Helmingurinn af búslóðinni í ruslið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2024 13:01 Feðgarnir Fernando og Þórólfur. Vísir Grindvíkingar hafa neyðst til að henda gríðarlegum verðmætum undanfarið vegna búferlaflutninga. Að minnsta kosti hálf búslóðin fór í ruslið hjá einum þeirra. Annar segir að enginn vilji hirða dótið og Góði hirðirinn sé sprunginn. Þórkatla sem annast kaup á húsnæði í Grindavík hefur borist um 730 umsóknir um að félagið kaupi fasteignir í bænum og hefur samþykkt kaup á um 260. Hluti Grindvíkinga er því byrjaður að flytja allt sitt alfarið úr bænum. Það er eitt og annað heillegt sem finnst í endurvinnslugámum Grindvíkinga þessa dagana enda vel flestir íbúar að fara í miklu minna húsnæði og erfitt að koma dótinu fyrir. „Góði hirðirinn og þeir í Keflavík líka, þetta er allt orðið yfirfullt af húsgögnum og dóti. Þeir bara geta ekki tekið á móti þessu,“ segir Þórólfur Már Þórólfsson sem tekinn var tali á endurvinnslustöð Grindvíkinga. Þar var einnig Baldur Pálsson. Ákveðin hreinsun 8Við erum rétt að byrja. Það fer sennilega rúmlega helmingur af búslóðinni í tunnuna,“ segir Baldur. Heilmikið af heillegu dóti? „Já, þegar verið var að henda uppi á Festaplani, þegar gámarnir voru þar, þá stóðu mublur þar á planinu því gámarnir fylltust strax.“ Enginn að hirða það? „Það mátti enginn koma hingað í bæinn.“ Það hlýtur að vera ansi sárt? „Þetta er líka ákveðin hreinsun. Maður tekur til aðeins í lífinu,“ segir Baldur. Hann játar því að þetta reyni á taugarnar. Þarf að farga mjög miklu „Fólk fer í miklu minna húsnæði. Eins og við, við lendum í þriggja herbergja blokkaríbúð. Erum að fara úr yfir tvö hundruð fermetra húsi.“ Fernando Már Þórólfsson var að hjálpa föður sínum. „Það er sumt sem maður mundi vilja reyna að losna við en nennir ekki að standa í því að bíða. Svo mega utanaðkomandi ekki koma nema í fylgd. Þá er maður bara að henda þessu, til að losa sig við þetta sem fyrst.“ Róbert Novak var í sömu erindagjörðum. Hann segist þurfa að farga mjög miklu. „Maður er að leigja án geymslu svo maður þarf eiginlega að henda mest af dótinu sem maður hefur,“ segir Róbert. Ekki hjálpi til að hann hafi líka verið með marga hluti á háaloftinu hjá sér. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Grindavík Umhverfismál Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Þórkatla sem annast kaup á húsnæði í Grindavík hefur borist um 730 umsóknir um að félagið kaupi fasteignir í bænum og hefur samþykkt kaup á um 260. Hluti Grindvíkinga er því byrjaður að flytja allt sitt alfarið úr bænum. Það er eitt og annað heillegt sem finnst í endurvinnslugámum Grindvíkinga þessa dagana enda vel flestir íbúar að fara í miklu minna húsnæði og erfitt að koma dótinu fyrir. „Góði hirðirinn og þeir í Keflavík líka, þetta er allt orðið yfirfullt af húsgögnum og dóti. Þeir bara geta ekki tekið á móti þessu,“ segir Þórólfur Már Þórólfsson sem tekinn var tali á endurvinnslustöð Grindvíkinga. Þar var einnig Baldur Pálsson. Ákveðin hreinsun 8Við erum rétt að byrja. Það fer sennilega rúmlega helmingur af búslóðinni í tunnuna,“ segir Baldur. Heilmikið af heillegu dóti? „Já, þegar verið var að henda uppi á Festaplani, þegar gámarnir voru þar, þá stóðu mublur þar á planinu því gámarnir fylltust strax.“ Enginn að hirða það? „Það mátti enginn koma hingað í bæinn.“ Það hlýtur að vera ansi sárt? „Þetta er líka ákveðin hreinsun. Maður tekur til aðeins í lífinu,“ segir Baldur. Hann játar því að þetta reyni á taugarnar. Þarf að farga mjög miklu „Fólk fer í miklu minna húsnæði. Eins og við, við lendum í þriggja herbergja blokkaríbúð. Erum að fara úr yfir tvö hundruð fermetra húsi.“ Fernando Már Þórólfsson var að hjálpa föður sínum. „Það er sumt sem maður mundi vilja reyna að losna við en nennir ekki að standa í því að bíða. Svo mega utanaðkomandi ekki koma nema í fylgd. Þá er maður bara að henda þessu, til að losa sig við þetta sem fyrst.“ Róbert Novak var í sömu erindagjörðum. Hann segist þurfa að farga mjög miklu. „Maður er að leigja án geymslu svo maður þarf eiginlega að henda mest af dótinu sem maður hefur,“ segir Róbert. Ekki hjálpi til að hann hafi líka verið með marga hluti á háaloftinu hjá sér. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Grindavík Umhverfismál Fjármál heimilisins Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira