að eignast bílinn. Þá sendi hann Vísi mynd þar sem hann virðist hafa verið „fótósjoppaður“ inn á myndina með bílnum. Ástþór með bílnum. Líklega. Bíllinn þarfaþing Eftir að frétt þessi birtist hafði framboð Katrínar Jakobsdóttur samband og bætti svari Katrínar við. Fjölskylda Katrínar á Skoda Rapyd, 2016 árgerð. Katrín ekur um á Skoda Rapyd, allavega eftir að hún skilaði ráðherrabílnum. „Bíllinn er þarfaþing en ætli það sé ekki einna helst elsti sonurinn sem er tiltölulega nýlega kominn með bílpróf sem ber tilfinningar til hans.“ Fastlega má reikna með því að Katrín hafi lítið notað bílinn frá því að fjölskyldan eignaðist hann, enda hafði hún þar til nýlega aðgang að glæsilegum ráðherrabíl. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bílar Forsetakosningar 2024 Grín og gaman Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira