Leiðin í vinnuna smám saman þrefaldast: „Þetta er eins og í einhverri bíómynd“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2024 19:30 Elísabet er orðin þreytt á framkvæmdum við Breiðholtsbraut, sem hafa lengt leið hennar í vinnuna svo um munar. Vísir/Einar/Sara Breiðhyltingur segir farir sínar ekki sléttar af framkvæmdum við Breiðholtsbraut. Síðustu mánuði hefur gönguleið hennar í vinnuna smám saman þrefaldast vegna framkvæmdanna. Hún segir málið hreinlega eins og í bíómynd. Vinna við breikkun Breiðholtsbrautar hefur nú staðið yfir um nokkurt skeið - og reynst Elísabetu Guðrúnar og Jónsdóttur bókstaflegur fjötur um fót. „Ég bý hérna rétt hjá og er að vinna hérna hinum megin við hæðina í Urðarhvarfi. Ég hafði gert það að vana mínum að fara fótgangandi yfir hæðina og það tók svona korter, tuttugu mínútur um það bil.“ Í fréttinni hér fyrir ofan sjáum við grafíska framsetningu á þróun leiðarinnar. Fyrst er það leiðin sem Elísabet var vön að ganga í vinnuna, rétt rúmur kílómetri frá heimili hennar í Breiðholti og á vinnustaðinn í Kópavogi. En svo var hæðinni sem hún gekk yfir lokað og hún byrjaði að hjóla, enda leiðin búin að lengjast um heilan kílómetra. Næst var stíg við Breiðholtsbraut lokað, 600 metra hjáleið bættist við og leiðin í heild þar með búin að tvöfaldast. Enn ein lykkjan bættist svo við vegna framkvæmda við undirgöng og loks var gönguljósi við Kópavogsmörkin lokað með þeim afleiðingum að leið Elísabetar í vinnuna er nú þreföld á við það sem hún var fyrst. Grátbroslegt „Ég sé ekki að það sé nauðsynlegt að loka þessu öllu samtímis. Ég held það væri hugsanlega, kannski hægt að klára eitt svæði, loka þar og síðan fara yfir í næsta,“ segir Elísabet. „Þetta er komið á það stig að ég verð ekki pirruð, heldur fer bara að hlæja.“ Við fórum á vettvang í kvödfréttum Stöðvar 2 og í fréttinni sjáum við glitta í munna undirgangnanna sem Elísabet notaði eitt sinn. Þau eru augljóslega ekki aðgengileg lengur með góðu móti. Umrædd hæð reyndist orðin afar torfær, auk þess sem girt hefur verið fyrir hana og aðgengi að henni greinilega bannað. Elísabet bindur vonir við greiðan framgang framkvæmdanna, svo hún neyðist ekki til að fara á bíl þessa hlægilega stuttu vegalengd. „Ég gæti allt eins verið að vinna niðri í Skeifu núna, en samt er þetta rétt hjá. Þetta er mjög skrýtið. Þetta er eins og í einhverri bíómynd.“ Skipulag Vegagerð Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Vinna við breikkun Breiðholtsbrautar hefur nú staðið yfir um nokkurt skeið - og reynst Elísabetu Guðrúnar og Jónsdóttur bókstaflegur fjötur um fót. „Ég bý hérna rétt hjá og er að vinna hérna hinum megin við hæðina í Urðarhvarfi. Ég hafði gert það að vana mínum að fara fótgangandi yfir hæðina og það tók svona korter, tuttugu mínútur um það bil.“ Í fréttinni hér fyrir ofan sjáum við grafíska framsetningu á þróun leiðarinnar. Fyrst er það leiðin sem Elísabet var vön að ganga í vinnuna, rétt rúmur kílómetri frá heimili hennar í Breiðholti og á vinnustaðinn í Kópavogi. En svo var hæðinni sem hún gekk yfir lokað og hún byrjaði að hjóla, enda leiðin búin að lengjast um heilan kílómetra. Næst var stíg við Breiðholtsbraut lokað, 600 metra hjáleið bættist við og leiðin í heild þar með búin að tvöfaldast. Enn ein lykkjan bættist svo við vegna framkvæmda við undirgöng og loks var gönguljósi við Kópavogsmörkin lokað með þeim afleiðingum að leið Elísabetar í vinnuna er nú þreföld á við það sem hún var fyrst. Grátbroslegt „Ég sé ekki að það sé nauðsynlegt að loka þessu öllu samtímis. Ég held það væri hugsanlega, kannski hægt að klára eitt svæði, loka þar og síðan fara yfir í næsta,“ segir Elísabet. „Þetta er komið á það stig að ég verð ekki pirruð, heldur fer bara að hlæja.“ Við fórum á vettvang í kvödfréttum Stöðvar 2 og í fréttinni sjáum við glitta í munna undirgangnanna sem Elísabet notaði eitt sinn. Þau eru augljóslega ekki aðgengileg lengur með góðu móti. Umrædd hæð reyndist orðin afar torfær, auk þess sem girt hefur verið fyrir hana og aðgengi að henni greinilega bannað. Elísabet bindur vonir við greiðan framgang framkvæmdanna, svo hún neyðist ekki til að fara á bíl þessa hlægilega stuttu vegalengd. „Ég gæti allt eins verið að vinna niðri í Skeifu núna, en samt er þetta rétt hjá. Þetta er mjög skrýtið. Þetta er eins og í einhverri bíómynd.“
Skipulag Vegagerð Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira