Köllum það réttu nafni: Fordóma Derek Terell Allen skrifar 3. maí 2024 10:30 Hinsegin samfélagið er ekki þetta einsleita regnbogalið sem mörg virðast hugsa. Við erum fjölbreyttur og litríkur hópur fólks sem hefur eins fjölbreyttar skoðanir, en mörg okkar erum sammála einu: fyrsta skrefið til að uppræta fordóma gegn okkur er það að horfast í augu við þá. Komið var að þessari niðurstöðu á hinsegin málþingi Pírata þann 27. apríl. Þar var rætt um bakslagið sem blasir málaflokkinn við, enda á hinsegin fólk að stara niður á aukið ofbeldi og hatursorðræðu í okkar garð á meðan réttindi okkar eru í sífelldri hættu. Í pallborðsumræðunni voru hinir frábæru viðmælendurnir eftirfarandi: Prófessor í stjórnmálafræði og frambjóðandi til embætti forseta Baldur Þórhallsson Forseti og varaforseti Q félags Hinsegin stúdenta, Fannar Þór Einarsson og Rebekka Ýr Ólafsdóttir Meðstjórnendur hjá Trans Ísland Jóhann Kristian Jóhannsson og Alex Diljár Birkisbur Hellsing Verkefnastýra Samtakanna ‘78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum Eric Heinen. Að pallborðsumræðunni lokinni var lokaorð flutt af grínista og listakvári Sindra Sparkle Freyr. Hvar finnast þessir fordómar? Viðmælendur bentu á fordóma á öllum sviðum samfélagsins, en rætt var sérlega um netið sem helsti vettvangur fordóma nú á dögum. Áhrif netfærslna og þeirra athugsemda var rætt, enda hafa mörg í hinsegin samfélaginu hafa orðið vör við hið blessaða “kommentakerfi” þar sem netverjar eiga það til að láta úr sér. Samfélagsmiðlar, fjölmiðlar og jafnvel hlaðvörp komu einnig til umfjöllunar, enda geta búblur myndast þar sem fólk fær rangar upplýsingar um hinsegin fólk. Fordómar fá líka mikið að grassera í háskólum landsins. Fulltrúar Q félags nefndu hversu erfið samskiptin við Háskóla Íslands hafa verið í kringum kynhlutlaus salerni þar sem menntastofnunin hefur verið mjög hæg að mæta þörfum kynsegin stúdenta. Þetta ásamt fjarveru um hinsegin fólk í kennsluefni leiðir til þess að hinsegin stúdentum líða verr að sögn fulltrúa Q. Hvernig verða fordómar til? Samkvæmt Baldri verða fordómar til þegar jaðarsett fólk fær loksins rödd. Í slíkum tilvikum bregst íhaldsfólkið við með öfgafullri hörku og ákveðnar skoðanir sem höfðu aldrei séð dagsins ljós áður koma upp á yfirborðið. Baldur segir að framboðið hans hafi vakið fjandsamleg viðbrögð, enda finnst sömum það vera í skjön við gildi þjóðarinnar að forsetinn sé samkynhneigður. Þetta hefur sést einnig í baráttu kvenna, innflytjanda, o.s.frv. Hvernig er hægt að sporna við fordómum? Það eru margar hugmyndir um hvernig við getum kippt fordóma í lag, en það sem allir þinggestir tóku undir var það að við verðum að viðurkenna fordóma fyrir hvað sem þeir eru. Fordómar geta tekið að sér margs konar birtingarmyndir og þess vegna er nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim öllum ef við viljum útrýma fordóma gegn okkur öllum, frá “hvíta miðaldra Epal-hommanum” til “bleikhærða nýfornafna fríksins” (í orðum hans meðstjórnanda Trans Íslands Jóhanns). Við berum öll skyldu til að sporna við fordómum. Fordómar eru skaðlegir að mörgu leyti og jafnvel lífshættulegir. Ekki er hægt að dragast lengur á langinn. Stöndum vörð um réttindi hinsegin fólks. Höfundur er hommi og situr í stefnu- og málefnanefnd Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Hinsegin samfélagið er ekki þetta einsleita regnbogalið sem mörg virðast hugsa. Við erum fjölbreyttur og litríkur hópur fólks sem hefur eins fjölbreyttar skoðanir, en mörg okkar erum sammála einu: fyrsta skrefið til að uppræta fordóma gegn okkur er það að horfast í augu við þá. Komið var að þessari niðurstöðu á hinsegin málþingi Pírata þann 27. apríl. Þar var rætt um bakslagið sem blasir málaflokkinn við, enda á hinsegin fólk að stara niður á aukið ofbeldi og hatursorðræðu í okkar garð á meðan réttindi okkar eru í sífelldri hættu. Í pallborðsumræðunni voru hinir frábæru viðmælendurnir eftirfarandi: Prófessor í stjórnmálafræði og frambjóðandi til embætti forseta Baldur Þórhallsson Forseti og varaforseti Q félags Hinsegin stúdenta, Fannar Þór Einarsson og Rebekka Ýr Ólafsdóttir Meðstjórnendur hjá Trans Ísland Jóhann Kristian Jóhannsson og Alex Diljár Birkisbur Hellsing Verkefnastýra Samtakanna ‘78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum Eric Heinen. Að pallborðsumræðunni lokinni var lokaorð flutt af grínista og listakvári Sindra Sparkle Freyr. Hvar finnast þessir fordómar? Viðmælendur bentu á fordóma á öllum sviðum samfélagsins, en rætt var sérlega um netið sem helsti vettvangur fordóma nú á dögum. Áhrif netfærslna og þeirra athugsemda var rætt, enda hafa mörg í hinsegin samfélaginu hafa orðið vör við hið blessaða “kommentakerfi” þar sem netverjar eiga það til að láta úr sér. Samfélagsmiðlar, fjölmiðlar og jafnvel hlaðvörp komu einnig til umfjöllunar, enda geta búblur myndast þar sem fólk fær rangar upplýsingar um hinsegin fólk. Fordómar fá líka mikið að grassera í háskólum landsins. Fulltrúar Q félags nefndu hversu erfið samskiptin við Háskóla Íslands hafa verið í kringum kynhlutlaus salerni þar sem menntastofnunin hefur verið mjög hæg að mæta þörfum kynsegin stúdenta. Þetta ásamt fjarveru um hinsegin fólk í kennsluefni leiðir til þess að hinsegin stúdentum líða verr að sögn fulltrúa Q. Hvernig verða fordómar til? Samkvæmt Baldri verða fordómar til þegar jaðarsett fólk fær loksins rödd. Í slíkum tilvikum bregst íhaldsfólkið við með öfgafullri hörku og ákveðnar skoðanir sem höfðu aldrei séð dagsins ljós áður koma upp á yfirborðið. Baldur segir að framboðið hans hafi vakið fjandsamleg viðbrögð, enda finnst sömum það vera í skjön við gildi þjóðarinnar að forsetinn sé samkynhneigður. Þetta hefur sést einnig í baráttu kvenna, innflytjanda, o.s.frv. Hvernig er hægt að sporna við fordómum? Það eru margar hugmyndir um hvernig við getum kippt fordóma í lag, en það sem allir þinggestir tóku undir var það að við verðum að viðurkenna fordóma fyrir hvað sem þeir eru. Fordómar geta tekið að sér margs konar birtingarmyndir og þess vegna er nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim öllum ef við viljum útrýma fordóma gegn okkur öllum, frá “hvíta miðaldra Epal-hommanum” til “bleikhærða nýfornafna fríksins” (í orðum hans meðstjórnanda Trans Íslands Jóhanns). Við berum öll skyldu til að sporna við fordómum. Fordómar eru skaðlegir að mörgu leyti og jafnvel lífshættulegir. Ekki er hægt að dragast lengur á langinn. Stöndum vörð um réttindi hinsegin fólks. Höfundur er hommi og situr í stefnu- og málefnanefnd Pírata.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar