Sló í myndavél og gæti fengið bann Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 12:32 DeAndre Kane hagaði sér illa eftir að hafa fengið tæknivillu fyrir leikaraskap og sló meðal annars í sjónvarpsmyndavél á leið úr salnum. Stöð 2 Sport Það skýrist væntanlega á morgun hvort og þá hve langt leikbann DeAndre Kane fær vegna hegðunar sinnar eftir að honum var vísað úr húsi í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur, í undanúrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ er með málið til skoðunar og hefur veitt Grindvíkingum frest til miðnættis í kvöld til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þetta staðfestir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi. Sumir, þar á meðal Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur, töldu að Kane færi sjálfkrafa í leikbann vegna bannsins sem hann fékk í byrjun úrslitakeppninnar, þegar hann missti af einum leik gegn Tindastóli. Það bann var vegna hegðunar hans í garð dómara í næstsíðustu umferð deildakeppninnar. Í ljósi þess að bannið sem Kane fékk var vegna leiks í deildakeppni þá hefur það hins vegar ekki ítrekunaráhrif í úrslitakeppninni, öfugt við það ef honum hefði verið vísað úr húsi öðru sinni á sömu leiktíð í deildakeppninni. Fyrir úrslitakeppni fá menn nefnilega hreint borð en þurfa þó að taka út bönn sem búið er að dæma þá í. Vegna mistaka fékk Kane sitt bann reyndar ekki fyrr en í öðrum leik einvígisins við Tindastól, en það bann hefur engu að síður engin áhrif núna. Lengi úr salnum og sló í myndavél Það sem gæti komið Kane í vandræði eru því ekki óíþróttamannslega villan sem hann fékk gegn Keflavík á þriðjudaginn, eða tæknivillan sem hann fékk svo fyrir leikaraskap. Viðbrögð hans við seinni dómnum, og að þurfa þar með að yfirgefa völlinn, eru hins vegar til skoðunar. Kane var heillengi að yfirgefa salinn, sló í sjónvarpsmyndavél og hlið á leiðinni út og hreytti einhverju í átt að varamannabekk Keflavíkur. Þetta gerði Kane fyrir framan nefið á Jóni Bender, eftirlitsmanni leiksins, en hátterni hans má sjá hér að neðan. „Jón stendur yfir þessu þegar hann slær í myndavélina og hann hefði getað meitt hann [myndatökumanninn]. Svo heldur hann áfram og hreytir einhverju í Pétur [Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur] og slær í eitthvað grindverk. Jón Bender stóð bara yfir þessu allan tímann en ég hef ekki hugmynd um hvort þeir ætli að gera eitthvað í þessu eða ekki,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en umræðuna strax eftir leik og hegðun Kane má sjá hér að ofan. Næsti leikur einvígis Keflavíkur og Grindavíkur er á laugardagskvöld. Ljóst er að Keflvíkingar verða án lykilmanns vegna meiðsla Remys Martin, og það er svo í höndum aganefndar KKÍ að skera úr um það hvort Grindvíkingar verði einnig án lykilmannsins Kane. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31 „Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. 30. apríl 2024 21:43 Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. 2. maí 2024 08:01 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ er með málið til skoðunar og hefur veitt Grindvíkingum frest til miðnættis í kvöld til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þetta staðfestir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi. Sumir, þar á meðal Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur, töldu að Kane færi sjálfkrafa í leikbann vegna bannsins sem hann fékk í byrjun úrslitakeppninnar, þegar hann missti af einum leik gegn Tindastóli. Það bann var vegna hegðunar hans í garð dómara í næstsíðustu umferð deildakeppninnar. Í ljósi þess að bannið sem Kane fékk var vegna leiks í deildakeppni þá hefur það hins vegar ekki ítrekunaráhrif í úrslitakeppninni, öfugt við það ef honum hefði verið vísað úr húsi öðru sinni á sömu leiktíð í deildakeppninni. Fyrir úrslitakeppni fá menn nefnilega hreint borð en þurfa þó að taka út bönn sem búið er að dæma þá í. Vegna mistaka fékk Kane sitt bann reyndar ekki fyrr en í öðrum leik einvígisins við Tindastól, en það bann hefur engu að síður engin áhrif núna. Lengi úr salnum og sló í myndavél Það sem gæti komið Kane í vandræði eru því ekki óíþróttamannslega villan sem hann fékk gegn Keflavík á þriðjudaginn, eða tæknivillan sem hann fékk svo fyrir leikaraskap. Viðbrögð hans við seinni dómnum, og að þurfa þar með að yfirgefa völlinn, eru hins vegar til skoðunar. Kane var heillengi að yfirgefa salinn, sló í sjónvarpsmyndavél og hlið á leiðinni út og hreytti einhverju í átt að varamannabekk Keflavíkur. Þetta gerði Kane fyrir framan nefið á Jóni Bender, eftirlitsmanni leiksins, en hátterni hans má sjá hér að neðan. „Jón stendur yfir þessu þegar hann slær í myndavélina og hann hefði getað meitt hann [myndatökumanninn]. Svo heldur hann áfram og hreytir einhverju í Pétur [Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur] og slær í eitthvað grindverk. Jón Bender stóð bara yfir þessu allan tímann en ég hef ekki hugmynd um hvort þeir ætli að gera eitthvað í þessu eða ekki,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en umræðuna strax eftir leik og hegðun Kane má sjá hér að ofan. Næsti leikur einvígis Keflavíkur og Grindavíkur er á laugardagskvöld. Ljóst er að Keflvíkingar verða án lykilmanns vegna meiðsla Remys Martin, og það er svo í höndum aganefndar KKÍ að skera úr um það hvort Grindvíkingar verði einnig án lykilmannsins Kane.
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31 „Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. 30. apríl 2024 21:43 Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. 2. maí 2024 08:01 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Sjá meira
„Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31
„Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. 30. apríl 2024 21:43
Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. 2. maí 2024 08:01