Fótbolti

Tevez fluttur á spítala vegna brjóstverkja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carlos Tevez er einn fjórtán leikmanna sem hafa leikið með bæði Manchester United og Manchester City. 
Carlos Tevez er einn fjórtán leikmanna sem hafa leikið með bæði Manchester United og Manchester City.  getty/Daniel Jayo

Carlos Tevez, þjálfari Independiente í Argentínu, var fluttur á spítala í úthverfi Búenos Aires í gær vegna verkja í brjósti.

Tevez var næturlangt á spítalanum áður en hann var færður á annan spítala þar sem hann gengst undir frekari rannsóknir.

Samkvæmt upplýsingum frá Independiente voru fyrstu rannsóknir á Tevez nokkuð jákvæðar.

Argentínskir fjölmiðlar segja að vandamál Tevez megi rekja til stress og álags. Hann er með háan blóðþrýsting og fer reglulega í læknisskoðun.

Tevez, sem er fertugur, var ráðinn þjálfari Independiente í ágúst 2023. Hann stýrði áður Rosario Central.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×