Boða verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli í maí Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. apríl 2024 15:24 Verkfallsaðgerðir hafa verið boðaðar á Keflavíkurflugvelli frá 9. maí næstkomandi. Vilhelm Samninganefndir Sameykis og FFR, félags flugmálastarfsmanna ríkisins, hafa efnt til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun félagsfólks sem starfar hjá ISAVIA ohf. Verkfallsaðgerðirnar hefjast 9. maí verði þær samþykktar, en atkvæðagreiðslunni um þær lýkur 2. maí. Samningaviðræður stéttarfélaganna hafa staðið síðan í september 2023 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þann 8. apríl síðastliðinn. Í gær varð ljóst að ekki væri lengra komist í viðræðum við SA/ISAVIA. Verkfallsaðgerðirnar fela í sér yfirvinnu- og þjálfunarbann ásamt tímabundnum og tímasettum aðgerðum við öryggisleit og farþegaflutninga. Aðgerðirnar munu koma til framkvæmda kl. 16:00 hinn 9. maí 2024 fáist samþykki félagsfólks í rafrænni atkvæðagreiðslu. Fyrirkomulagið mun verða eins og hér greinir: • Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið yfirvinnubann. Yfirvinnubannið nær til allra félagsmanna Sameykis og FFR.• Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið þjálfunarbann. Þjálfunarbann tekur til félagsfólks Sameykis og FFR sem starfar sem leiðbeinandi og vottaður leiðbeinandi á gólfi.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 10. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, fimmtudaginn 16. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 17. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, mánudaginn 20. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín. Frá þessu var greint á heimaíðum FFR og Sameykis. Flugferðir svo gott sem stöðvaðar þegar öryggisleit leggur niður störf „Farþegar munu ekki komast inn á haftarsvæði ef öryggisleit er lokuð. Sömuleðis mun það taka lengri tíma að ferja farþega yfir í flugvélar,“ segir Unnar Örn Ólafsson, formaður FFR. Fjögurra tíma vinnustöðvanirnar muni svo gott sem stöðva flug. Aðgerðirnar munu að mestu leyti hafa áhrif á morgunflug. „Við náttúrulega vonumst til þess að viðræðuaðilarnir okkar komi að borðinu áður en til þessara aðgerða kemur, það er alltaf vonin okkar. En þetta vissulega bítur,“ segir Unnar. Hann segir tímasetningarnar aðgerðanna valdar þannig að þær séu þegar flugfélögin eru að fljúga. „Það er náttúrulega meiningin,“ segir Unnar. Unnar segir ágreininginn ekki snúast um launaliðinn. „Ágreiningurinn snýst ekki um launaliðinn, þar eru allir samstíga, heldur er deilt um um réttindi innan kjarasamninga þannig að starfsmenn Isavía og dótturfélaga standi jafnfætis varðandi ófagtengd réttindi,“ segir Unnar. Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Reykjanesbær Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Samningaviðræður stéttarfélaganna hafa staðið síðan í september 2023 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara þann 8. apríl síðastliðinn. Í gær varð ljóst að ekki væri lengra komist í viðræðum við SA/ISAVIA. Verkfallsaðgerðirnar fela í sér yfirvinnu- og þjálfunarbann ásamt tímabundnum og tímasettum aðgerðum við öryggisleit og farþegaflutninga. Aðgerðirnar munu koma til framkvæmda kl. 16:00 hinn 9. maí 2024 fáist samþykki félagsfólks í rafrænni atkvæðagreiðslu. Fyrirkomulagið mun verða eins og hér greinir: • Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið yfirvinnubann. Yfirvinnubannið nær til allra félagsmanna Sameykis og FFR.• Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið þjálfunarbann. Þjálfunarbann tekur til félagsfólks Sameykis og FFR sem starfar sem leiðbeinandi og vottaður leiðbeinandi á gólfi.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 10. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, fimmtudaginn 16. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 17. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, mánudaginn 20. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín. Frá þessu var greint á heimaíðum FFR og Sameykis. Flugferðir svo gott sem stöðvaðar þegar öryggisleit leggur niður störf „Farþegar munu ekki komast inn á haftarsvæði ef öryggisleit er lokuð. Sömuleðis mun það taka lengri tíma að ferja farþega yfir í flugvélar,“ segir Unnar Örn Ólafsson, formaður FFR. Fjögurra tíma vinnustöðvanirnar muni svo gott sem stöðva flug. Aðgerðirnar munu að mestu leyti hafa áhrif á morgunflug. „Við náttúrulega vonumst til þess að viðræðuaðilarnir okkar komi að borðinu áður en til þessara aðgerða kemur, það er alltaf vonin okkar. En þetta vissulega bítur,“ segir Unnar. Hann segir tímasetningarnar aðgerðanna valdar þannig að þær séu þegar flugfélögin eru að fljúga. „Það er náttúrulega meiningin,“ segir Unnar. Unnar segir ágreininginn ekki snúast um launaliðinn. „Ágreiningurinn snýst ekki um launaliðinn, þar eru allir samstíga, heldur er deilt um um réttindi innan kjarasamninga þannig að starfsmenn Isavía og dótturfélaga standi jafnfætis varðandi ófagtengd réttindi,“ segir Unnar.
Keflavíkurflugvöllur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Reykjanesbær Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira