Uppgjörið og viðtöl: Valur - Afturelding 39-25 | Valsmenn jafna einvígið með stórsigri Hinrik Wöhler skrifar 2. maí 2024 21:00 Benedikt Gunnar Óskarsson vísir / hulda margrét Valur valtaði yfir Aftureldingu og sigraði með fjórtán mörkum, 39-25, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding sigraði fyrsta leik liðanna í Mosfellsbæ og eru þá bæði lið með einn sigur hvor en það þarf að sigra þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið. Í upphafi leiks var jafnræði með liðunum og staðan var 7-7 eftir tíu mínútna leik. Í kjölfarið gengu Valsmenn á lagið og rúlluðu yfir Mosfellinga. Fyrri hálfleikur var síðan algjör einstefna af hálfu Valsmanna. Sóknarleikur Aftureldingar var hikandi og hugmyndasnauður. Það virtist ansi auðvelt fyrir Valsmenn að opna vörn Aftureldingar og þá sérstaklega á miðsvæðinu en Benedikt Gunnar Óskarsson og Magnús Óli Magnússon fengu hvert færið á fætur öðru. Valur náði níu marka forystu undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 21-12 í hálfleik. Niðurlægingin hélt áfram í síðari hálfleik og greinilegt að Mosfellingar voru búnir að kasta inn handklæðinu snemma í síðari hálfleik. Hraðaupphlaup Valsmanna héldu áfram og klaufagangurinn sömuleiðis í sóknarleik Aftureldingar. Um miðbik síðari hálfleiks var Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, byrjaður að hvíla lykilleikmenn og öllum ljóst að Valur átti sigurinn vísan. Leikurinn endaði með stórsigri Valsmanna, lokatölur voru 39-25 og staðan í undanúrslitaeinvíginu orðin jöfn. Atvik leiksins Gísli Rúnar Jóhannsson keyrir aftan á Andra Finnsson í hraðaupphlaupi í stöðunni 36-21 undir lok leiks. Andri féll við og eftir að dómarar leiksins fóru í skjáinn fékk Gísli Rúnar rautt spjald. Brot sem var algjörlega óþarfi í ljósi stöðunnar. Stjörnur og skúrkar Gamalt stef hjá Valsmönnum en Benedikt Gunnar Óskarsson og Magnús Óli Magnússon voru frábærir í sóknarleik liðsins. Sá fyrrnefndi markahæstur með níu mörk. Þeir opnuðu vörn Mosfellinga trekk í trekk og annað hvort skoruðu þeir eða fundu Tjörva Tý Gíslason á línunni. Allan Norðberg kom sterkur inn í hægra hornið í síðari hálfleik og skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum á frekar stuttum kafla. Lið Aftureldingar getur tekið á sig skúrkastimpilinn. Vörnin var arfaslök og sóknin hikandi. Brynjar Vignir og Jovan Kukobat fundu sig ekki í markinu. Birgir Steinn Jónsson með eitt mark úr sex tilraunum. Það væri hægt að telja upp mörg atriði til. Dómarar Gestirnir vildu fá rautt spjald á 18. mínútu þegar Aron Dagur Pálsson virtist fara í andlitið á Þorsteini Leó Gunnarssyni sem lá óvígur eftir á parketinu. Kári Garðarsson og Magnús Kári Jónsson, dómarar leiksins, fóru í skjáinn og eftir nokkurra mínútna hlé þá var niðurstaðan tvær mínútur. Dómaraparið reif upp rauða kortið síðan undir lok leiks og var það fyllilega sanngjarnt. Næstum því nafnarnir, Kári og Magnús Kári, geta farið rólegir á koddann eftir amstur dagsins. Stemning og umgjörð Það heyrðist ágætlega í þeim áhorfendum sem mættu á völlinn í kvöld. Hins vegar virtist vera Evrópuþynnka í stuðningsmönnum Vals og var mætingin meðal stuðningsmanna Vals ekki upp á marga fiska. Það hefur verið mikið um kappleiki hjá félaginu að undanförnu og líklegast verða menn að velja og hafna á tímum verðbólgunnar. Gestirnir voru fjölmennari á pöllunum en ekkert líkt því sem var á fyrsta leik liðanna að Varmá. Það er spurning hvort langur akstur úr Mosfellssveit hafi reynst sumum þeirra ofviða. Viðtöl „Það verður allt önnur tónlist á sunnudaginn“ Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var mun ánægðari með frammistöðu liðsins samanborið við fyrsta leikinn í einvíginu.Vísir/Hulda Margrét „Það var mjög jafnt síðast en þeir voru örlítið með frumkvæðið og við vorum í vandræðum sóknarlega. Við hlupum vel í fyrri hálfleik en náðum aldrei að tengja allt, frekar kaflaskipt. Allt miklu betra í dag, geðsjúk vörn og Björgvin [Páll Gústavsson] frábær. Þá kemur keyrslan náttúrulega, mér fannst við sóknarlega með meiri breiddi, fleiri sendingar og fleiri leikmenn sem voru góðir,“ sagði Óskar Bjarni eftir sigurinn í kvöld. Óskar býst þó við mun erfiðara verkefni á sunnudaginn í þriðja leik liðanna. „Það verður allt önnur tónlist á sunnudaginn og þeir voru miklu betri síðast. Úrslitakeppnin er stundum svona, þegar þú hittir ekki á það. Þeir eru drullufúlir að tapa svona stórt líklegast. Þeir voru miklu betri í síðasta leik og vita það sjálfir og verða það líka næsta sunnudag. Þetta er frábært lið með marga frábæra leikmenn. Þetta er fegurðin við úrslitakeppnina.“ Valsmenn er nýlega komnir frá Rúmeníu en þeir sigruðu Minaur Baia Mare í undanúrslitum Evrópubikar EHF á sunnudaginn síðasta. Hvernig er standið á leikmönnum þessa dagana? „Já, já, það er fínt. Þetta er svo gaman. Ef þú nærð orkunni upp og nærð að djöflast. Þetta er frábær leikur í alla staði.“ Það er mikið álag á stuðningsmönnum Vals þessa dagana en það hafa verið fjölmargir kappleikir hjá félaginu undanfarnar vikur. Óskar Bjarni er þakklátur fyrir alla þá sem létu sjá í kvöld. „Ég er þakklátur fyrir þá sem komu. Við vissum að það myndu ekki margir mæta í Mosó þar sem það var Valur-FH í Mjólkurbikarnum á sama tíma. Við vorum með leik úti núna og svo er karfan og stelpurnar, það er mikið álag á stuðningsmönnum Vals. Við þekkjum þetta og erum ekkert fúlir. Erum þakklátir fyrir alla en viljum fleiri en vitum að það er álag á veskinu og hreinlega að hafa tíma í allt. Við erum með snillinga í Strætóskýlinu, Baldur Bongó og fjölskylduna okkar. Það dugar okkur,“ sagði Óskar að lokum um mætinguna í kvöld. „Þessi leikur var því miður búinn í hálfleik“ Mosfellingurinn, Árni Bragi Eyjólfsson, skrifar fjórtán marka tap á hugarfar leikmanna. „Við sáum ekki til sólar í þessum leik. Við brotnum undan þeim, við gefum Val það að þeir eru eitt besta lið á landinu. Sérstaklega þegar hlutir ganga upp hjá þeim og í dag gekk allt upp hjá þeim. Við brotnum undan því mótlæti og ef Valur kemst sjö eða átta mörkum yfir á móti þér, sama hvað þú ætlar að gera þá eru þeir of góðir. Þessi leikur var því miður búinn í hálfleik. Eina jákvæða að þú færð ekki tvö stig, það er bara 1-1,“ sagði Árni um leikinn í kvöld. Afturelding sigraði fyrsta leik liðanna og ljóst er að munurinn er ekki svona mikill á liðunum tveimur. Er þetta hausinn á mönnum? „Já ég held það, við mættum svona inn í leikinn á móti Stjörnunni. Vorum 1-0 yfir og mættum kærulausir inn þar. Svo á móti Val, mér fannst eiginlega vandræðanlegt hugarfar sumra leikmanna í leiknum í kvöld og hvernig þeir komu inn í leikinn. Ef menn ætla að bjóða aftur upp á þetta gera menn ekkert í sporti,“ sagði Árni Bragi. Til að hafa betur á móti Val telur Árni Bragi fyrst og fremst að það þurfi að stöðva hraðaupphlaup Valsmanna fyrir næsta leik og fá þá í uppstilltan sóknarleik. „Stöðva hraðaupphlaupin þeirra, Benni, Maggi, Ísak og jafnvel Alexander Petersson, með fullri virðingu fyrir honum. Það skoruðu allir úr seinni bylgju án þess að við klukkum þá. Stöðva hraðaupphlaupin og láta þá stilla upp í sókn. Þeir voru í vandræðum með það síðast.“ Olís-deild karla Valur Afturelding
Valur valtaði yfir Aftureldingu og sigraði með fjórtán mörkum, 39-25, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding sigraði fyrsta leik liðanna í Mosfellsbæ og eru þá bæði lið með einn sigur hvor en það þarf að sigra þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið. Í upphafi leiks var jafnræði með liðunum og staðan var 7-7 eftir tíu mínútna leik. Í kjölfarið gengu Valsmenn á lagið og rúlluðu yfir Mosfellinga. Fyrri hálfleikur var síðan algjör einstefna af hálfu Valsmanna. Sóknarleikur Aftureldingar var hikandi og hugmyndasnauður. Það virtist ansi auðvelt fyrir Valsmenn að opna vörn Aftureldingar og þá sérstaklega á miðsvæðinu en Benedikt Gunnar Óskarsson og Magnús Óli Magnússon fengu hvert færið á fætur öðru. Valur náði níu marka forystu undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 21-12 í hálfleik. Niðurlægingin hélt áfram í síðari hálfleik og greinilegt að Mosfellingar voru búnir að kasta inn handklæðinu snemma í síðari hálfleik. Hraðaupphlaup Valsmanna héldu áfram og klaufagangurinn sömuleiðis í sóknarleik Aftureldingar. Um miðbik síðari hálfleiks var Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, byrjaður að hvíla lykilleikmenn og öllum ljóst að Valur átti sigurinn vísan. Leikurinn endaði með stórsigri Valsmanna, lokatölur voru 39-25 og staðan í undanúrslitaeinvíginu orðin jöfn. Atvik leiksins Gísli Rúnar Jóhannsson keyrir aftan á Andra Finnsson í hraðaupphlaupi í stöðunni 36-21 undir lok leiks. Andri féll við og eftir að dómarar leiksins fóru í skjáinn fékk Gísli Rúnar rautt spjald. Brot sem var algjörlega óþarfi í ljósi stöðunnar. Stjörnur og skúrkar Gamalt stef hjá Valsmönnum en Benedikt Gunnar Óskarsson og Magnús Óli Magnússon voru frábærir í sóknarleik liðsins. Sá fyrrnefndi markahæstur með níu mörk. Þeir opnuðu vörn Mosfellinga trekk í trekk og annað hvort skoruðu þeir eða fundu Tjörva Tý Gíslason á línunni. Allan Norðberg kom sterkur inn í hægra hornið í síðari hálfleik og skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum á frekar stuttum kafla. Lið Aftureldingar getur tekið á sig skúrkastimpilinn. Vörnin var arfaslök og sóknin hikandi. Brynjar Vignir og Jovan Kukobat fundu sig ekki í markinu. Birgir Steinn Jónsson með eitt mark úr sex tilraunum. Það væri hægt að telja upp mörg atriði til. Dómarar Gestirnir vildu fá rautt spjald á 18. mínútu þegar Aron Dagur Pálsson virtist fara í andlitið á Þorsteini Leó Gunnarssyni sem lá óvígur eftir á parketinu. Kári Garðarsson og Magnús Kári Jónsson, dómarar leiksins, fóru í skjáinn og eftir nokkurra mínútna hlé þá var niðurstaðan tvær mínútur. Dómaraparið reif upp rauða kortið síðan undir lok leiks og var það fyllilega sanngjarnt. Næstum því nafnarnir, Kári og Magnús Kári, geta farið rólegir á koddann eftir amstur dagsins. Stemning og umgjörð Það heyrðist ágætlega í þeim áhorfendum sem mættu á völlinn í kvöld. Hins vegar virtist vera Evrópuþynnka í stuðningsmönnum Vals og var mætingin meðal stuðningsmanna Vals ekki upp á marga fiska. Það hefur verið mikið um kappleiki hjá félaginu að undanförnu og líklegast verða menn að velja og hafna á tímum verðbólgunnar. Gestirnir voru fjölmennari á pöllunum en ekkert líkt því sem var á fyrsta leik liðanna að Varmá. Það er spurning hvort langur akstur úr Mosfellssveit hafi reynst sumum þeirra ofviða. Viðtöl „Það verður allt önnur tónlist á sunnudaginn“ Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var mun ánægðari með frammistöðu liðsins samanborið við fyrsta leikinn í einvíginu.Vísir/Hulda Margrét „Það var mjög jafnt síðast en þeir voru örlítið með frumkvæðið og við vorum í vandræðum sóknarlega. Við hlupum vel í fyrri hálfleik en náðum aldrei að tengja allt, frekar kaflaskipt. Allt miklu betra í dag, geðsjúk vörn og Björgvin [Páll Gústavsson] frábær. Þá kemur keyrslan náttúrulega, mér fannst við sóknarlega með meiri breiddi, fleiri sendingar og fleiri leikmenn sem voru góðir,“ sagði Óskar Bjarni eftir sigurinn í kvöld. Óskar býst þó við mun erfiðara verkefni á sunnudaginn í þriðja leik liðanna. „Það verður allt önnur tónlist á sunnudaginn og þeir voru miklu betri síðast. Úrslitakeppnin er stundum svona, þegar þú hittir ekki á það. Þeir eru drullufúlir að tapa svona stórt líklegast. Þeir voru miklu betri í síðasta leik og vita það sjálfir og verða það líka næsta sunnudag. Þetta er frábært lið með marga frábæra leikmenn. Þetta er fegurðin við úrslitakeppnina.“ Valsmenn er nýlega komnir frá Rúmeníu en þeir sigruðu Minaur Baia Mare í undanúrslitum Evrópubikar EHF á sunnudaginn síðasta. Hvernig er standið á leikmönnum þessa dagana? „Já, já, það er fínt. Þetta er svo gaman. Ef þú nærð orkunni upp og nærð að djöflast. Þetta er frábær leikur í alla staði.“ Það er mikið álag á stuðningsmönnum Vals þessa dagana en það hafa verið fjölmargir kappleikir hjá félaginu undanfarnar vikur. Óskar Bjarni er þakklátur fyrir alla þá sem létu sjá í kvöld. „Ég er þakklátur fyrir þá sem komu. Við vissum að það myndu ekki margir mæta í Mosó þar sem það var Valur-FH í Mjólkurbikarnum á sama tíma. Við vorum með leik úti núna og svo er karfan og stelpurnar, það er mikið álag á stuðningsmönnum Vals. Við þekkjum þetta og erum ekkert fúlir. Erum þakklátir fyrir alla en viljum fleiri en vitum að það er álag á veskinu og hreinlega að hafa tíma í allt. Við erum með snillinga í Strætóskýlinu, Baldur Bongó og fjölskylduna okkar. Það dugar okkur,“ sagði Óskar að lokum um mætinguna í kvöld. „Þessi leikur var því miður búinn í hálfleik“ Mosfellingurinn, Árni Bragi Eyjólfsson, skrifar fjórtán marka tap á hugarfar leikmanna. „Við sáum ekki til sólar í þessum leik. Við brotnum undan þeim, við gefum Val það að þeir eru eitt besta lið á landinu. Sérstaklega þegar hlutir ganga upp hjá þeim og í dag gekk allt upp hjá þeim. Við brotnum undan því mótlæti og ef Valur kemst sjö eða átta mörkum yfir á móti þér, sama hvað þú ætlar að gera þá eru þeir of góðir. Þessi leikur var því miður búinn í hálfleik. Eina jákvæða að þú færð ekki tvö stig, það er bara 1-1,“ sagði Árni um leikinn í kvöld. Afturelding sigraði fyrsta leik liðanna og ljóst er að munurinn er ekki svona mikill á liðunum tveimur. Er þetta hausinn á mönnum? „Já ég held það, við mættum svona inn í leikinn á móti Stjörnunni. Vorum 1-0 yfir og mættum kærulausir inn þar. Svo á móti Val, mér fannst eiginlega vandræðanlegt hugarfar sumra leikmanna í leiknum í kvöld og hvernig þeir komu inn í leikinn. Ef menn ætla að bjóða aftur upp á þetta gera menn ekkert í sporti,“ sagði Árni Bragi. Til að hafa betur á móti Val telur Árni Bragi fyrst og fremst að það þurfi að stöðva hraðaupphlaup Valsmanna fyrir næsta leik og fá þá í uppstilltan sóknarleik. „Stöðva hraðaupphlaupin þeirra, Benni, Maggi, Ísak og jafnvel Alexander Petersson, með fullri virðingu fyrir honum. Það skoruðu allir úr seinni bylgju án þess að við klukkum þá. Stöðva hraðaupphlaupin og láta þá stilla upp í sókn. Þeir voru í vandræðum með það síðast.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti