Kínversk ferðaskrifstofa mátti sín lítils gegn TM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2024 16:46 Frá slysstað nærri Kirkjubæjarklaustri í desember 2017. Vísir/Vilhelm Kínversk ferðaskrifstofa á ekki rétt á peningum frá tryggingafélaginu TM vegna rútuslyssins við Kirkjubæjarklaustur í desember 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt foreldrum hinna látnu og taldi sig eiga bótakröfu á TM sem er tryggingarfélag Hópferðabíla Akureyrar. Það var þann 27. desember 2017 sem hópur kínverskra ferðamanna í skipulagðri ferð á vegum ferðaskrifstofunnar Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company lenti í umferðarslysi á Suðurlandsvegi. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM. Í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn og slasaðist fjöldi þeirra alvarlega auk þess sem tveir þeirra létust. Ökumaðurinn var síðar sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Annar hinna látnu var fæddur árið 1988 og lést á slysstað. Hinn fæddur 1996 lést af sárum sínum tveimur vikum eftir slysið. TM segist hafa fengið umboð frá 34 íslenskum lögmönnum í 34 bótamálum farþeganna þar á meðal umboð lögmanns foreldra beggja þeirra sem létust. Það hefði ekki verið veitt lögmanni kínversku ferðaskrifstofunnar. Fullnaðaruppgjör hafi farið fram í flestum málum en þó ekki í máli foreldra hinna látnu. Kínverska fyrirtækið sagði hin látnu hafa keypt ferð sem kallaðist „Six-day Deep Travel of Classic Ice and Fire in Iceland“. Dómar hafi fallið í Dongcheng-héraði í Beijing 2019 þar sem ferðaskrifstofunni var gert að greiða hinum látnu dánarbætur að andvirði tæplega sjötíu milljóna króna. Ferðaskrifstofan vildi meina að með þeim greiðslum hefði réttur foreldra hinna látnu gagnvart tryggingarfélagi rútufyrirtækisins færst yfir til ferðaskrifstofunnar. Krafðist Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company vegna þessa andvirði um 64 milljóna króna. Héraðsdómur Reykjavíkur tók málið til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að þar sem enginn samstarfssamningur hefði verið á milli kínversku ferðaskrifstofunnar og íslensks ferðaþjónustuaðila, vátryggingartaka eða TM þá gæti hann ekki eignast kröfur á hendur þeim aðilum. Var TM sýknað af kröfu kínverska fyrirtækisins. Dómsmál Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Tryggingar Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Það var þann 27. desember 2017 sem hópur kínverskra ferðamanna í skipulagðri ferð á vegum ferðaskrifstofunnar Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company lenti í umferðarslysi á Suðurlandsvegi. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM. Í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn og slasaðist fjöldi þeirra alvarlega auk þess sem tveir þeirra létust. Ökumaðurinn var síðar sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Annar hinna látnu var fæddur árið 1988 og lést á slysstað. Hinn fæddur 1996 lést af sárum sínum tveimur vikum eftir slysið. TM segist hafa fengið umboð frá 34 íslenskum lögmönnum í 34 bótamálum farþeganna þar á meðal umboð lögmanns foreldra beggja þeirra sem létust. Það hefði ekki verið veitt lögmanni kínversku ferðaskrifstofunnar. Fullnaðaruppgjör hafi farið fram í flestum málum en þó ekki í máli foreldra hinna látnu. Kínverska fyrirtækið sagði hin látnu hafa keypt ferð sem kallaðist „Six-day Deep Travel of Classic Ice and Fire in Iceland“. Dómar hafi fallið í Dongcheng-héraði í Beijing 2019 þar sem ferðaskrifstofunni var gert að greiða hinum látnu dánarbætur að andvirði tæplega sjötíu milljóna króna. Ferðaskrifstofan vildi meina að með þeim greiðslum hefði réttur foreldra hinna látnu gagnvart tryggingarfélagi rútufyrirtækisins færst yfir til ferðaskrifstofunnar. Krafðist Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company vegna þessa andvirði um 64 milljóna króna. Héraðsdómur Reykjavíkur tók málið til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að þar sem enginn samstarfssamningur hefði verið á milli kínversku ferðaskrifstofunnar og íslensks ferðaþjónustuaðila, vátryggingartaka eða TM þá gæti hann ekki eignast kröfur á hendur þeim aðilum. Var TM sýknað af kröfu kínverska fyrirtækisins.
Dómsmál Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgönguslys Tryggingar Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira